Er haframjólk full af eiturefnum? Guðrún Nanna Egilsdóttir, Rósa Líf Darradóttir og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifa 25. nóvember 2023 15:00 Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. Hvað er haframjólk? Haframjólk er jurtamjólk sem búin er til úr höfrum. Hún hefur rjómakennda áferð og milt, örlítið sætt bragð. Hún er vinsæl meðal grænkera og þeirra sem fylgja mjólkurlausu matarræði en hún inniheldur engar dýraafurðir eða laktósa. Haframjólk er búin til með því að leggja hafra í vatn og blanda. Síðan er blandan síuð til að fjarlægja agnir. Hún inniheldur trefjar, gott hlutfall kolvetna, E- vítamín og andoxunarefni og er gjarnan viðbætt með kalki og D-vítamíni. Mýtur um haframjólk 1) Hún inniheldur glýfosfat í skaðlegu magni Í einu kg af höfrum eru 0.723 mg af glýfosfati. Samkvæmt matvælaöryggisstofnuninni EFSA er örugg inntaka glýfosfats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þetta þýðir að 80 kg manneskja getur innbyrt 40 mg á dag án þess að það sé skaðlegt. Manneskjan þyrfti að drekka rúma 550 lítra af haframjólk eða borða 55.3 kg af höfrum á dag til að innbyrða glýfosfat í skaðlegu magni. 2) Hún inniheldur fýtinsýru sem hindrar upptöku næringarefna Fýtinsýra hindrar ekki upptöku efna en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Hún getur bundist þeim í meltingarveginum sem veldur því að þau frásogast verr. Þetta gerist þó einungis ef efnin eru borðuð í sömu máltíð og fýtinsýran. Önnur efni í fæðunni vinna svo gegn þessu með því að auka upptöku á ofangreindum næringarefnum. Gott dæmi um þetta er C-vítamín sem eykur upptöku járns. Þeir sem borða fjölbreytta og næringarríka fæðu fá nóg af þessum efnum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af skorti. Þá getur fýtinsýra haft jákvæð áhrif á heilsu vegna andoxunareiginleika og þannig mögulega verndað gegn DNA skemmdum og krabbameinsfrumuvexti. 3) Hún inniheldur repjuolíu sem er óholl Undanfarið hefur verið vinsælt að halda fram skaðsemi repjuolíu sem byggist þó ekki á neinum traustum vísindalegum grunni. Þvert á móti getur repjuolía sem fitugjafi talist holl fyrir okkur. Hún inniheldur mikið magn ómettaðra fitusýra, sérstaklega fjölómettaðra fitusýra (omega-6 og omega-3), sem gerir hana einstaklega næringarríka. Í repjuolíu eru einnig ýmis virk efni sem geta dregið úr líkum á sykursýki og krabbameini, ásamt því að vernda hjartað. 4)Hafrar innihalda mikið af þungmálminum kadmíumÞungmálmar finnast í einhverju magni í ýmsum matvælum. Í tengslum við hafra þá hefur kadmíum helst verið nefndur. Kadmíum er til staðar í jarðveginum og finnst í fjölda matvæla í mismunandi styrk. Samkvæmt EFSA er örugg inntaka 5.8 mcg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á viku. Fyrir 80 kg manneskju eru það 464 mcg á viku. Í 100 g af höfrum eru 2.1 mcg. Einstaklingur sem er 80 kg þyrfti að borða 22.1 kg af höfrum eða drekka um 220 lítra af haframjólk á viku til þess að fara yfir þau mörk sem teljast örugg. Til að setja það magn í frekara samhengi inniheldur hefðbundin skál af hafragraut (1 desilítri hafrar) u.þ.b. 40 g af höfrum, þannig þyrfti 80 kg einstaklingur að borða 552 skálar af hafragraut á einni viku til að ná yfir mörk öruggrar neyslu á kadmíum. Það að matur innihaldi kadmíum í litlu magni er ekki eitthvað til að hræðast, allskyns efni finnast í flestum mat og sem betur fer eru matvælaöryggisstofnanir að fylgjast með og efnagreina til þess að halda matvælum öruggum til neyslu. Samantekið þá er neysla hafra og haframjólkur í eðlilegum skömmtum ekki áhyggjuefni. Þvert á móti eru hafrar matvæli sem telst almennt jákvætt að hafa sem hluta af mataræði sínu, en þeir eru ríkir af trefjum sem að flestir Íslendingar borða ekki nóg af. Trefjar geta haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og mælt er með að fullorðið fólk innbyrði a.m.k. 25- 35 grömm á dag. Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir heilsufarslegum ávinningi hafra og annars heilkorns. En regluleg neysla á heilkorni getur meðal annars dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ristilkrabbameini. Upplýsingaóreiða nútímans býður upp á aukin tækifæri til þess að fræðast um næringu, en á sama tíma kallar hún á að við mætum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Almennt getur verið hjálplegt að hafa í huga að matur er ekki eitthvað sem við þurfum að hræðast. Ekkert eitt matvæli getur haft það mikið vægi með tilliti til heilsufars að það þurfi alfarið að forðast eða skylda sig til að borða. Upplýsingum frá einstaklingum sem halda fram slíkum skilaboðum ætti því ávallt að taka með fyrirvara og jafnvel leita sér frekari upplýsinga, fremur en að hræðast neyslu matvæla sem við kannski njótum þess að borða og líður vel af. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. Rósa Líf Darradóttir, læknir. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur haframjólk verið í umræðunni. Því miður hefur umræðan einkennst af ónákvæmum og villandi upplýsingum þar sem hræðsluvekjandi fullyrðingum hefur verið haldið fram um innihaldsefni í haframjólk. Hér skal staðreyndum um haframjólk haldið til haga. Hvað er haframjólk? Haframjólk er jurtamjólk sem búin er til úr höfrum. Hún hefur rjómakennda áferð og milt, örlítið sætt bragð. Hún er vinsæl meðal grænkera og þeirra sem fylgja mjólkurlausu matarræði en hún inniheldur engar dýraafurðir eða laktósa. Haframjólk er búin til með því að leggja hafra í vatn og blanda. Síðan er blandan síuð til að fjarlægja agnir. Hún inniheldur trefjar, gott hlutfall kolvetna, E- vítamín og andoxunarefni og er gjarnan viðbætt með kalki og D-vítamíni. Mýtur um haframjólk 1) Hún inniheldur glýfosfat í skaðlegu magni Í einu kg af höfrum eru 0.723 mg af glýfosfati. Samkvæmt matvælaöryggisstofnuninni EFSA er örugg inntaka glýfosfats 0.5 mg á dag á hvert kg líkamsþyngdar. Þetta þýðir að 80 kg manneskja getur innbyrt 40 mg á dag án þess að það sé skaðlegt. Manneskjan þyrfti að drekka rúma 550 lítra af haframjólk eða borða 55.3 kg af höfrum á dag til að innbyrða glýfosfat í skaðlegu magni. 2) Hún inniheldur fýtinsýru sem hindrar upptöku næringarefna Fýtinsýra hindrar ekki upptöku efna en getur dregið úr upptöku á járni, sinki, magnesíum og kalki. Hún getur bundist þeim í meltingarveginum sem veldur því að þau frásogast verr. Þetta gerist þó einungis ef efnin eru borðuð í sömu máltíð og fýtinsýran. Önnur efni í fæðunni vinna svo gegn þessu með því að auka upptöku á ofangreindum næringarefnum. Gott dæmi um þetta er C-vítamín sem eykur upptöku járns. Þeir sem borða fjölbreytta og næringarríka fæðu fá nóg af þessum efnum og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af skorti. Þá getur fýtinsýra haft jákvæð áhrif á heilsu vegna andoxunareiginleika og þannig mögulega verndað gegn DNA skemmdum og krabbameinsfrumuvexti. 3) Hún inniheldur repjuolíu sem er óholl Undanfarið hefur verið vinsælt að halda fram skaðsemi repjuolíu sem byggist þó ekki á neinum traustum vísindalegum grunni. Þvert á móti getur repjuolía sem fitugjafi talist holl fyrir okkur. Hún inniheldur mikið magn ómettaðra fitusýra, sérstaklega fjölómettaðra fitusýra (omega-6 og omega-3), sem gerir hana einstaklega næringarríka. Í repjuolíu eru einnig ýmis virk efni sem geta dregið úr líkum á sykursýki og krabbameini, ásamt því að vernda hjartað. 4)Hafrar innihalda mikið af þungmálminum kadmíumÞungmálmar finnast í einhverju magni í ýmsum matvælum. Í tengslum við hafra þá hefur kadmíum helst verið nefndur. Kadmíum er til staðar í jarðveginum og finnst í fjölda matvæla í mismunandi styrk. Samkvæmt EFSA er örugg inntaka 5.8 mcg fyrir hvert kg líkamsþyngdar á viku. Fyrir 80 kg manneskju eru það 464 mcg á viku. Í 100 g af höfrum eru 2.1 mcg. Einstaklingur sem er 80 kg þyrfti að borða 22.1 kg af höfrum eða drekka um 220 lítra af haframjólk á viku til þess að fara yfir þau mörk sem teljast örugg. Til að setja það magn í frekara samhengi inniheldur hefðbundin skál af hafragraut (1 desilítri hafrar) u.þ.b. 40 g af höfrum, þannig þyrfti 80 kg einstaklingur að borða 552 skálar af hafragraut á einni viku til að ná yfir mörk öruggrar neyslu á kadmíum. Það að matur innihaldi kadmíum í litlu magni er ekki eitthvað til að hræðast, allskyns efni finnast í flestum mat og sem betur fer eru matvælaöryggisstofnanir að fylgjast með og efnagreina til þess að halda matvælum öruggum til neyslu. Samantekið þá er neysla hafra og haframjólkur í eðlilegum skömmtum ekki áhyggjuefni. Þvert á móti eru hafrar matvæli sem telst almennt jákvætt að hafa sem hluta af mataræði sínu, en þeir eru ríkir af trefjum sem að flestir Íslendingar borða ekki nóg af. Trefjar geta haft margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna og mælt er með að fullorðið fólk innbyrði a.m.k. 25- 35 grömm á dag. Sterkur vísindalegur grunnur er fyrir heilsufarslegum ávinningi hafra og annars heilkorns. En regluleg neysla á heilkorni getur meðal annars dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund 2 og ristilkrabbameini. Upplýsingaóreiða nútímans býður upp á aukin tækifæri til þess að fræðast um næringu, en á sama tíma kallar hún á að við mætum upplýsingum með fyrirvara og gagnrýnni hugsun. Almennt getur verið hjálplegt að hafa í huga að matur er ekki eitthvað sem við þurfum að hræðast. Ekkert eitt matvæli getur haft það mikið vægi með tilliti til heilsufars að það þurfi alfarið að forðast eða skylda sig til að borða. Upplýsingum frá einstaklingum sem halda fram slíkum skilaboðum ætti því ávallt að taka með fyrirvara og jafnvel leita sér frekari upplýsinga, fremur en að hræðast neyslu matvæla sem við kannski njótum þess að borða og líður vel af. Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemi í næringarfræði. Rósa Líf Darradóttir, læknir. Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir, næringarfræðingur, doktorsnemi og aðjúnkt í næringarfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar