Segir orðræðu og stefnu Trump enduróma ris nasismans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 08:33 Pritzker sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur af niðurstöðum skoðanakannana; kjósendur myndu gera upp hug sinn þegar valkostirnir lægju ljósir fyrir eftir landsþing flokkanna. AP/Paul Beaty „Orðræðan sem notuð er af Trump og sumum MAGA-öfgahyggjumönnum er orðræða sem var notuð upp úr 1930 í Þýskalandi og ég hef verulegar áhyggjur af stefnu landsins ef stefna á borð við þá sem Donald Trump talar fyrir verður ofan á.“ Þetta sagði JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, í viðtali á MSNBC um helgina. Pritzker, sem er gyðingur og Demókrati, segir orðræðu Trump um innflytjendur, fyrirætlanir hans ef hann kemst aftur til valda og lýsingar á pólitískum óvinum sem „meindýrum“ enduróma ris nasismans upp úr 1930. „Upp úr 1930 í Þýskalandi fóru þeir að kalla þá sem þeir vildu ekki að hefðu völd, þá sem þeir vildu aðgreina og aðskilja, „innflytjendur“... jafnvel fólk sem hafði verið í Þýskalandi margar kynslóðir. Þetta er byrjunin á því að aðgreina fólk og að lokum... afmennska og myrða fólk,“ sagði Pritzker. Pritzker sagðist ekki átta sig á því að hverju Trump stefndi; það sem hann gæti sagt væri að orðræða hans hræddi hann og aðra sem þekktu sögu Evrópu. Hann hefði verulegar áhyggjur af því hversu upptekinn Trump væri af hefnd og hvað það þýddi fyrir hópa sem styðja hann ekki í forsetakosningunum á næsta ári. „Ég endurtek það hvert sem ég fer; Donald Trump er hættulegur lýðræðinu. Hann er hættulegur ákveðnum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Og ég held að við sem höfum tækifæri til þess að varpa ljósi á það verðum að gera það,“ sagði Pritzker. Andrew Bates, einn talsmanna Hvíta hússins, tjáði sig einnig um ummæli Trump í síðustu viku og sagði sagði það að nota orð á borð við „meindýr“ um þá sem gagnrýndu stjórnvöld endurómaði einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. „Að nota hugtök á borð við það um gagnrýnisraddir væri óhugsandi fyrir landsfeður okkar en óhugnanlega kunnuglegt fyrir bandaríska hermenn sem klæddust herklæðum landsins síns upp úr 1940,“ sagði Bates. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Þetta sagði JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, í viðtali á MSNBC um helgina. Pritzker, sem er gyðingur og Demókrati, segir orðræðu Trump um innflytjendur, fyrirætlanir hans ef hann kemst aftur til valda og lýsingar á pólitískum óvinum sem „meindýrum“ enduróma ris nasismans upp úr 1930. „Upp úr 1930 í Þýskalandi fóru þeir að kalla þá sem þeir vildu ekki að hefðu völd, þá sem þeir vildu aðgreina og aðskilja, „innflytjendur“... jafnvel fólk sem hafði verið í Þýskalandi margar kynslóðir. Þetta er byrjunin á því að aðgreina fólk og að lokum... afmennska og myrða fólk,“ sagði Pritzker. Pritzker sagðist ekki átta sig á því að hverju Trump stefndi; það sem hann gæti sagt væri að orðræða hans hræddi hann og aðra sem þekktu sögu Evrópu. Hann hefði verulegar áhyggjur af því hversu upptekinn Trump væri af hefnd og hvað það þýddi fyrir hópa sem styðja hann ekki í forsetakosningunum á næsta ári. „Ég endurtek það hvert sem ég fer; Donald Trump er hættulegur lýðræðinu. Hann er hættulegur ákveðnum minnihlutahópum í Bandaríkjunum. Og ég held að við sem höfum tækifæri til þess að varpa ljósi á það verðum að gera það,“ sagði Pritzker. Andrew Bates, einn talsmanna Hvíta hússins, tjáði sig einnig um ummæli Trump í síðustu viku og sagði sagði það að nota orð á borð við „meindýr“ um þá sem gagnrýndu stjórnvöld endurómaði einræðisherra á borð við Hitler og Mussolini. „Að nota hugtök á borð við það um gagnrýnisraddir væri óhugsandi fyrir landsfeður okkar en óhugnanlega kunnuglegt fyrir bandaríska hermenn sem klæddust herklæðum landsins síns upp úr 1940,“ sagði Bates.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira