Horfum fram á veginn Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Kjaraviðræður 2023 Seðlabankinn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun