G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 10:58 Utanríkisráðherrar G7 funduðu í Tókýó í morgun. AP/Jonathan Ernst Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. Ráðherrarnir ítrekuðu fordæmingu sína á árásum Hamas 7. október og stuðning þeirra við rétt Ísraels til að verja sig en lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að fara að alþjóðlegum lögum. Þá gagnrýndu þeir ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum gegn Palestínumönnum, sögðu það óásættanlegt, grafa undan öryggi á svæðinu og ógna vonum um varanlegan frið. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra Japan, sagði að loknum fundi í Tókýó að tafarlausra aðgerða væri þörf til að mæta því ástandi sem hefði skapast á Gasa síðustu daga og vikur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahlé hins vegar ekki inni í myndinni; Hamas-samtökin hefðu enn yfir 200 manns í gíslingu og hefðu hótað ítrekuðum endurtekningum á 7. október. Það væri afstaða Bandaríkjanna til framtíðarhorfa á Gasa að það mætti ekki neyða Palestínumenn þaðan, ekki núna og ekki í framtíðinni. Gasa ætti ekki að verða miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi né væri rétt að hernema svæðið á ný. Þá ætti ekki að umkringja eða hindra för fólks um svæðið né minnka það. Framtíðarstjórn Gasa yrði að vera á höndum stjórnar leidda af Palestínumönnum og miða að því að svara vilja Palestínumanna. Þá þyrfti að sameina Gasa og Vesturbakkann undir umræddri stjórn og vinna að endurreisn innviða á Gasa. Blinken sagði Bandaríkjamenn sjá fyrir sér Ísraelsmenn og Palestínumenn lifa saman í friði, í eigin ríkjum. Utanríkisráðherrann sagði Gasa ekki mega falla aftur undir stjórn Hamas né ættu Ísraelar að hernema svæðið á ný. Viðbúið væri hins vegar að grípa þyrfti til einhverra tímabundinna ráðstafana að átökum loknum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Ráðherrarnir ítrekuðu fordæmingu sína á árásum Hamas 7. október og stuðning þeirra við rétt Ísraels til að verja sig en lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að fara að alþjóðlegum lögum. Þá gagnrýndu þeir ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum gegn Palestínumönnum, sögðu það óásættanlegt, grafa undan öryggi á svæðinu og ógna vonum um varanlegan frið. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra Japan, sagði að loknum fundi í Tókýó að tafarlausra aðgerða væri þörf til að mæta því ástandi sem hefði skapast á Gasa síðustu daga og vikur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahlé hins vegar ekki inni í myndinni; Hamas-samtökin hefðu enn yfir 200 manns í gíslingu og hefðu hótað ítrekuðum endurtekningum á 7. október. Það væri afstaða Bandaríkjanna til framtíðarhorfa á Gasa að það mætti ekki neyða Palestínumenn þaðan, ekki núna og ekki í framtíðinni. Gasa ætti ekki að verða miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi né væri rétt að hernema svæðið á ný. Þá ætti ekki að umkringja eða hindra för fólks um svæðið né minnka það. Framtíðarstjórn Gasa yrði að vera á höndum stjórnar leidda af Palestínumönnum og miða að því að svara vilja Palestínumanna. Þá þyrfti að sameina Gasa og Vesturbakkann undir umræddri stjórn og vinna að endurreisn innviða á Gasa. Blinken sagði Bandaríkjamenn sjá fyrir sér Ísraelsmenn og Palestínumenn lifa saman í friði, í eigin ríkjum. Utanríkisráðherrann sagði Gasa ekki mega falla aftur undir stjórn Hamas né ættu Ísraelar að hernema svæðið á ný. Viðbúið væri hins vegar að grípa þyrfti til einhverra tímabundinna ráðstafana að átökum loknum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira