Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 09:00 Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyritækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma , með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Gindvíkum þrautargönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki. Hvað vitum við ? Við vitum að ógreiddir vextir safnast inn á höfuðstól lánsins, svo frystingin hefur þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingunni . Allt frá hruni árið 2008/9 höfum við verið að súpa seyðið af frystingum lána. Ég, sem er langt í frá því að geta talið mig fjármálasnilling, persónulega er núna að borga 420.000 kr í vexti á mánuði í boði Seðlabankans, og ef ég þarf að frysta lán mitt í eitt ár má auðveldlega sjá að eign mín í húskofanum hefur rýrnað um allt að fimm milljónum, milljónum sem ég þarf svo að borga vexti af í framhaldi? Ég spyr. þykir mér nóg um fyrir. Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt. Það er sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt. Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana. Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins. Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum. Hér ríkir ekki ófremdarástand heldur neyðarástand og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrsjáanlega slátrun. Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af. Nú er komið nóg. Kæru samlandar. Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt- þið eruð næst. Og á meðan ég hef athygli ykkar; Hver vill kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum, á besta stað í Grindavík? Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Íslenskir bankar Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. Í því öngþveiti sem myndast hefur í kjölfar jarðhræringa og fólksflótta frá svæðinu hefur hver stofnunin og fyritækið á fætur öðru, svo og örlátir einstaklingar sýnt sóma sinn og samstöðu við að styðja við bök flóttafólksins sem stendur nú frammi fyrir einum stærstu áskorunum lífs síns. Þar í hóp hafa nú bæst okkar ágætu lánastofnanir. Tilboð þeirra til okkar sem nú sjáum á eftir eigum okkar og lífsstarfi í glötun er það að náðarsamlegast frysta húsnæðislán okkar um tiltekinn tíma , með þeim skilyrðum þó að allar rentur og vextir falli á höfuðstól lána okkar og komi til greiðslu þegar frystingu lýkur. Vonast undirrituð að þetta sé tilraun til spaugsemi, til þess gerð að létta Gindvíkum þrautargönguna sem fram undan er, enda svo vitfirrt boð að engum manni ætti að leynast að hér getur varla alvara legið að baki. Hvað vitum við ? Við vitum að ógreiddir vextir safnast inn á höfuðstól lánsins, svo frystingin hefur þann annmarka að minnka eigið fé í eigninni samhliða frystingunni . Allt frá hruni árið 2008/9 höfum við verið að súpa seyðið af frystingum lána. Ég, sem er langt í frá því að geta talið mig fjármálasnilling, persónulega er núna að borga 420.000 kr í vexti á mánuði í boði Seðlabankans, og ef ég þarf að frysta lán mitt í eitt ár má auðveldlega sjá að eign mín í húskofanum hefur rýrnað um allt að fimm milljónum, milljónum sem ég þarf svo að borga vexti af í framhaldi? Ég spyr. þykir mér nóg um fyrir. Það vita allir sem vilja að bankastofnanir vinna ekki fyrir okkur sem greiðum lánin. Því fullyrði ég að þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt. Það er sár stund að átta sig á því að það væri skárri kostur að sjá eftir heimili sínu undir hraun eða ofan í gjótu, en að sjá það standa heilt. Hvernig sem fer virðist því vera að við munum missa heimili okkar og lífsviðurværi, á hvorn veginn sem fer, annað hvort í gegnum forgarð helvítis eða vera gleypt af hinum skrímslunum í mynd bankastofnana. Krafan hlýtur að vera tafarlaus frysting á lán Grindvíkinga, án vaxta og verðbótasöfnunar, um umsaminn tíma. Ég kalla á alþingi Íslendinga og samfélagsins alls til þess að koma í veg fyrir að tæplega 4 þúsund manns missi heimili sín og framtíð í kjaft auðvaldsins. Ég skora á stjórnaraðstöðuna, ég skora á alþingismenn alla, ég skora á kirkjuna, ég skora á verkalýðshreyfinguna, ég skora á félagasamtök, ég skora á almenning, ég skora á alla sem telja sig hafa sóma sem manneskjur að stöðva þetta ferli með öllu móti, hvort sem heldur er með mótmælum eða lagasetningum. Hér ríkir ekki ófremdarástand heldur neyðarástand og það er með öllu ósamrýmanlegt félagslegum gildum og manngildum að fjármálastofnanir geti makað krókinn og fitað svínið á þennan hátt fyrir það sem má kalla augljósa og fyrsjáanlega slátrun. Hér erum við Grindvíkingar, heimilislaus, í framtíðarótta. Sum hver, jafnvel mörg okkar, sjá fram á atvinnumissi, fjárhagslegt hrun og þurfa á sama tíma að framfleyta fjölskyldum á óöruggum og hagnaðardrifnum húsaleigumarkaði um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta eru ekki kaldar kveðju til okkar sem horfum inn í óvissuna, þetta er svívirða. Við húseigendur sem höfum varla haft bolmagn til að greiða af lánum okkar í þeim aðstæðum og vaxtahækkunum sem við höfum staðið frammi fyrir undanfarið, sjáum nú fram á það að í miðjum hörmungum verðum við endanlega slegin af. Nú er komið nóg. Kæru samlandar. Ef bankastofnanir geta vogað sér að koma fram á þennan hátt við heilt samfélag í sárum og sparkað í liggjandi hund skulið þið vita eitt- þið eruð næst. Og á meðan ég hef athygli ykkar; Hver vill kaupa snoturt tvílyft steinhús með auka íbúð í bílskúrnum, á besta stað í Grindavík? Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun