Brýnir hagsmunir Vestfirðinga og annarra þegna alþjóðasamfélagsins Sóley J. Einarsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 07:00 Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um hugsanlega vatnsaflsvirkjun í friðlandinu Vatnsdal. Vatnsdalur þessi og Vatnsfjörðurinn sem hann gengur inn úr, eru birkivaxnir griðastaðir í annars nokkuð hrjóstrugu landslagi Vestfjarða. Þeir voru friðaðir fyrir hálfri öld vegna einstakrar gróðursældar sem framtíðarkynslóðir, þ.e. við, fengjum að njóta. Þarna gekk Hrafna-Flóki upp á Lónfell, spölkorn frá fyrirhuguðum vatnsaflsvirkjanasvæðum og nefndi landið Ísland. Meðal annars vegna þessa, þá stendur til að svæðið verði hluti af fyrirhuguðum Dynjandisþjóðgarði. Stofnun þjóðgarðsins hefur þó tafist í 2 ár vegna virkjanahugmyndanna því slíkar framkvæmdir eru bannaðar með lögum í þjóðgarði. Til að komast hjá þessari hindrun þá er nú rætt um að Vatnsdalur verði ekki hluti af þjóðgarðinum og að friðun hans verði að hluta afnumin til að byggja megi vatnsaflsvirkjun. Afnám friðunar á friðlandi fyrir vatnsaflsvirkjanir eru engin nýmæli á Íslandi. Fræg er sú klofnun íslensks samfélagsins sem varð í kringum áform um Kárahnjúkavirkjun um og eftir síðustu aldamót og heimafólk mótfallið virkjun fluttist jafnvel úr landshlutanum. Vitað var að virkjunin hefði áhrif á friðaða landið Kringilsárrana og svo Vesturáröræfi sem voru á náttúruminjaskrá. Vegna fyrirséðra mikilla umhverfisraskana þá hafnaði Skipulagsstofnun þessum framkvæmdum og þóttu það tíðindi fyrir stofnunina. Umhverfisráðherra sneri hins vegar við úrskurði stofnunarinnar og virkjunin var byggð. B-liður 44. greinar laga um náttúruvernd Í fyrstu grein laga um náttúruvernd segir að markmið þeirra sé að „vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum og verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“. En b-liður 44. greinar sömu laga veitir þó ráðherra möguleika að afnema eða breyta friðlýsingu svæðis „ef mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess“. Því hlýtur að vera spurt, hvað teljast mjög brýnir samfélagshagsmunir? Er átt við samfélagshagsmuni í ákveðnum radíus í kringum friðaða svæðið eða nær það til allra landsmanna eða til alþjóðasamfélagsins? Er það þegar hagvöxtur hefur fengið eitthvert þak vegna orkuskorts? Eða þegar búist er við fólksflótta eða þá heilsutjóni? Hversu alvarlega þarf ástand að bitna á samfélagi til þess að það sé réttlætanlegt að fórna náttúru sem er álitin svo einstök að hún er friðlýst? Mannhyggja og náttúruhyggja Vegna þess hve stórt er spurt þá er ekki úr vegi að huga að siðfræðinni á bak við ákvörðun um verndun. Viðhorfi fólks gagnvart náttúrunni má skipta í mannhyggju og náttúruhyggu. Mannhyggjan leggur áherslu á að maðurinn sé eina siðferðisveran og að meta beri náttúruna og hennar lífríki eftir því hversu vel hún þjóni hagsmunum hans. Náttúruhyggjan leggur hins vegar áherslu á að náttúran sé jafn rétthá manninum og að sérhver lífvera og vistkerfi hafi eigið gildi og tilverurétt óháð manninum. Þessar skilgreiningar skipta máli því að sumir vilja meina að mannhyggjan standi fólki fyrir þrifum þegar kemur að því að bregðast við loftslagsbreytingum. Sagt er að svo lengi sem við tökum ekki tillit til alls lífs, hvort sem það veiti okkur beinan ágóða eða ekki, þá getum við ekki viðhaldið náttúrunni sem er forsenda m.a. okkar lífs á jörðinni. Þetta er vegna þess að vistkerfi náttúrunnar eru svo óendanlega flókin að eitthvað sem okkur kann að sýnast ómerkilegt getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir okkur, svo ekki sé minnst á allt annað. Umræður dagsins í dag sýna að tímarnir eru að breytast. Fólk er orðið meðvitaðra um hættuna sem fylgir loftslagsbreytingum og mikilvægi náttúrunnar og vistkerfa hennar til að stemma stigum við þessa hættu. Útvöldum náttúrufyrirbærum hafa verið veitt réttindi manneskju á Nýja Sjálandi og Brasilíu og nýverið hvatti Evrópuráðið aðildaríki sín til að glæpavæða og sækja til saka aðila sem framkvæma vistmorð. Hvatt er til að vistmorð verði ný tegund glæps samkvæmt Alþjóðaglæpadómstólnum. Vistmorð eru gjöreyðing náttúru og vistkerfa, aðgerðir sem farið er í þrátt fyrir að miklar líkur séu á alvarlegum, útbreiddum eða langvarandi skemmdum á umhverfinu. Viðbrögð við ályktun Evrópuráðsins hafa ekki látið á sér standa og eru yfirvöld landa farin að huga að þessum málum. Mannhyggjan virðist því á undanhaldi í æðstu stofnunum heims og náttúran komin með sterkari rödd heldur en á 7. áratugnum þegar „Raddir vorsins“ þögnuðu. Brýnir hagsmunir alþjóðasamfélagsins Við sjáum afleiðingar loftslagsbreytinga úti í heimi en líka hér á Íslandi í tíðari ofsaveðrum, ágangi sjávar, vatnsflóðum yfir tún og ofanflóðum úr hlíðum. Vegna þessa þá hafa þjóðir heims tekið höndum saman og sammælst um ýmsar skuldbindingar og samninga sem eiga m.a. að draga úr tíðni þessa með því að koma okkur réttu megin við þolmörk Jarðar (e. Planetary Boundaries). Við erum þegar komin yfir sex af níu þolmörkum Jarðarinnar. Það að fara yfir þolmörk þýðir að við erum komin á óvissustig um hvort hægt verði að laga ástandið aftur og það að fara yfir ein þolmörk hefur áhrif á önnur. Sem dæmi má nefna að það að nýta ósnortið land hefur áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Tegundaútdauði er núna a.m.k. 10 sinnum hraðari en síðustu 10 milljón árin. Enda hefur 75% lands á jörðinni verið nýtt, 85% mýrlendis verið þurrkað upp og aðeins 37% stærri áa í heiminum eru óraskaðar eða tvær af fjórtán í Evrópu. Ferskvatnsnotkun er einmitt ein af þeim þolmörkum sem við höfum farið yfir. Það er því nokkuð ljóst að afnám friðunar friðlands fyrir vatnsaflsvirkjun reynir mjög á mörk þeirra alþjóðasamninga sem Ísland á aðild að og stjórnvöldum ber að taka mið af þeim samkvæmt umræddum b-lið 44. laga, þegar tekin er ákvörðun um afnám friðunar. Þetta eru samningar eins og Bernarsamningurinn um vernd plantna og dýra, Lífríkisvernd á norðurslóðum (CAFF), CBD samningurinn um líffræðilega fjölbreytni sem felur m.a. í sér að tryggja að nýting lífrænna auðlinda sé sjálfbær, AEWA samningurinn um vernd votlendisfarfugla og búsvæði þeirra. Sem og Bonn áskorunin um endurheimt skóga og þar hefur Ísland valið að leggja áherslu á verndun og endurheimt okkar innlendu birkiskóga. Að auki reyna áform um vatnsaflsvirkjun í friðlandi á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þetta eru markmiðin um sjálfbæra orku, góða atvinnu og hagvöxt, nýsköpun og uppbyggingu, sjálfbærar borgir og samfélög, ábyrga neyslu og framleiðslu og heimsmarkmiðin um líf í vatni og líf á landi. Að lokum reynir þetta á stefnu stjórnvalda sjálfra í orkustefnu til 2050 þar sem segir að orkunýtni skuli vera sjálfbær og í því felist að lágmarka sóun og það muni draga úr þörf á nýjum virkjunum. Þar segir að huga verði m.a. að mati á verndargildi náttúrunnar til lengri og skemmri tíma. Bent er á að virkjanir hafi sýnileg áhrif í umhverfinu og því þurfi þær að vera á stöðum þar sem sátt ríkir um staðsetningu þeirra. Brýnir samfélagshagsmunir Vestfjarða En hvað með „brýna samfélagshagsmuni“ Vestfjarða? Í fjölmörgum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (sjálfbær orka, góð atvinna og hagvöxur, nýsköpun og uppbygging, sjálfbærar borgir og samfélög, ábyrg neysla og framleiðsla) er rætt um mikilvægi þess að samfélög geti dafnað á sjálfbæran hátt. Það er einmitt það sem Vestfirðingar leitast við að gera. Allt frá því að rafmagn fór að berast um landið út frá vatnsaflsvirkjunum hafa þeir átt í basli með að fá sinn skerf m.a. vegna lélegs flutningskerfis sem bitnar á velsæld í landshlutanum. Núna þegar stóriðja hefur fundið sér stað á Vestfjörðum í laxeldi og kalkþörungavinnslu og svo fyrirhuguð orkuskipti og aukinn fólksfjöldi, þá hefur orkuþörf margfaldast. Flutningstakmarkanir nú hafa orsakað afhendingarrof og notkun á varaafli með jarðefnaeldsneyti. Þörf er á tafarlausum aðgerðum en svo virðist sem Vestfirðingar hafi ekki náð eyrum yfirvalda í áratugi. Mögulega dregur fjarlægðin úr hljóðgæðum. En núna er þolinmæðin á þrotum og vestfirska blóðið segir þeim að bjarga sér þá sjálfir. Í skýrslu vestfirsks starfshóps um orkumál segir að ástæður flutningstakmarkana séu m.a. takmarkanir á byggðalínunni, það standi til bóta með endurnýjaðri línu en dugi þó ekki til. Í skýrslunni segir: „Aðrir þættir hafa einnig áhrif, s.s. lágur kerfisstyrkur“. Skýrsluhöfundar segja hann vera vegna takmarkaðrar orkuframleiðslu á Vestfjörðum. Niðurstaða starfshópsins er því m.a. sú að byggja þurfi upp orkuvinnslu á Vestfjörðum til að auka kerfisstyrkinn. Mælt sé með því að byggja virkjun sem hafi að lágmarki 20-50 MW í uppsettu afli. Sá virkjanakostur sem skýrsluhöfundum hugnast best er virkjun í friðlandinu Vatnsdal í Vatnsfirði með uppsett afl á bilinu 20-30 MW. Í skýrslu segir: „Lagt er til að ráðherra skoði hvort fýsilegt sé að lyfta friðlýsingarskilmálum friðlandsins í Vatnsfirði svo hægt sé að taka Vatnsfjarðarvirkjun til umfjöllunar í rammaáætlun 4 eða öðru því regluverki sem Alþingi kann að ákveða varðandi mögulega virkjanakosti“. Með öðrum orðum, eftir að hafa beðið eftir almennilegu flutningskerfi til Vestfjarða í tugi ára þá er nóg komið og við gerum þetta bara sjálf. Hvaða annarri niðurstöðu var hægt að komast að í þessari skýrslu? Var hægt að mæla með því að bíða í enn fleiri áratugi eftir að stjórnvöld tækju við sér og endurbættu flutningslínur? Vestfirðingar hafa sitt stolt og láta þetta ekki viðgangast lengur. En það er svo annað mál hvort óbragð hafi verið í munni við að missa við þetta, sitt dýrmætasta fjöregg sem er óspillt náttúra landshlutans. Þjónustuskylda stjórnvalda Stjórnvöld, ráðherra, ráðuneyti og undirstofnanir bera skýra ábyrgð á orkuöryggi í landinu. Í stefnu um orkumál til ársins 2050 er hamrað á því að orkuþörf samfélags eigi að vera uppfyllt, þar sé almenningur í forgangi og tryggja eigi öryggi íbúa og samfélags. Þar segir einnig að orkan þurfi að vera aðgengileg og á samkeppnishæfu verði um allt land með jöfnun á dreifikostnaði milli þéttbýlis og dreifbýlis. Flutningskerfið þurfi að vera skilvirkt og leitast við að lágmarka sóun, þetta verði gert með endurnýjuðu flutnings- og dreifikerfi. Í stefnunni segir einnig að nú sé orðið tæknilega gerlegt að leggja rafstreng frá Íslandi til annarra landa, að ítarlegar greiningar hafi verið gerðar á þessu undanfarin ár. Í ljósi þessa þykir það skjóta skökku við að ekki hafi ennþá verið unnt að veita Vestfirðingum næga orku. Samkvæmt núgildandi orkustefnu ætti þetta að vera algjört forgangsatriði. Það ætti einnig að vera gerlegt að veita nægilega háum kerfisstyrk (sem rætt er um í skýrslu vestfirska starfshópsins) frá Suðurlandsundirlendinu til Vestfjarða, ef hægt er að leiða orku til þegna annarra landa. Það sætir furðu að nú sé yfir höfuð rætt um virkjun á Vestfjörðum þegar aðrir landsmenn fá næga orku frá meginvirkjunum á viðráðanlegu verði. Það ber sterkan keim af landshlutamismunun að Vestfirðingar þurfi að fórna friðlandi sínu og sinni einstöku og viðkvæmu túndru til að fá nægilega orku til að lifa. Að þessu sögðu þá yrði það áfall fyrir Vestfirðinga ef vestfirsk virkjun yrði samþykkt því það sendir þau skilaboð að tilfinning þeirra reyndist réttmæt: þeir eiga ekki rétt á sömu þjónustu eins og aðrir landsmenn. Lokaorð Stjórnvöld eru meðvituð um hina miklu ábyrgð sem þau bera gagnvart alþjóðasamfélaginu og komandi kynslóðum bæði hvað varðar vernd náttúrunnar og tækifærum allra landsmanna til að lifa og njóta velsældar. En mikið hefur gengið á við stjórn íslensku þjóðarskútunnar sem á einmitt uppruna sinn í Vatnsfirðinum. Ekki hefur tekist að gefa neyð Vestfjarða nægilegan gaum og því hefur vestfirska stoltið gripið til örþrifaráða og biður um leyfi til að nýta lagaákvæðið um að afnema friðun á friðlandi sínu, því brýnir samfélagshagsmunir kalli á það. Hvernig skal svara þessu? Eftir að hafa stiklað á stóru um tilgang friðunar, loftslagsbreytingar, alþjóðasamninga, náttúruhyggju í nútímasamfélagi, hlutverk og stefnu stjórnvalda þá hlýtur svarið að liggja fyrir: Stjórnvöld axla sína ábyrgð gagnvart öllum þessum þáttum eins og þeim ber skylda til: Þau viðhalda friðun og bæta flutningskerfi raforku til Vestfjarða. Þannig yrði samfélagslegum hagsmunum alþjóðasamfélagsins bæði Vestfirðinga og annarra, best þjónað. Höfundur er að vestan og er nemi í Náttúru-og umhverfisfræði við LBHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur farið fyrir umræðu um hugsanlega vatnsaflsvirkjun í friðlandinu Vatnsdal. Vatnsdalur þessi og Vatnsfjörðurinn sem hann gengur inn úr, eru birkivaxnir griðastaðir í annars nokkuð hrjóstrugu landslagi Vestfjarða. Þeir voru friðaðir fyrir hálfri öld vegna einstakrar gróðursældar sem framtíðarkynslóðir, þ.e. við, fengjum að njóta. Þarna gekk Hrafna-Flóki upp á Lónfell, spölkorn frá fyrirhuguðum vatnsaflsvirkjanasvæðum og nefndi landið Ísland. Meðal annars vegna þessa, þá stendur til að svæðið verði hluti af fyrirhuguðum Dynjandisþjóðgarði. Stofnun þjóðgarðsins hefur þó tafist í 2 ár vegna virkjanahugmyndanna því slíkar framkvæmdir eru bannaðar með lögum í þjóðgarði. Til að komast hjá þessari hindrun þá er nú rætt um að Vatnsdalur verði ekki hluti af þjóðgarðinum og að friðun hans verði að hluta afnumin til að byggja megi vatnsaflsvirkjun. Afnám friðunar á friðlandi fyrir vatnsaflsvirkjanir eru engin nýmæli á Íslandi. Fræg er sú klofnun íslensks samfélagsins sem varð í kringum áform um Kárahnjúkavirkjun um og eftir síðustu aldamót og heimafólk mótfallið virkjun fluttist jafnvel úr landshlutanum. Vitað var að virkjunin hefði áhrif á friðaða landið Kringilsárrana og svo Vesturáröræfi sem voru á náttúruminjaskrá. Vegna fyrirséðra mikilla umhverfisraskana þá hafnaði Skipulagsstofnun þessum framkvæmdum og þóttu það tíðindi fyrir stofnunina. Umhverfisráðherra sneri hins vegar við úrskurði stofnunarinnar og virkjunin var byggð. B-liður 44. greinar laga um náttúruvernd Í fyrstu grein laga um náttúruvernd segir að markmið þeirra sé að „vernda til framtíðar fjölbreytni íslenskrar náttúru, þar á meðal líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og fjölbreytni landslags. Þau eiga að tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru á eigin forsendum og verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“. En b-liður 44. greinar sömu laga veitir þó ráðherra möguleika að afnema eða breyta friðlýsingu svæðis „ef mjög brýnir samfélagshagsmunir krefjast þess“. Því hlýtur að vera spurt, hvað teljast mjög brýnir samfélagshagsmunir? Er átt við samfélagshagsmuni í ákveðnum radíus í kringum friðaða svæðið eða nær það til allra landsmanna eða til alþjóðasamfélagsins? Er það þegar hagvöxtur hefur fengið eitthvert þak vegna orkuskorts? Eða þegar búist er við fólksflótta eða þá heilsutjóni? Hversu alvarlega þarf ástand að bitna á samfélagi til þess að það sé réttlætanlegt að fórna náttúru sem er álitin svo einstök að hún er friðlýst? Mannhyggja og náttúruhyggja Vegna þess hve stórt er spurt þá er ekki úr vegi að huga að siðfræðinni á bak við ákvörðun um verndun. Viðhorfi fólks gagnvart náttúrunni má skipta í mannhyggju og náttúruhyggu. Mannhyggjan leggur áherslu á að maðurinn sé eina siðferðisveran og að meta beri náttúruna og hennar lífríki eftir því hversu vel hún þjóni hagsmunum hans. Náttúruhyggjan leggur hins vegar áherslu á að náttúran sé jafn rétthá manninum og að sérhver lífvera og vistkerfi hafi eigið gildi og tilverurétt óháð manninum. Þessar skilgreiningar skipta máli því að sumir vilja meina að mannhyggjan standi fólki fyrir þrifum þegar kemur að því að bregðast við loftslagsbreytingum. Sagt er að svo lengi sem við tökum ekki tillit til alls lífs, hvort sem það veiti okkur beinan ágóða eða ekki, þá getum við ekki viðhaldið náttúrunni sem er forsenda m.a. okkar lífs á jörðinni. Þetta er vegna þess að vistkerfi náttúrunnar eru svo óendanlega flókin að eitthvað sem okkur kann að sýnast ómerkilegt getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir okkur, svo ekki sé minnst á allt annað. Umræður dagsins í dag sýna að tímarnir eru að breytast. Fólk er orðið meðvitaðra um hættuna sem fylgir loftslagsbreytingum og mikilvægi náttúrunnar og vistkerfa hennar til að stemma stigum við þessa hættu. Útvöldum náttúrufyrirbærum hafa verið veitt réttindi manneskju á Nýja Sjálandi og Brasilíu og nýverið hvatti Evrópuráðið aðildaríki sín til að glæpavæða og sækja til saka aðila sem framkvæma vistmorð. Hvatt er til að vistmorð verði ný tegund glæps samkvæmt Alþjóðaglæpadómstólnum. Vistmorð eru gjöreyðing náttúru og vistkerfa, aðgerðir sem farið er í þrátt fyrir að miklar líkur séu á alvarlegum, útbreiddum eða langvarandi skemmdum á umhverfinu. Viðbrögð við ályktun Evrópuráðsins hafa ekki látið á sér standa og eru yfirvöld landa farin að huga að þessum málum. Mannhyggjan virðist því á undanhaldi í æðstu stofnunum heims og náttúran komin með sterkari rödd heldur en á 7. áratugnum þegar „Raddir vorsins“ þögnuðu. Brýnir hagsmunir alþjóðasamfélagsins Við sjáum afleiðingar loftslagsbreytinga úti í heimi en líka hér á Íslandi í tíðari ofsaveðrum, ágangi sjávar, vatnsflóðum yfir tún og ofanflóðum úr hlíðum. Vegna þessa þá hafa þjóðir heims tekið höndum saman og sammælst um ýmsar skuldbindingar og samninga sem eiga m.a. að draga úr tíðni þessa með því að koma okkur réttu megin við þolmörk Jarðar (e. Planetary Boundaries). Við erum þegar komin yfir sex af níu þolmörkum Jarðarinnar. Það að fara yfir þolmörk þýðir að við erum komin á óvissustig um hvort hægt verði að laga ástandið aftur og það að fara yfir ein þolmörk hefur áhrif á önnur. Sem dæmi má nefna að það að nýta ósnortið land hefur áhrif á líffræðilega fjölbreytni. Tegundaútdauði er núna a.m.k. 10 sinnum hraðari en síðustu 10 milljón árin. Enda hefur 75% lands á jörðinni verið nýtt, 85% mýrlendis verið þurrkað upp og aðeins 37% stærri áa í heiminum eru óraskaðar eða tvær af fjórtán í Evrópu. Ferskvatnsnotkun er einmitt ein af þeim þolmörkum sem við höfum farið yfir. Það er því nokkuð ljóst að afnám friðunar friðlands fyrir vatnsaflsvirkjun reynir mjög á mörk þeirra alþjóðasamninga sem Ísland á aðild að og stjórnvöldum ber að taka mið af þeim samkvæmt umræddum b-lið 44. laga, þegar tekin er ákvörðun um afnám friðunar. Þetta eru samningar eins og Bernarsamningurinn um vernd plantna og dýra, Lífríkisvernd á norðurslóðum (CAFF), CBD samningurinn um líffræðilega fjölbreytni sem felur m.a. í sér að tryggja að nýting lífrænna auðlinda sé sjálfbær, AEWA samningurinn um vernd votlendisfarfugla og búsvæði þeirra. Sem og Bonn áskorunin um endurheimt skóga og þar hefur Ísland valið að leggja áherslu á verndun og endurheimt okkar innlendu birkiskóga. Að auki reyna áform um vatnsaflsvirkjun í friðlandi á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þetta eru markmiðin um sjálfbæra orku, góða atvinnu og hagvöxt, nýsköpun og uppbyggingu, sjálfbærar borgir og samfélög, ábyrga neyslu og framleiðslu og heimsmarkmiðin um líf í vatni og líf á landi. Að lokum reynir þetta á stefnu stjórnvalda sjálfra í orkustefnu til 2050 þar sem segir að orkunýtni skuli vera sjálfbær og í því felist að lágmarka sóun og það muni draga úr þörf á nýjum virkjunum. Þar segir að huga verði m.a. að mati á verndargildi náttúrunnar til lengri og skemmri tíma. Bent er á að virkjanir hafi sýnileg áhrif í umhverfinu og því þurfi þær að vera á stöðum þar sem sátt ríkir um staðsetningu þeirra. Brýnir samfélagshagsmunir Vestfjarða En hvað með „brýna samfélagshagsmuni“ Vestfjarða? Í fjölmörgum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna (sjálfbær orka, góð atvinna og hagvöxur, nýsköpun og uppbygging, sjálfbærar borgir og samfélög, ábyrg neysla og framleiðsla) er rætt um mikilvægi þess að samfélög geti dafnað á sjálfbæran hátt. Það er einmitt það sem Vestfirðingar leitast við að gera. Allt frá því að rafmagn fór að berast um landið út frá vatnsaflsvirkjunum hafa þeir átt í basli með að fá sinn skerf m.a. vegna lélegs flutningskerfis sem bitnar á velsæld í landshlutanum. Núna þegar stóriðja hefur fundið sér stað á Vestfjörðum í laxeldi og kalkþörungavinnslu og svo fyrirhuguð orkuskipti og aukinn fólksfjöldi, þá hefur orkuþörf margfaldast. Flutningstakmarkanir nú hafa orsakað afhendingarrof og notkun á varaafli með jarðefnaeldsneyti. Þörf er á tafarlausum aðgerðum en svo virðist sem Vestfirðingar hafi ekki náð eyrum yfirvalda í áratugi. Mögulega dregur fjarlægðin úr hljóðgæðum. En núna er þolinmæðin á þrotum og vestfirska blóðið segir þeim að bjarga sér þá sjálfir. Í skýrslu vestfirsks starfshóps um orkumál segir að ástæður flutningstakmarkana séu m.a. takmarkanir á byggðalínunni, það standi til bóta með endurnýjaðri línu en dugi þó ekki til. Í skýrslunni segir: „Aðrir þættir hafa einnig áhrif, s.s. lágur kerfisstyrkur“. Skýrsluhöfundar segja hann vera vegna takmarkaðrar orkuframleiðslu á Vestfjörðum. Niðurstaða starfshópsins er því m.a. sú að byggja þurfi upp orkuvinnslu á Vestfjörðum til að auka kerfisstyrkinn. Mælt sé með því að byggja virkjun sem hafi að lágmarki 20-50 MW í uppsettu afli. Sá virkjanakostur sem skýrsluhöfundum hugnast best er virkjun í friðlandinu Vatnsdal í Vatnsfirði með uppsett afl á bilinu 20-30 MW. Í skýrslu segir: „Lagt er til að ráðherra skoði hvort fýsilegt sé að lyfta friðlýsingarskilmálum friðlandsins í Vatnsfirði svo hægt sé að taka Vatnsfjarðarvirkjun til umfjöllunar í rammaáætlun 4 eða öðru því regluverki sem Alþingi kann að ákveða varðandi mögulega virkjanakosti“. Með öðrum orðum, eftir að hafa beðið eftir almennilegu flutningskerfi til Vestfjarða í tugi ára þá er nóg komið og við gerum þetta bara sjálf. Hvaða annarri niðurstöðu var hægt að komast að í þessari skýrslu? Var hægt að mæla með því að bíða í enn fleiri áratugi eftir að stjórnvöld tækju við sér og endurbættu flutningslínur? Vestfirðingar hafa sitt stolt og láta þetta ekki viðgangast lengur. En það er svo annað mál hvort óbragð hafi verið í munni við að missa við þetta, sitt dýrmætasta fjöregg sem er óspillt náttúra landshlutans. Þjónustuskylda stjórnvalda Stjórnvöld, ráðherra, ráðuneyti og undirstofnanir bera skýra ábyrgð á orkuöryggi í landinu. Í stefnu um orkumál til ársins 2050 er hamrað á því að orkuþörf samfélags eigi að vera uppfyllt, þar sé almenningur í forgangi og tryggja eigi öryggi íbúa og samfélags. Þar segir einnig að orkan þurfi að vera aðgengileg og á samkeppnishæfu verði um allt land með jöfnun á dreifikostnaði milli þéttbýlis og dreifbýlis. Flutningskerfið þurfi að vera skilvirkt og leitast við að lágmarka sóun, þetta verði gert með endurnýjuðu flutnings- og dreifikerfi. Í stefnunni segir einnig að nú sé orðið tæknilega gerlegt að leggja rafstreng frá Íslandi til annarra landa, að ítarlegar greiningar hafi verið gerðar á þessu undanfarin ár. Í ljósi þessa þykir það skjóta skökku við að ekki hafi ennþá verið unnt að veita Vestfirðingum næga orku. Samkvæmt núgildandi orkustefnu ætti þetta að vera algjört forgangsatriði. Það ætti einnig að vera gerlegt að veita nægilega háum kerfisstyrk (sem rætt er um í skýrslu vestfirska starfshópsins) frá Suðurlandsundirlendinu til Vestfjarða, ef hægt er að leiða orku til þegna annarra landa. Það sætir furðu að nú sé yfir höfuð rætt um virkjun á Vestfjörðum þegar aðrir landsmenn fá næga orku frá meginvirkjunum á viðráðanlegu verði. Það ber sterkan keim af landshlutamismunun að Vestfirðingar þurfi að fórna friðlandi sínu og sinni einstöku og viðkvæmu túndru til að fá nægilega orku til að lifa. Að þessu sögðu þá yrði það áfall fyrir Vestfirðinga ef vestfirsk virkjun yrði samþykkt því það sendir þau skilaboð að tilfinning þeirra reyndist réttmæt: þeir eiga ekki rétt á sömu þjónustu eins og aðrir landsmenn. Lokaorð Stjórnvöld eru meðvituð um hina miklu ábyrgð sem þau bera gagnvart alþjóðasamfélaginu og komandi kynslóðum bæði hvað varðar vernd náttúrunnar og tækifærum allra landsmanna til að lifa og njóta velsældar. En mikið hefur gengið á við stjórn íslensku þjóðarskútunnar sem á einmitt uppruna sinn í Vatnsfirðinum. Ekki hefur tekist að gefa neyð Vestfjarða nægilegan gaum og því hefur vestfirska stoltið gripið til örþrifaráða og biður um leyfi til að nýta lagaákvæðið um að afnema friðun á friðlandi sínu, því brýnir samfélagshagsmunir kalli á það. Hvernig skal svara þessu? Eftir að hafa stiklað á stóru um tilgang friðunar, loftslagsbreytingar, alþjóðasamninga, náttúruhyggju í nútímasamfélagi, hlutverk og stefnu stjórnvalda þá hlýtur svarið að liggja fyrir: Stjórnvöld axla sína ábyrgð gagnvart öllum þessum þáttum eins og þeim ber skylda til: Þau viðhalda friðun og bæta flutningskerfi raforku til Vestfjarða. Þannig yrði samfélagslegum hagsmunum alþjóðasamfélagsins bæði Vestfirðinga og annarra, best þjónað. Höfundur er að vestan og er nemi í Náttúru-og umhverfisfræði við LBHÍ.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun