Að eignast fyrirbura Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun