Talað í sitthvora áttina Guðbrandur Einarsson skrifar 23. nóvember 2023 08:30 Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Það liggur fyrir að verðbólga er ekki að minnka. Stýrivextir eru nú þegar 9,25% og það er ekki einfalt fyrir fólk að takast á við enn frekari hækkanir afborgana sem í mörgum tilfellum hafa tvöfaldast hjá þeim sem tóku óverðtryggð lán á sínum tíma. Staðan er önnur hjá þeim sem eru með verðtryggð lán en þar horfa margir upp á það að sjá eignahlutinn í heimili sínu étast upp og jafnvel hverfa. Það er hlutverk Seðlabankans á sjá til þess að verðbólga sé innan fyrirfram ákveðinna markmiða sem eru 2,5 prósent. Seðlabankinn hefur hins vegar annað tæki en stýrivaxtahækkanir og það verður að teljast óeðlilegt að þeim sé ekki beitt í baráttunni við verðbólgu. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka er sagður mjög stór og það væri rétt af Seðlabankanum að beita honum við aðstæður sem þessar. Gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Það hefur veikst um 4,5% síðast liðna tvo mánuði og 6% síðastliðna 3 mánuði. Það að krónunni sé leyft að veikjast vinnur gegn markmiðum bankans um að ná niður verðbólgu. Í raun er óskiljanlegt að bankinn skuli leyfa gengi krónunnar að veikjast við aðstæður sem þessar. Greinendur gera sér engar vonir um að verðbólga komi til með að minnka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Það er útlit fyrir að margar fjölskyldur munu gefast upp. Að Seðlabankinn sé að vinna í sitthvora áttina gengur ekki ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni við verðbólguna og allt of háa vexti. Á sama tíma og stýrivextir á Íslandi eru 9,25% eru stýrivextir í Albaníu 3%. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn hefur nú ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni. Bankinn metur það svo að hvorki sé tilefni til hækkunar né lækkunar en helst er á honum að heyra að ef ekki væri fyrir óvissu vegna stöðunnar í Grindavík þá myndi hann hækka vexti. Það liggur fyrir að verðbólga er ekki að minnka. Stýrivextir eru nú þegar 9,25% og það er ekki einfalt fyrir fólk að takast á við enn frekari hækkanir afborgana sem í mörgum tilfellum hafa tvöfaldast hjá þeim sem tóku óverðtryggð lán á sínum tíma. Staðan er önnur hjá þeim sem eru með verðtryggð lán en þar horfa margir upp á það að sjá eignahlutinn í heimili sínu étast upp og jafnvel hverfa. Það er hlutverk Seðlabankans á sjá til þess að verðbólga sé innan fyrirfram ákveðinna markmiða sem eru 2,5 prósent. Seðlabankinn hefur hins vegar annað tæki en stýrivaxtahækkanir og það verður að teljast óeðlilegt að þeim sé ekki beitt í baráttunni við verðbólgu. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka er sagður mjög stór og það væri rétt af Seðlabankanum að beita honum við aðstæður sem þessar. Gengi krónunnar hefur verið að veikjast. Það hefur veikst um 4,5% síðast liðna tvo mánuði og 6% síðastliðna 3 mánuði. Það að krónunni sé leyft að veikjast vinnur gegn markmiðum bankans um að ná niður verðbólgu. Í raun er óskiljanlegt að bankinn skuli leyfa gengi krónunnar að veikjast við aðstæður sem þessar. Greinendur gera sér engar vonir um að verðbólga komi til með að minnka fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Það er útlit fyrir að margar fjölskyldur munu gefast upp. Að Seðlabankinn sé að vinna í sitthvora áttina gengur ekki ef við ætlum að ná einhverjum árangri í baráttunni við verðbólguna og allt of háa vexti. Á sama tíma og stýrivextir á Íslandi eru 9,25% eru stýrivextir í Albaníu 3%. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar