Fimmtán ára gömul sala Tottenham gæti komið liðinu í vandræði Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2023 23:00 Jermain Defoe er níundi markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 162 mörk. Þar af skoraði hann 91 mark fyrir Tottenham. Shaun Botterill/Getty Images Fimmtán ár eru síðan framherjinn Jermain Defoe var seldur frá Tottenham til Portsmouth, en þrátt fyrir það gæti Tottenham verið í vandræðum vegna sölunnar. Defoe var á sínum tíma í þrígang á mála hjá Tottenham, en eftir sína fyrstu veru hjá liðinu, á árunum 2004 til 2008, var hann seldur til Portsmouth þar sem hann lék um stutta stund áður en hann gekk aftur í raðir Lundúnaliðsins í janúar árið 2009. Portsmouth greiddi 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem á núvirði jafngildir 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá félagsskiptunum gæti Tottenham verið að lenda í vandræðum vegna sölunnar. Breski miðillinn The Times rýndi í málið og segist hafa sannanir fyrir því að Tottenham hafi notað umboðsmann í samningaviðræðunum sem hafði ekki tilskilin leyfi. Enska knattspyrnusambandið, FA, aðhafðist ekkert í málinu á sínum tíma, en segist nú geta hugsað sér að skoða ásakanirnar aftur ef ný sönnunargögn berast. 🚨 Tottenham could face a points deduction after an investigation found rules were broken in the transfer that sent Jermain Defoe to Portsmouth.The FA has said it's prepared to review any new evidence in this case.In the same year of Defoe's transfer, Luton were docked 10… pic.twitter.com/h6oytkn6ib— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 21, 2023 Komist enska knattspyrnusambandið að því að forráðamenn Tottenham séu sekir af ásökunum gæti félagið átt yfir höfði sér að stig verði dregin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Nú fyrir aðeins örfáum dögum voru tíu stig dregin af Everton fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar og sama ár og Defoe gekk í raðir Portsmouth voru tíu stig dregin af Luton fyrir að brjóta reglur um umboðsmenn. Það er því ljóst að fordæmin eru til, en fyrir brot á slíkum reglum hafa háttsettir einstaklingar innan félagana einnig verið dæmdir í bann og félög verið dæmd í félagsskiptabann. Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira
Defoe var á sínum tíma í þrígang á mála hjá Tottenham, en eftir sína fyrstu veru hjá liðinu, á árunum 2004 til 2008, var hann seldur til Portsmouth þar sem hann lék um stutta stund áður en hann gekk aftur í raðir Lundúnaliðsins í janúar árið 2009. Portsmouth greiddi 7,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, sem á núvirði jafngildir 1,3 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir að fimmtán ár séu liðin frá félagsskiptunum gæti Tottenham verið að lenda í vandræðum vegna sölunnar. Breski miðillinn The Times rýndi í málið og segist hafa sannanir fyrir því að Tottenham hafi notað umboðsmann í samningaviðræðunum sem hafði ekki tilskilin leyfi. Enska knattspyrnusambandið, FA, aðhafðist ekkert í málinu á sínum tíma, en segist nú geta hugsað sér að skoða ásakanirnar aftur ef ný sönnunargögn berast. 🚨 Tottenham could face a points deduction after an investigation found rules were broken in the transfer that sent Jermain Defoe to Portsmouth.The FA has said it's prepared to review any new evidence in this case.In the same year of Defoe's transfer, Luton were docked 10… pic.twitter.com/h6oytkn6ib— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 21, 2023 Komist enska knattspyrnusambandið að því að forráðamenn Tottenham séu sekir af ásökunum gæti félagið átt yfir höfði sér að stig verði dregin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni. Nú fyrir aðeins örfáum dögum voru tíu stig dregin af Everton fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar og sama ár og Defoe gekk í raðir Portsmouth voru tíu stig dregin af Luton fyrir að brjóta reglur um umboðsmenn. Það er því ljóst að fordæmin eru til, en fyrir brot á slíkum reglum hafa háttsettir einstaklingar innan félagana einnig verið dæmdir í bann og félög verið dæmd í félagsskiptabann.
Enski boltinn Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Fleiri fréttir Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Sjá meira