Hannes Hólmsteinn ber saman Klausturmálið og „Kikimálið“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2023 11:14 Ljóst er að pólitískir andstæðingar Pírata ætla að hafa það sem Hannes Hólmsteinn kallar Kikimálið lengi í minnum. vísir/vilhelm Sjálfstæðismenn vilja velta fyrir sér öllum vinklum á atviki sem varðar Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanni Pírata frá á föstudagskvöldið. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur Arndís Anna beðist velvirðingar á atvikinu sem varð aðfararnótt laugardags þegar hún var handtekin eftir að hafa lent í útistöðum við dyraverði. En þeir brutust inn á salerni þar sem hún hafði dvalist um drykklanga stund. Klausturmálið ölvunartal sem ekki var hægt að taka alvarlega Sjálfstæðismenn hafa viljað velta fyrir sér öllum vinklum á málinu og nú hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fyrrverandi stjórnmálafræðiprófessor bæst í hópinn. Hann vill bera saman Klausturmálið og það sem hann kýs að kalla „Kikimálið“. Það telur hann verðugt verkefni fyrir þá í hagnýtri siðfræði að rannsaka. „Bæði málin snúast um þingmenn, sem missa stjórn á sér sakir ölvunar. Í Klausturmálinu var þó í rauninni ruðst inn á þingmennina, ölvunartal þeirra tekið upp og birt án leyfis (sem er skýrt brot á reglum um friðhelgi einkalífs). Það var miklu alvarlegra brot, myndu margir segja, en sjálft ölvunartalið, sem varla var hægt að taka alvarlega, það var eins og hvert annað raus og aldrei öðrum ætlað,“ segir Hannes Hólmsteinn. Segir Arndísi Önnu hafa ráðist í ölæði á dyraverði og lögregluþjóna Hann snýr sér þá að „Kikimálinu“ þar sem hann segist Arndís Önnu hafa ráðist í ölæði á bæði dyraverði og lögregluþjóna: „Í Kikimálinu var hins vegar um að ræða þingmann, sem réðst í ölæði á dyraverði og lögregluþjóna, ef marka má fréttir. Einn augljós munur er, að ofbeldi var beinlínis beitt í Kikimálinu. Ungir píratar ályktuðu í Klausturmálinu, að þingmennirnir, sem við það voru riðnir, yrðu allir að segja af sér (líka þeir, sem ekkert sögðu gróft samkvæmt hinum ólöglegu upptökum). Hvað skyldu ungir píratar álykta í Kikimálinu?“ Arndís Anna segist hafa verið dónaleg og streist á móti.Vísir/Vilhelm Ljóst er að Sjálfstæðismenn telja málinu engan veginn lokið. Brynjar Níelsson, sem nú vinnur að sérverkefnum í fjármálaráðuneytinu, hefur þegar stokkið til og skrifað í athugasemd: „Hefur engum blaðamanni dottið í hug að tala við Henry Alexander? Hann hefur alltaf verið vinsæll á RÚV.“ Ratar málið í Kastljósið? Brynjar tjáði sig sjálfur um málið í gær á sinni eigin Facebook-síðu: „Droll á salernum er þekkt vandamál á mörgum heimilum. Synir mínir áttu það til að dvelja þar langtímum saman sem varð til þess að ég varð að smíða kamar í garðinum sem neyðarúrræði því þeir gátu stundum teppt bæði salernin. Þótt þessi slímuseta á salernum tæki á leiddi það ekki til þess að við Soffía brytum upp hurðina til þess að fjarlægja þá með valdi hvað þá að óska þyrfti eftir aðstoð lögreglu. Svo gáfu þeir skýringar á þessu drolli sem var oftast að þeir hafi þurft að ljúka lestri á Andrésar Andar blaðinu, enda þekktar spennusögur þar að finna,“ sagði Brynjar. „Nú gerðust þau nýmæli að þingmaður stundaði svona slímusetu á salerni á skemmtistað sem sóttur er af fólki í viðkvæmri stöðu. Þykir það sérstaklega óheppilegt því ætla má að fólk í viðkvæmri stöðu þurfi tíðari klósettferðir en aðrir. Varð það til þess að dyraverðir brutust inn á salernið og fjarlægðu þingmanninn, sem samkvæmt heimildum brást hinn versti við, eðlilega. Á endanum var beitt lögregluvaldi til að koma þingmanninum út og heim til sín. Andrésar Andar blaðið mun hafa tapast í þessum átökum.“ Vinirnir tveir. Jón Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, og fyrrverandi þingmaðurinn og aðstoðarmaður þess fyrrnefnda Brynjar Níelsson.BIG Brynjar vill meina að atburðurinn hafi þótt fréttnæmur á öllum miðlum nema Ríkisútvarpinu. Brynjar skrifaði pistil sinn í gær en blaðamanni telst þó til að fjórar fréttir hið minnsta hafi verið skrifaðar á vef RÚV. „Kemur það nokkuð á óvart því að á Ríkisútvarpinu var það fyrsta frétt dögum saman á sínum tíma að nokkrir þingmenn í öli töluðu illa um pólitíska andstæðinga sína, sem þó er alþekkt en sjaldan til á upptöku. Var því fylgt eftir með nokkrum Kastljóssþáttum þar sem fórnarlömbin og aðrir gátu fengið nauðsynlega útrás fyrir hneykslun sína enda varla hægt að hugsa sér verri hegðun þingmanna.“ Brynjar slær á létta strengi eins og hann gerir gjarnan. „En ég treysti því að Ríkisútvarpið sjái að lokum fréttina í þessu máli. Hún er auðvitað um ofbeldi öryggisvarða og lögreglu gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu. Nú þarf að taka á teppið lögreglustjórana og þeir þurfa að svara fyrir þetta ofbeldi gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu. Næstu Kastljóssþættir hljóta að fjalla um þetta með viðtölum við forsvarsmenn hinsegin samfélagsins og sérfræðinga í þeim fræðum. Annað væri hneyksli af hálfu fjölmiðils í almannaeigu og í almannaþágu.“ Uppfært 11:48 Samkvæmt Hjalta Birni Hrafnkelssyni samskiptastjóra þingflokks Pírata hélt Nútíminn því fyrst fram að dagbókarfærsla þar sem að lögregla hafði verið kölluð til til þess að fjarlægja ofurölvaðan einstakling eftir lokun á skemmtistað hafi átt við um Arndísi. „Þetta er hins vegar ekki rétt, atvikið átti sér stað fyrir lokun, enda var fólk á staðnum sem sá hvað gerðist, og að ég best veit er engin færsla um málið í dagbók lögreglu.“ Fréttin hefur verið lagfærð að teknu tilliti til þessarar ábendingar. Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dónaleg“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg. 27. nóvember 2023 16:18 Segir atvik augljós í undarlegu máli Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt. 27. nóvember 2023 12:25 „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft. 26. nóvember 2023 18:09 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Eins og ítrekað hefur komið fram hefur Arndís Anna beðist velvirðingar á atvikinu sem varð aðfararnótt laugardags þegar hún var handtekin eftir að hafa lent í útistöðum við dyraverði. En þeir brutust inn á salerni þar sem hún hafði dvalist um drykklanga stund. Klausturmálið ölvunartal sem ekki var hægt að taka alvarlega Sjálfstæðismenn hafa viljað velta fyrir sér öllum vinklum á málinu og nú hefur Hannes Hólmsteinn Gissurarson fyrrverandi stjórnmálafræðiprófessor bæst í hópinn. Hann vill bera saman Klausturmálið og það sem hann kýs að kalla „Kikimálið“. Það telur hann verðugt verkefni fyrir þá í hagnýtri siðfræði að rannsaka. „Bæði málin snúast um þingmenn, sem missa stjórn á sér sakir ölvunar. Í Klausturmálinu var þó í rauninni ruðst inn á þingmennina, ölvunartal þeirra tekið upp og birt án leyfis (sem er skýrt brot á reglum um friðhelgi einkalífs). Það var miklu alvarlegra brot, myndu margir segja, en sjálft ölvunartalið, sem varla var hægt að taka alvarlega, það var eins og hvert annað raus og aldrei öðrum ætlað,“ segir Hannes Hólmsteinn. Segir Arndísi Önnu hafa ráðist í ölæði á dyraverði og lögregluþjóna Hann snýr sér þá að „Kikimálinu“ þar sem hann segist Arndís Önnu hafa ráðist í ölæði á bæði dyraverði og lögregluþjóna: „Í Kikimálinu var hins vegar um að ræða þingmann, sem réðst í ölæði á dyraverði og lögregluþjóna, ef marka má fréttir. Einn augljós munur er, að ofbeldi var beinlínis beitt í Kikimálinu. Ungir píratar ályktuðu í Klausturmálinu, að þingmennirnir, sem við það voru riðnir, yrðu allir að segja af sér (líka þeir, sem ekkert sögðu gróft samkvæmt hinum ólöglegu upptökum). Hvað skyldu ungir píratar álykta í Kikimálinu?“ Arndís Anna segist hafa verið dónaleg og streist á móti.Vísir/Vilhelm Ljóst er að Sjálfstæðismenn telja málinu engan veginn lokið. Brynjar Níelsson, sem nú vinnur að sérverkefnum í fjármálaráðuneytinu, hefur þegar stokkið til og skrifað í athugasemd: „Hefur engum blaðamanni dottið í hug að tala við Henry Alexander? Hann hefur alltaf verið vinsæll á RÚV.“ Ratar málið í Kastljósið? Brynjar tjáði sig sjálfur um málið í gær á sinni eigin Facebook-síðu: „Droll á salernum er þekkt vandamál á mörgum heimilum. Synir mínir áttu það til að dvelja þar langtímum saman sem varð til þess að ég varð að smíða kamar í garðinum sem neyðarúrræði því þeir gátu stundum teppt bæði salernin. Þótt þessi slímuseta á salernum tæki á leiddi það ekki til þess að við Soffía brytum upp hurðina til þess að fjarlægja þá með valdi hvað þá að óska þyrfti eftir aðstoð lögreglu. Svo gáfu þeir skýringar á þessu drolli sem var oftast að þeir hafi þurft að ljúka lestri á Andrésar Andar blaðinu, enda þekktar spennusögur þar að finna,“ sagði Brynjar. „Nú gerðust þau nýmæli að þingmaður stundaði svona slímusetu á salerni á skemmtistað sem sóttur er af fólki í viðkvæmri stöðu. Þykir það sérstaklega óheppilegt því ætla má að fólk í viðkvæmri stöðu þurfi tíðari klósettferðir en aðrir. Varð það til þess að dyraverðir brutust inn á salernið og fjarlægðu þingmanninn, sem samkvæmt heimildum brást hinn versti við, eðlilega. Á endanum var beitt lögregluvaldi til að koma þingmanninum út og heim til sín. Andrésar Andar blaðið mun hafa tapast í þessum átökum.“ Vinirnir tveir. Jón Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, og fyrrverandi þingmaðurinn og aðstoðarmaður þess fyrrnefnda Brynjar Níelsson.BIG Brynjar vill meina að atburðurinn hafi þótt fréttnæmur á öllum miðlum nema Ríkisútvarpinu. Brynjar skrifaði pistil sinn í gær en blaðamanni telst þó til að fjórar fréttir hið minnsta hafi verið skrifaðar á vef RÚV. „Kemur það nokkuð á óvart því að á Ríkisútvarpinu var það fyrsta frétt dögum saman á sínum tíma að nokkrir þingmenn í öli töluðu illa um pólitíska andstæðinga sína, sem þó er alþekkt en sjaldan til á upptöku. Var því fylgt eftir með nokkrum Kastljóssþáttum þar sem fórnarlömbin og aðrir gátu fengið nauðsynlega útrás fyrir hneykslun sína enda varla hægt að hugsa sér verri hegðun þingmanna.“ Brynjar slær á létta strengi eins og hann gerir gjarnan. „En ég treysti því að Ríkisútvarpið sjái að lokum fréttina í þessu máli. Hún er auðvitað um ofbeldi öryggisvarða og lögreglu gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu. Nú þarf að taka á teppið lögreglustjórana og þeir þurfa að svara fyrir þetta ofbeldi gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu. Næstu Kastljóssþættir hljóta að fjalla um þetta með viðtölum við forsvarsmenn hinsegin samfélagsins og sérfræðinga í þeim fræðum. Annað væri hneyksli af hálfu fjölmiðils í almannaeigu og í almannaþágu.“ Uppfært 11:48 Samkvæmt Hjalta Birni Hrafnkelssyni samskiptastjóra þingflokks Pírata hélt Nútíminn því fyrst fram að dagbókarfærsla þar sem að lögregla hafði verið kölluð til til þess að fjarlægja ofurölvaðan einstakling eftir lokun á skemmtistað hafi átt við um Arndísi. „Þetta er hins vegar ekki rétt, atvikið átti sér stað fyrir lokun, enda var fólk á staðnum sem sá hvað gerðist, og að ég best veit er engin færsla um málið í dagbók lögreglu.“ Fréttin hefur verið lagfærð að teknu tilliti til þessarar ábendingar.
Alþingi Píratar Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dónaleg“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg. 27. nóvember 2023 16:18 Segir atvik augljós í undarlegu máli Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt. 27. nóvember 2023 12:25 „Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft. 26. nóvember 2023 18:09 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Segist hafa drukkið of mikið: „Ég var dónaleg“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segist hafa beðist afsökunar á framkomu sinni á skemmtistaðnum Kíkí síðastliðið föstudagskvöld. Hún viðurkennir að hafa drukkið of mikið umrætt kvöld og verið dónaleg. 27. nóvember 2023 16:18
Segir atvik augljós í undarlegu máli Björn Leví Gunnarsson, varaþingflokksformaður Pírata, segir mál Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur þingmanns flokksins, sem var handtekin á skemmtistaðnum Kíki við Klapparstíg um helgina, vera sérstakt. Hennar hafi ekki verið getið í dagbók lögreglunnar um ofurölvi einstakling umrædda nótt. 27. nóvember 2023 12:25
„Áfengi og kaffi eru einu fíkniefnin í mínu lífi“ Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata, sem handtekin var á skemmtistaðnum Kiki á föstudagskvöld segir framkomu dyravarða staðarins hafa verið harkalega og niðurlægjandi en viðurkennir að hafa rifið kjaft. 26. nóvember 2023 18:09