David Cameron nýr utanríkisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 10:27 David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra. AP/Alberto Pezzali David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra. Rishi Sunak, forsætisráðherra, rak Suella Braverman úr embætti innanríkisráðherra í morgun og réði James Celverly, fyrrverandi utanríkisráðherra, í stað hennar. Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira
Braverman hafði gagnrýnt það hvernig lögregluyfirvöld í Bretlandi tóku á mótmælum gegn hernaði Ísraela á Gasaströndinni. Sakaði hún lögregluna um að taka á vinstri sinnuðum mótmælendum með silkihönskum og taka á hægri sinnuðum mótmælendum af meiri hörku. David Cameron var forsætisráðherra fyrir Íhaldsflokkinn frá 2010 til 2016. Hann hefur ekki setið á þingi en þar sem ráðherrar þurfa að vera þingmenn mun Cameron taka sæti í Lávarðadeild breska þingsins, samkvæmt frétt Guardian. The Rt Hon @David_Cameron has been appointed Secretary of State for Foreign, Commonwealth and Development Affairs @FCDOGovUK pic.twitter.com/r9fL9dIgzs— UK Prime Minister (@10DowningStreet) November 13, 2023 Cameron sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda greiddi atkvæði með því að Bretar segðu sig úr Evrópusambandinu. Cameron var andvígur því en samþykkti að halda þjóðaratkvæðagreiðslu til að þagga niður í háværum hópi þingmanna Íhaldsflokksins. Hann barðist fyrir því að Bretar yrðu áfram í Evrópusambandinu. Athygli hefur vakið að undanfarin ár hefur Cameron komið að stjórn fjárfestinasjóðs sem talinn er tengjast yfirvöldum í Kína. Cameron hefur skrifað yfirlýsingu á X (áður Twitter) þar sem hann segist hafa glaður orðið við þeirri beðni um að taka við embættinu. Hann segir Breta standa frammi fyrir ýmsum áskorununm á alþjóðasviðinu og þar á meðal séu stríðin í Úkraínu og á Gasaströndinni. Hann segir að á þessum róstursömu tímum sé mikilvægt fyrir Breta að standa við bak bandamanna sinna, styrkja vinasambönd og tryggja að raddir þeirra heyrist á alþjóðasviðinu. „Þó ég hafi ekki verið viðloðinn stjórnmál undanfarin sjö ár, vona ég að reynsla mín, sem leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár og forsætisráðherra í sex, muni reynast mér vel í að aðstoða forsætisráðherrann í að takast á við áðurnefndar áskoranir,“ skrifaði Cameron meðal annars. The Prime Minister has asked me to serve as his Foreign Secretary and I have gladly accepted.We are facing a daunting set of international challenges, including the war in Ukraine and the crisis in the Middle East. At this time of profound global change, it has rarely been more — David Cameron (@David_Cameron) November 13, 2023
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Fleiri fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Sjá meira