Óttuðust að ný gervigreind gæti ógnað mannkyninu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2023 22:08 Starfsmennirnir eru sagðir hafa skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. EPA-EFE/WU HAO Starfsmenn bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI sem sérhæft hefur sig í gervigreind, eru sagðir hafa viðrað áhyggjur sínar af nýrri gervigreind sem fyrirtækið var að vinna að áður en Sam Altman, forstjóri þess var látinn fjúka. Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Þar segir að ný útgáfa gervigreindarinnar, sem ber heitið Q*, hafi valdið sumum starfsmönnum svo miklum áhyggjum að þeir hafi skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. Segir breski miðillinn að þetta hafi gerst áður en Altman var vikið úr starfi forstjóra. Eins og fram hefur komið var Altman ráðinn aftur sem forstjóri fyrirtækisins tveimur dögum síðar. Starfsmenn og fjárfestar mótmæltu brottrekstrinum og verður stjórnarmeðlimum skipt út fyrir nýja til að greiða fyrir endurkomu hans. Q* gervigreindin er sögð hafa getað leyst einfaldar stærðfræðiþrautir sem hún hafði ekki séð áður. Var hraði þróunar hennar svo mikill að starfsmenn hafi fyllst áhyggjum af því að gervigreindin gæti ógnað mannkyninu. Fram kemur í frétt Guardian að gervigreind hafi hingað til ekki haft getuna til að leysa slíkar þrautir. Haft er eftir Andrew Rogoyski, sérfræðingi á sviði gervigreindar við háskólann í Surrey, að reynist þetta rétt sé um að ræða miklar framfarir. Áður hafa fjölmargir sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af þróun fyrirtækja líkt og OpenAI á gervigreind. Þeir hafa varað við því að þróun hennar sé of hröð en OpenAI framleiðir þekktustu gervigreind í heimi um þessar mundir, ChatGPT. Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið. Þar segir að ný útgáfa gervigreindarinnar, sem ber heitið Q*, hafi valdið sumum starfsmönnum svo miklum áhyggjum að þeir hafi skrifað stjórnendum fyrirtækisins bréf. Segir breski miðillinn að þetta hafi gerst áður en Altman var vikið úr starfi forstjóra. Eins og fram hefur komið var Altman ráðinn aftur sem forstjóri fyrirtækisins tveimur dögum síðar. Starfsmenn og fjárfestar mótmæltu brottrekstrinum og verður stjórnarmeðlimum skipt út fyrir nýja til að greiða fyrir endurkomu hans. Q* gervigreindin er sögð hafa getað leyst einfaldar stærðfræðiþrautir sem hún hafði ekki séð áður. Var hraði þróunar hennar svo mikill að starfsmenn hafi fyllst áhyggjum af því að gervigreindin gæti ógnað mannkyninu. Fram kemur í frétt Guardian að gervigreind hafi hingað til ekki haft getuna til að leysa slíkar þrautir. Haft er eftir Andrew Rogoyski, sérfræðingi á sviði gervigreindar við háskólann í Surrey, að reynist þetta rétt sé um að ræða miklar framfarir. Áður hafa fjölmargir sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af þróun fyrirtækja líkt og OpenAI á gervigreind. Þeir hafa varað við því að þróun hennar sé of hröð en OpenAI framleiðir þekktustu gervigreind í heimi um þessar mundir, ChatGPT.
Gervigreind Bandaríkin Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira