Hvar eru sértæku úrræðin fyrir fatlað fólk á húsnæðismarkaði? María Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2023 15:31 Heilsutjón er ávísun á húsnæðisvanda á Íslandi í dag. Sérstaklega ef þú fæðist með þroskahömlun eða veikist á geði. Er ekki eitthvað alveg galið við það? Hvar liggur verðmætamatið okkar og hverskonar pólitík er það sem rúmar ekki okkar minnstu bræður og systur? Þarf að vera samasem merki á milli fötlunar og þess að missa þau mannréttindi að eiga þak yfir höfuðið? Ég get gefið ykkur nokkur dæmi um birtingarmyndirnar: Svanhildur taldi sig vera að kvefast þegar hún fór að taka eftir því að henni var þungt fyrir brjósti. Hún var sextug og búin að vinna sem bankastarfsmaður í áratugi. Hún taldi sig nokkuð vel setta en hún og maðurinn heinnar bjuggu í eigin íbúð. Eitt kvöldið var hún send með sjúkrabíl á spítala í andnauð. Hún greindist með lungnateppu og var gert að hætta vinnu og fara á örorkubætur. Það var henni mikið áfall enda búin að standa sína plikt öll þessi ár. Ekki þurfti hún einungis að horfast í augu við það að vera allt í einu orðin óvinnufær heldur hrapaði hún niður í tekjum, hún skildi við manninn sinn missti húsnæðið sitt og var komin á leigumarkaðinn innan skamms. Svanhildur þurfti að finna sér nýlegt húsnæði laust við gömul byggingarefni til að forðast allt sem gæti farið í öndunarfærin og var fljótlega búin að finna sig í þeirri stöðu að þurfa að leigja af hagnaðardrifnu leigufélagi og greiða yfir 75% launa sinna í húsaleigu. Hún hafði eilítinn lífeyri eftir tímann sem húnn vann hjá bankanum og var þá rétt skriðin yfir tekju og eignarmörk til að eiga rétt á húsnæðisbótum og öðrum stuðningi. Svona var hennar staða og það fyrir allar stýrivaxtahækkanir seðlabankans. Svanhildur er ekki minna virði en aðrir en er metin einskis af verðleikasamfélaginu sem við búum í. Magnea er með Down syndrome, hún á unnusta sem heitir Arnar og eru þau trúlofuð til sex ára. Arnar fæddist með þroskahömlun. Magnea býr í íbúðakjarna og unnusti hennar á herbergjasambýli með hóp af öðrum karlmönnum. Þau hafa verið kærustupar í 6 ár og heimsækja hvort annað samkvæmt plani. Hann fær að gista hjá henni helming vikunnar og hún hjá honum hina vikuna. Rúmið hans Arnars er allt of mjótt enda kemst ekki stærra rúm í herbergið og Magnea á það til að rúlla út úr því. Þau rífast stundum yfir þessu. Það hentar þeim vel að vera innan um vini sína enn þá þrátt fyrir að vilja líka vera saman en þau eru að eldast og það er ekkert gott að rúlla á gólfið. Þau eru nefnilega ekki unglingar þó svo að þjónustan við þau sé sett upp þannig. Þau eru á fimmtugs aldri. Þau eru bæði í vinnu en launin þeirra eru bara sýndarlaun. Og vinnan er í raun bara sýndarvinna, er í raun iðjuþjálfun þrátt fyrir að þau skili vinnuframlagi. Þau eiga engan möguleika á því að auka tekjur sínar og leigja saman íbúð eða kaupa. Ef þau myndu geta það er aftur komin spurning um þjónustu heim. Bæði fæddust þau með þroskahömlun og eru því kerfislæga á Íslandi í dag metin minna virði en annað fólk. Þau eiga engan séns á því að kaupa húsnæði. Hafa aldrei átt hann og munu aldrei eiga hann. Það er ekkert sértækt greiðslumat né lánaflokkur sem gæti stutt við fólk eins og Magneu og Arnar. Þráinn er 42ja ára helgarpabbi. Hann er með geðklofa. Hann leigir litla þriggja herbergja íbúð á frjálsum markaði á 230 þúsund á mánuði. Hann á dóttur sem kemur stundum til hans og á herbergi hjá honum. Hann vill vera til staðar fyrir hana. Hún er það mikilvægasta í hans lífi. Hann fær hvorki sérstakar húsaleigubætur né þær hefðbundnu því hann færi ekki leigusamning. Hann á ekki mikið afgangs í fæði. Hann reynir að elda ódýrt og mamma hans býður honum í mat einu til tvisvar í viku. Hann er dæmdur til fátæktar og getur bara boðið dóttur sinni hlutdeild í þeirri fátækt þó hann reyni að láta það ekki sjást þá daga sem hún dvelur hjá honum. Ekkert kerfi er til staðar til að grípa Þráinn og koma honum í skjól en hann gæti þurft að bíða í 3 til 7 ár eftir að komast í óhagnaðardrifið húsnæði. Hann biður ekki um margt en hann er ekki merkilegur pappír í augum verðleikasamfélagsins. Jakob og Svava eru par um þrítugt. Þau eru bæði á einhverfurófi og funkera ekki á vinnumarkaði bæði voru þau að leigja af óhagnaðardrifnun félögum þegar þau kynntust. Þau eru í litlum íbúðum annars vegar íbúð á vegum Félagsbústaða og hins vegar Brynju húsfélags. Brynja hefur raunar tekið upp samvinnu við sum sveitarfélög og nýtir stofnframlög þeirra. Það vekur upp þær spurningar hvor sveitarfélögin komi sér undna því að byggja fyrir fatlað fólk. Nógu lítið er í eignasafni flestra sveitarfélaganna fyrir. Jakob og Svava myndu vilja leigja saman stærri íbúð en þurfa að bíða í mörg ár á milliflutnings lista hjá öðru hvoru félaginu. Það flækir málin enn frekar að þau búa ekki í sama sveitarfélagi. Þau voru þegar búin að velkjast um í kerfinu í mörg ár áður en þau fengu þó þessar íbúðir. Húsaleigan þeirra beggja hefur hækkað mikið síðustu misseri en ekki bara hafa stýrivaxtahækkanir áhrif á húsaleiguna heldur leyfa óhagnaðardrifnu félögin sér að hækka reglulega leiguna vegna vaxtarstigs og hafa einnig verið að jafna út húsaleigu á eignasafninu þar sem sumir leigja mjög gamlar íbúðir og greiða lága leigu en aðrir nýjar íbúðir í lyftuhúsum og greiða háa leigu. Fæstir hafa eitthvað um það að segja þegar neyðin kallar. Þú tekur einfaldlega þá íbúð sem býðst. Svava og Jakob búa einnig í sitthvoru sveitarfélaginu til að gera málin enn flóknari. Verðleikasamfélagið setur þau og úrlausnir þeirra mála aftarlega á forgangslistann. Þau munu aldrei geta keypt sér húsnæði eins og staðan er í dag. Kerfið okkar metur virði þeirra ekki mikils og þau ná ekki að leggja fyrir. Stór hluti þess fólks sem býr í hjólhýsabyggðinn okkar, fólkið sem fær hvergi að vera, er fólk sem glímir við fötlun. Hvað er annað í stöðunni en að gera húsnæðisleysið að einhverskonar lífsstíl. En það er heldur ekki vel séð. Í rannsókn sem Félagsvísindastofnun gerði á síðasta ári og í nýrri skýrslu ÖBÍ réttindasamtakakemur fram að þriðjungur þess fatlaða fólks sem býr í eigin húsnæði eignaðist húsnæðið áður en það fatlaðist eða fékk greiningu. Aðeins þriðjungur þeirra sem fara í gegnum greiðslumat vegna kaupa eða endurfjármögnunar kemst í gegnum nálaraugað. Sá hópur sem ekki nær að eignast sitt húsnæði hefur farið stækkandi og ungt fólk sem fer út á eignamarkaðinn milli þrítugs og fertugs inniheldur sífellt færra fatlað fólk. Þau eiga ekki uppá pallborðið í verðleikasamfélagi Íslendinga. Þau eru afgangsstærð og hefur staða þeirra aðeins versnað á síðustu 13 árum. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið fjármálavæddur í ræmur og hér eru engin beisli né axlabönd til að hemja markaðinn og tryggja að hann þjóni okkar minnstu bræðrum og systrum. Kjartan Þór Ingason starfsmaður húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka skrifar í grein sinni á dögunum að hann skori á minni sveitarfélög að stækka félagslegt eignasafn sitt svo þau komist með tærnar þar sem Reykjavíkurborg hefur hælana. Ég tek undir með Kjartani en vil hins vegar minna Reykjavíkurborg á að hún er höfuðborg Íslands og ætti með réttu að eiga mun hærri prósentu eigna í félagslegri útleigu. Þar ættu verkamann, einstæðir foreldrar námsmenn og eldri borgarar að eiga aðgang að húsnæði ásamt fötluðu fólki og sú blöndun ætti að vera næg til þess að að koma í veg fyrir að fatlað fólk og aðrir verði jaðarsettir sem leigjendur á „féló”. En nei höfum tvær til þrjár íbúðir í blokk dreifðar um bæinn. Fatlað fólk í félagslegum íbúðum eða íbúðum Brynju leigufélags finnur oftast fyrir einhverskonar fordómum frá öðrum íbúum, fær að heyra það frá nágrönnum að það sé annars flokks og það á einnig erfiðara með að finna húsnæði á almennum markaði. Það vita jú allir að örorkulífeyri dugar illa fyrr gangverði á leiguhúsnæði á frjálsum markaði. Skortstefna ríkisins jaðarsetur hópinn. Ef séreignarstefnan sem hefur verið á undanhaldi á Íslandi frá hruni á að ráða áfram þá verður að búa til sérhæfðan lánaflokk og sértækt greiðslumat fyrir þennan hóp. Það má vel lengja lánstíma í lánum eins og hlutdeildarlánum svo þau þjóni þessum hópi. Eftir sem áður getur ríkið komið út í plús þegar eignir eru seldar. Eitt þarf ekki yfir alla að ganga þegar forsendurnar í verðleikasamfélaginu eru svo mismunandi, svo vitlaust gefið í upphafi. Á Íslandi er enginn pólitískur vilji til að reka mannúðlega húsnæðisstefnu og fatlað fólk er þar neðst í keðjunni. Svanhildur, Magnea og Arnar, þráinn, Jakob og Svava eru lítils metin í verðleikasamfélaginu. Sama má segja um allt það unga fatlaða fólk sem kemst ekki að heiman í dag. Þá mælist algjört húsnæðisleysi 1% í rannsókn ÖBÍ. Á bak við þá tölu eru um yfir 230 manns. Það er einu prósenti of mikið. Ég skora á yfirvöld að hysja upp um sig, setja axlabönd og belti á húsnæðismarkaðinn, svo hann virki fyrir okkar viðkvæmustu hópa. Hér er ekki lengur hægt að reka skotstefnu um húsnæðismál og horfa upp á síversnandi stöðu fatlaðs fólks á húsnæðismarkaði. Hverskonar pólitík er það? Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Heilsutjón er ávísun á húsnæðisvanda á Íslandi í dag. Sérstaklega ef þú fæðist með þroskahömlun eða veikist á geði. Er ekki eitthvað alveg galið við það? Hvar liggur verðmætamatið okkar og hverskonar pólitík er það sem rúmar ekki okkar minnstu bræður og systur? Þarf að vera samasem merki á milli fötlunar og þess að missa þau mannréttindi að eiga þak yfir höfuðið? Ég get gefið ykkur nokkur dæmi um birtingarmyndirnar: Svanhildur taldi sig vera að kvefast þegar hún fór að taka eftir því að henni var þungt fyrir brjósti. Hún var sextug og búin að vinna sem bankastarfsmaður í áratugi. Hún taldi sig nokkuð vel setta en hún og maðurinn heinnar bjuggu í eigin íbúð. Eitt kvöldið var hún send með sjúkrabíl á spítala í andnauð. Hún greindist með lungnateppu og var gert að hætta vinnu og fara á örorkubætur. Það var henni mikið áfall enda búin að standa sína plikt öll þessi ár. Ekki þurfti hún einungis að horfast í augu við það að vera allt í einu orðin óvinnufær heldur hrapaði hún niður í tekjum, hún skildi við manninn sinn missti húsnæðið sitt og var komin á leigumarkaðinn innan skamms. Svanhildur þurfti að finna sér nýlegt húsnæði laust við gömul byggingarefni til að forðast allt sem gæti farið í öndunarfærin og var fljótlega búin að finna sig í þeirri stöðu að þurfa að leigja af hagnaðardrifnu leigufélagi og greiða yfir 75% launa sinna í húsaleigu. Hún hafði eilítinn lífeyri eftir tímann sem húnn vann hjá bankanum og var þá rétt skriðin yfir tekju og eignarmörk til að eiga rétt á húsnæðisbótum og öðrum stuðningi. Svona var hennar staða og það fyrir allar stýrivaxtahækkanir seðlabankans. Svanhildur er ekki minna virði en aðrir en er metin einskis af verðleikasamfélaginu sem við búum í. Magnea er með Down syndrome, hún á unnusta sem heitir Arnar og eru þau trúlofuð til sex ára. Arnar fæddist með þroskahömlun. Magnea býr í íbúðakjarna og unnusti hennar á herbergjasambýli með hóp af öðrum karlmönnum. Þau hafa verið kærustupar í 6 ár og heimsækja hvort annað samkvæmt plani. Hann fær að gista hjá henni helming vikunnar og hún hjá honum hina vikuna. Rúmið hans Arnars er allt of mjótt enda kemst ekki stærra rúm í herbergið og Magnea á það til að rúlla út úr því. Þau rífast stundum yfir þessu. Það hentar þeim vel að vera innan um vini sína enn þá þrátt fyrir að vilja líka vera saman en þau eru að eldast og það er ekkert gott að rúlla á gólfið. Þau eru nefnilega ekki unglingar þó svo að þjónustan við þau sé sett upp þannig. Þau eru á fimmtugs aldri. Þau eru bæði í vinnu en launin þeirra eru bara sýndarlaun. Og vinnan er í raun bara sýndarvinna, er í raun iðjuþjálfun þrátt fyrir að þau skili vinnuframlagi. Þau eiga engan möguleika á því að auka tekjur sínar og leigja saman íbúð eða kaupa. Ef þau myndu geta það er aftur komin spurning um þjónustu heim. Bæði fæddust þau með þroskahömlun og eru því kerfislæga á Íslandi í dag metin minna virði en annað fólk. Þau eiga engan séns á því að kaupa húsnæði. Hafa aldrei átt hann og munu aldrei eiga hann. Það er ekkert sértækt greiðslumat né lánaflokkur sem gæti stutt við fólk eins og Magneu og Arnar. Þráinn er 42ja ára helgarpabbi. Hann er með geðklofa. Hann leigir litla þriggja herbergja íbúð á frjálsum markaði á 230 þúsund á mánuði. Hann á dóttur sem kemur stundum til hans og á herbergi hjá honum. Hann vill vera til staðar fyrir hana. Hún er það mikilvægasta í hans lífi. Hann fær hvorki sérstakar húsaleigubætur né þær hefðbundnu því hann færi ekki leigusamning. Hann á ekki mikið afgangs í fæði. Hann reynir að elda ódýrt og mamma hans býður honum í mat einu til tvisvar í viku. Hann er dæmdur til fátæktar og getur bara boðið dóttur sinni hlutdeild í þeirri fátækt þó hann reyni að láta það ekki sjást þá daga sem hún dvelur hjá honum. Ekkert kerfi er til staðar til að grípa Þráinn og koma honum í skjól en hann gæti þurft að bíða í 3 til 7 ár eftir að komast í óhagnaðardrifið húsnæði. Hann biður ekki um margt en hann er ekki merkilegur pappír í augum verðleikasamfélagsins. Jakob og Svava eru par um þrítugt. Þau eru bæði á einhverfurófi og funkera ekki á vinnumarkaði bæði voru þau að leigja af óhagnaðardrifnun félögum þegar þau kynntust. Þau eru í litlum íbúðum annars vegar íbúð á vegum Félagsbústaða og hins vegar Brynju húsfélags. Brynja hefur raunar tekið upp samvinnu við sum sveitarfélög og nýtir stofnframlög þeirra. Það vekur upp þær spurningar hvor sveitarfélögin komi sér undna því að byggja fyrir fatlað fólk. Nógu lítið er í eignasafni flestra sveitarfélaganna fyrir. Jakob og Svava myndu vilja leigja saman stærri íbúð en þurfa að bíða í mörg ár á milliflutnings lista hjá öðru hvoru félaginu. Það flækir málin enn frekar að þau búa ekki í sama sveitarfélagi. Þau voru þegar búin að velkjast um í kerfinu í mörg ár áður en þau fengu þó þessar íbúðir. Húsaleigan þeirra beggja hefur hækkað mikið síðustu misseri en ekki bara hafa stýrivaxtahækkanir áhrif á húsaleiguna heldur leyfa óhagnaðardrifnu félögin sér að hækka reglulega leiguna vegna vaxtarstigs og hafa einnig verið að jafna út húsaleigu á eignasafninu þar sem sumir leigja mjög gamlar íbúðir og greiða lága leigu en aðrir nýjar íbúðir í lyftuhúsum og greiða háa leigu. Fæstir hafa eitthvað um það að segja þegar neyðin kallar. Þú tekur einfaldlega þá íbúð sem býðst. Svava og Jakob búa einnig í sitthvoru sveitarfélaginu til að gera málin enn flóknari. Verðleikasamfélagið setur þau og úrlausnir þeirra mála aftarlega á forgangslistann. Þau munu aldrei geta keypt sér húsnæði eins og staðan er í dag. Kerfið okkar metur virði þeirra ekki mikils og þau ná ekki að leggja fyrir. Stór hluti þess fólks sem býr í hjólhýsabyggðinn okkar, fólkið sem fær hvergi að vera, er fólk sem glímir við fötlun. Hvað er annað í stöðunni en að gera húsnæðisleysið að einhverskonar lífsstíl. En það er heldur ekki vel séð. Í rannsókn sem Félagsvísindastofnun gerði á síðasta ári og í nýrri skýrslu ÖBÍ réttindasamtakakemur fram að þriðjungur þess fatlaða fólks sem býr í eigin húsnæði eignaðist húsnæðið áður en það fatlaðist eða fékk greiningu. Aðeins þriðjungur þeirra sem fara í gegnum greiðslumat vegna kaupa eða endurfjármögnunar kemst í gegnum nálaraugað. Sá hópur sem ekki nær að eignast sitt húsnæði hefur farið stækkandi og ungt fólk sem fer út á eignamarkaðinn milli þrítugs og fertugs inniheldur sífellt færra fatlað fólk. Þau eiga ekki uppá pallborðið í verðleikasamfélagi Íslendinga. Þau eru afgangsstærð og hefur staða þeirra aðeins versnað á síðustu 13 árum. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið fjármálavæddur í ræmur og hér eru engin beisli né axlabönd til að hemja markaðinn og tryggja að hann þjóni okkar minnstu bræðrum og systrum. Kjartan Þór Ingason starfsmaður húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka skrifar í grein sinni á dögunum að hann skori á minni sveitarfélög að stækka félagslegt eignasafn sitt svo þau komist með tærnar þar sem Reykjavíkurborg hefur hælana. Ég tek undir með Kjartani en vil hins vegar minna Reykjavíkurborg á að hún er höfuðborg Íslands og ætti með réttu að eiga mun hærri prósentu eigna í félagslegri útleigu. Þar ættu verkamann, einstæðir foreldrar námsmenn og eldri borgarar að eiga aðgang að húsnæði ásamt fötluðu fólki og sú blöndun ætti að vera næg til þess að að koma í veg fyrir að fatlað fólk og aðrir verði jaðarsettir sem leigjendur á „féló”. En nei höfum tvær til þrjár íbúðir í blokk dreifðar um bæinn. Fatlað fólk í félagslegum íbúðum eða íbúðum Brynju leigufélags finnur oftast fyrir einhverskonar fordómum frá öðrum íbúum, fær að heyra það frá nágrönnum að það sé annars flokks og það á einnig erfiðara með að finna húsnæði á almennum markaði. Það vita jú allir að örorkulífeyri dugar illa fyrr gangverði á leiguhúsnæði á frjálsum markaði. Skortstefna ríkisins jaðarsetur hópinn. Ef séreignarstefnan sem hefur verið á undanhaldi á Íslandi frá hruni á að ráða áfram þá verður að búa til sérhæfðan lánaflokk og sértækt greiðslumat fyrir þennan hóp. Það má vel lengja lánstíma í lánum eins og hlutdeildarlánum svo þau þjóni þessum hópi. Eftir sem áður getur ríkið komið út í plús þegar eignir eru seldar. Eitt þarf ekki yfir alla að ganga þegar forsendurnar í verðleikasamfélaginu eru svo mismunandi, svo vitlaust gefið í upphafi. Á Íslandi er enginn pólitískur vilji til að reka mannúðlega húsnæðisstefnu og fatlað fólk er þar neðst í keðjunni. Svanhildur, Magnea og Arnar, þráinn, Jakob og Svava eru lítils metin í verðleikasamfélaginu. Sama má segja um allt það unga fatlaða fólk sem kemst ekki að heiman í dag. Þá mælist algjört húsnæðisleysi 1% í rannsókn ÖBÍ. Á bak við þá tölu eru um yfir 230 manns. Það er einu prósenti of mikið. Ég skora á yfirvöld að hysja upp um sig, setja axlabönd og belti á húsnæðismarkaðinn, svo hann virki fyrir okkar viðkvæmustu hópa. Hér er ekki lengur hægt að reka skotstefnu um húsnæðismál og horfa upp á síversnandi stöðu fatlaðs fólks á húsnæðismarkaði. Hverskonar pólitík er það? Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun