Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Oddur Ævar Gunnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 9. nóvember 2023 12:04 Brittney og félagar höfðu ekki skoðað tölvupóstinn og voru því að vonum svekkt að koma að lokuðum dyrum lónsins. Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Eins og fram hefur komið ákváðu rekstraraðilar Bláa lónsins að loka lóninu í eina viku frá og með deginum í dag. Þá hafa aðföng hjá ýmsum birgjum verið afpöntuð um óákveðinn tíma. Skoðuðu ekki tölvupóstinn Brittney, John, Mike og Brenny eru ekki viss hvað þau ætla að gera fyrst Bláa lónið er lokað. Þau höfðu fengið tölvupóst um lokunina en ekki séð hann þegar þau mættu. „Við fengum tölvupóst en ég skoðaði hann ekki. Þetta er mjög leiðinlegt,“ sagði John. Vissuð þið hvers vegna það er lokað? „Jarðskjálftavirknin?“ spurði hópurinn sem gisti í Reykjavík og hafði ekki fundið fyrir einum einasta skjálfta. Þau voru miður sín þegar þau komust að því að lónið yrði lokað í viku. Ekkert svo svekkt Ashley Anga, ferðamaður frá Malasíu, segist heppin að fá að mynda Bláa lónið að innan. Hún á von á endurgreiðslu á miða sínum. Fyrst lónið sé lokað þá hafi hún ástæðu til að heimsækja Ísland aftur. „Við vorum tólf og keyptum miða í gegnum ferðaskrifstofu,“ segir Ashley sem segir að hópnum hafi verið tjáð að þau myndu fá endurgreitt. Eruð þið svekkt? „Ekkert svo, kannski smá. En það er betra að huga að örygginu. Við fáum að taka myndir inni og ég er heppin, að fá að vera í viðtali við Bláa lónið,“ segir Ashley hlæjandi. Ertu hrædd við mögulegt eldgos? „Líklega ekki. Þess vegna fórum við. En hundrað jarðskjálftir í nótt, það er ógnvekjandi. En þetta er lífsreynsla og ástæða fyrir okkur til að koma aftur.“ Svaf á Reykjanesinu en fann enga skjálfta í nótt Mo frá Bretlandi lagði leið sína í Bláa lónið í morgun. Hann gisti í Vogum en svaf svo sjúpum svefni að hann fann ekki fyrir neinum skjálftum í nótt. Hann er spenntur fyrir einhverju nýju í lífið, til dæmis eldgosi. „Ég vissi það ekki, ég var bara að komast að því núna,“ segir Mo. „Ég sef mjög værum svefni. Svo ég fann ekkert,“ segir ferðamaðurinn sem segist svekktur yfir lokun Bláa lónsins en hefur ekki áhyggjur af því að finna ekki eitthvað annað að gera. „Ég hef aldrei séð eldgos áður. Þannig að þetta er nýtt fyrir mér. Ætli ég sé ekki bara spenntur fyrir því, einhverju nýju í lífið.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Bláa lónið Grindavík Tengdar fréttir Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Afpanta aðföng um óákveðinn tíma Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að afpanta öll aðföng sem keypt höfðu verið af birgjum. Staðan verður tekin aftur eftir helgi. 9. nóvember 2023 09:07