„Bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2023 14:30 Karina Konstantinova hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val og líklega þann síðasta á Íslandi. Vísir/Vilhelm Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru sammála þeirri stóru ákvörðun Valsmanna að láta búlgarska leikstjórnandann sinn fara. Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu? Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals í Subway deild kvenna í körfubolta hafa verið langt frá því að vera sannfærandi í titilvörn sinni í vetur eins og fjögur töp í níu leikjum segja til um. Margir af þessum fimm sigrum hafa líka verið tæpir og leikur liðsins því ollið mörgum vonbrigðum. Körfuboltakvöld hefur rætt áður erlendu leikmenn liðsins í vetur og nú er svo komið að Valsmenn hafa ákveðið að látið hina búlgörsku Karinu Konstantinovu fara. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, vildi fá álit sérfræðinga sína á því að Hjalti Þór Vilhjálmsson hafi látið Karinu fara. „Ég held að þetta sé hárrétt ákvörðun og ég held að ég hafi verið harðasti gagnrýnandi Karinu í úrslitakeppninni í fyrra. Ég gagnrýndi hana mikið um hvernig hún spilaði með Keflavíkurliðinu. Hvað hún var mikill eiginhagsmunaseggur. Ég held að það sé rétta lýsingarorðið yfir hana,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Frábær í körfubolta en vægast sagt ekki góður karakter,“ sagði Pálína. „Þetta er hárrétt ákvörðun. Ég væri til í að tapa fimm leikjum og hafa góða stemmningu í liðinu í staðinn fyrir að vinna þá alla og það er einhver bleikur fíll í herberginu sem enginn þorði að anda á,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Ég held að þetta eigi bara eftir að styrkja þær og ég held að þetta eigi eftir að styrkja íslensku leikmennina. Þær eiga bara eftir að fá meira sjálfstraust. Við sáum það ekki í dag,“ sagði Berglind en Valur tapaði með 22 stigum á móti Njarðvík í síðustu umferð Subway deildarinnar. „Ég er spennt að sjá nýjan leikmann koma inn í Valsliðið. Vonandi ná þau einhvern veginn að starta þessu tímabili,“ sagði Berglind. Næsti leikur Valsliðsins er á móti Breiðabliki á heimavelli í kvöld. „Að mínu mati er Valsliðið rosalega vel mannað,“ sagði Pálína og fór yfir leikmenn Valsliðsins. Það má horfa á alla umfjöllunina um Valsliðið hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Hvað gera íslensku leikmennirnir eftir að Valur rak Karinu?
Subway-deild kvenna Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira