Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 23:38 Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, tilkynnti um lokanirnar á blaðamannafundi í dag. EPA-EFE/KIMMO BRANDT Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að landið starfræki átta slíkar stöðvar við 1.330 kílómetra löngu landamærin að Rússlandi. Finnsk stjórnvöld hafa sakað rússnesk yfirvöld um að beina flæði hælisleitenda til Finnlands til að hefna fyrir samstarf landsins með Bandaríkjamönnum. Þá hafa eistnesk yfirvöld sakað Rússa um hið sama. Þau saka rússnesk stjórnvöld um að reyna með þessu að raska friði í landinu og auka á óróleika á landamærum landanna. Hyggjast Eistar einnig loka landamærastöðvum á landamærum sínum að Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar. Finnar hyggjast einungis hleypa fólki inn fyrir landamærin frá Rússlandi á nyrstu landamærastöðinni sem kennd er við Raja-Jooseppi. Finnar, sem gengu til liðs við NATO fyrr á þessu ári, hafa þegar lokað fjórum landamærastöðvum. Fram kemur í frétt Guardian að í þessum mánuði hafi yfir 600 hælisleitendur mætt til Finnlands frá Rússlandi. Um sé að ræða gríðarlega aukningu en allajafna komi 0-10 slíkir hælisleitendur yfir landamærin í hverjum mánuði. Eru flestir hælisleitendanna frá Miðausturlöndum og Afríku. Áður hafa litháensk og lettnesk stjórnvöld sakað stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að gera slíkt hið sama, sumsé að beina straumi hælisleitenda sem leitað hafa til landanna yfir til nágranna sinna. Stjórnvöld þar í landi neituðu þeim ásökunum. Finnland Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að landið starfræki átta slíkar stöðvar við 1.330 kílómetra löngu landamærin að Rússlandi. Finnsk stjórnvöld hafa sakað rússnesk yfirvöld um að beina flæði hælisleitenda til Finnlands til að hefna fyrir samstarf landsins með Bandaríkjamönnum. Þá hafa eistnesk yfirvöld sakað Rússa um hið sama. Þau saka rússnesk stjórnvöld um að reyna með þessu að raska friði í landinu og auka á óróleika á landamærum landanna. Hyggjast Eistar einnig loka landamærastöðvum á landamærum sínum að Rússlandi. Rússnesk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um ásakanirnar. Finnar hyggjast einungis hleypa fólki inn fyrir landamærin frá Rússlandi á nyrstu landamærastöðinni sem kennd er við Raja-Jooseppi. Finnar, sem gengu til liðs við NATO fyrr á þessu ári, hafa þegar lokað fjórum landamærastöðvum. Fram kemur í frétt Guardian að í þessum mánuði hafi yfir 600 hælisleitendur mætt til Finnlands frá Rússlandi. Um sé að ræða gríðarlega aukningu en allajafna komi 0-10 slíkir hælisleitendur yfir landamærin í hverjum mánuði. Eru flestir hælisleitendanna frá Miðausturlöndum og Afríku. Áður hafa litháensk og lettnesk stjórnvöld sakað stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að gera slíkt hið sama, sumsé að beina straumi hælisleitenda sem leitað hafa til landanna yfir til nágranna sinna. Stjórnvöld þar í landi neituðu þeim ásökunum.
Finnland Rússland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira