Fá að sækja dýrin sem verða eftir í skammdeginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2023 13:13 Þessi köttur var í Grindavík í hádeginu þegar fyrsti hópurinn fékk að fara heim í sjö mínútur. Vísir/vilhelm Fulltrúar dýraverndarfélaga hafa gengið grænt ljós til að sækja þau dýr sem verða eftir í Grindavík í dag þegar fer að dimma. Þetta segir Anna Margrét Áslaugardóttir formaður Dýrfinnu í samtali við Vísi. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu. Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í morgun að hleypa íbúum í Grindavík heim til sín að sækja verðmæti. Íbúum og fyrirtækjum er skipt niður eftir hverfum. Dýraverndarsamband Íslands, Dýrfinna, Dýrahjálp Íslands, Kattholt, Villikettir og Villikanínur kröfðust þess eftir hádegi í gær að dýrum yrði bjargað í Grindavík og nágrenni. „Ljóst að enn er mikill fjöldi dýra á svæðinu sem er á neyðarstigi. Unnin hefur verið aðgerðaráætlun af hálfu Dýrfinnu, Dýrahjálpar Íslands, Villikatta og Kattholts þar sem staðsetning dýra sem eru á svæðinu hefur verið kortlögð.“ Kötturinn var svo fluttur út í búri í hádeginu.Vísir/Vilhelm Sjálfboðaliðar voru tilbúnir við Grindavík, með bæði mannskap, bíla og búr til að sækja dýrin sem eru í neyð. „Þegar eru dýr orðin matar- og vatnslaus á svæðinu og þarf að bregðast við strax.“ Rætt var við Önnu Margréti í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þau óskuðu eftir eftir tafarlausum stuðningi yfirvalda við að bjarga dýrum í Grindavík. Innslagið má sjá hér að neðan. Anna Margrét hjá Dýrfinnu segir fulltrúa hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum hafa staðfest við hana upp úr hádegi að fulltrúar dýraverndarfélaganna fengu að fara þangað seinni partinn. „Eigendur eru að fara inn og fá að sækja verðmæti, dýr eru verðmæti. Dvo þegar fer að dimma og eigendur fara af svæðinu förum við inn með lögreglu og björgunarsveitum.“ „Ég veit að einhverjir eigendur misstu frá sér kettina þegar þeir voru að reyna að bjarga þeim. Við grípum þá sem við sjáum í kvöld.“ Dýraverndarfélögin sex sem sameina krafta sína. Fjölmargir húseigendur í Grindavík höfðu komið húslyklum til Dýrfinnu í þeirri von um að þau fengu að sækja dýrin. Anna Margrét og félagar eru tilbúin ða lokunarpósti eitt með lyklana. „Mér skilst að það sé búið að bjarga öllum dúfum, sem voru vel yfir hundrað. Svo erum við með búr til að lána ef fólk gleymir búrunum sínum. Við höfum fengið símtöl frá nokkrum eigendum sem gleymdu búrum.“ Anna Margrét segir að þegar búið verður að fara með íbúa í dagsbirtu þá fái þau að fara í fylgd að hafa uppi á þeim dýrum sem eftir urðu.
Dýr Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02 Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Þula, Yrja og Þengill bíði eftir að þeim sé hleypt út Fulltrúar dýraverndunarsamtaka biðu í allan dag við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi eftir leyfi til að fara inn í Grindavík en fengu það ekki. Dýrfinna og Kattholt hafa kortlagt staðsetningu dýra í bænum, safnað búnaði og fengið lykla að húsum eigenda til að bjarga dýrunum. 12. nóvember 2023 22:02
Vaktin: Grindvíkingar búi sig undir gríðarlegt tjón Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46