Reglur um farsímanotkun barna í nær öllum grunnskólum Lovísa Arnardóttir skrifar 28. nóvember 2023 15:56 Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það rétt barna að vera höfð með í ráðum samvæmt tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hefur verið lögfestur á Íslandi. Vísir/Einar og Getty Meirihluti skóla hefur sett reglur um farsímanotkun barna. Oftast er hún háð takmörkunum og jafnvel staðsetningu. Algengara er að eldri börn megi vera með síma en þau yngri. Stundum þurfa börnin símann til að komast í almenningssamgöngur og fá því að hafa hann í töskunni. Langflestir skólar hafa sett reglur um símanotkun nemenda og nemendur komið að gerð reglnanna í rúmlega helmingi þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni barna en embættið framkvæmdi í október könnun meðal allra grunnskóla á landinu þar sem spurt var um reglur varðandi farsíma í skólum. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í skýrslu um stöðu barna sem var lögð fram fyrir barnaþing 2023. Í tilkynningu umboðsmanns segir að af 129 grunnskólum á landinu sem svöruðu könnun voru reglur í 126 þeirra. Nemendur komu að gerð reglnanna í 72 skólum eða 59 prósent þeirra. Símar voru leyfðir í 70 skólum eða 54 prósent þeirra en samkvæmt könnuninni er algengara að nemendur í 8. til 10. bekk megi nota síma. Alls er það heimilt í 65 skólum fyrir 8. bekk og 66 skólum fyrir 9. og 10. bekk. Í aðeins 22 skólum eru símar leyfðir fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Rúmur helmingur nemenda kom að gerð reglna um farsímanotkun. Umboðsmaður barna Þá kom einnig fram í könnuninni að notkunin væri oft háð takmörkunum, leyfð á ákveðnum tímum og skilgreindum svæðum. Þá er það oft þannig að nemendur megi koma með símann en að hann eigi að vera í tösku nemanda og slökkt á honum á skólatíma. Í nokkrum svörum voru nefndar ástæður þess að nemendum sé heimilt að taka síma með sér í skólann og kom þar til dæmis fram að nemendur séu í sumum tilfellum með strætókort og greiðslukort í símunum og þá liggi ákveðin öryggissjónarmið þar að baki fyrir nemendur á leið í og úr skóla. Í einhverjum skólum eru símar alveg bannaðir en svo voru einhver dæmi um það að einn dagur í viku væri símalaus eða jafnvel einn mánuður. Farsímanotkun er aðeins leyft í 22 prósent skóla fyrir börn í 1. til 7. bekk. Umboðsmaður barna Þá segir í tilkynningu umboðsmanns að nokkur samhljómur hafi verið í svörum um mikilvægi þess að reglur um símanotkun á skólatíma séu samdar í samráði við starfsfólk, nemendur og foreldra. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að nær allir grunnskólar hafi sett reglur um notkun farsíma og er það von umboðsmanns barna að nemendur taki ávallt þátt í því að endurskoða og semja slíkar reglur í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Enda er það réttur barna að vera höfð með í ráðum og skylda stjórnvalda að veita þeim raunveruleg tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif,“ segir í tilkynningunni og að nemendaráð geti gegnt mikilvægu hlutverki í að upplýsa nemendur og hvetja þá til þess að taka þátt í samráði og samtali við stjórnendur og starfsfólk skóla. Réttindi barna Fjarskipti Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Síminn vandamál en unnið að lausn Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. 30. október 2023 15:33 Bannað að vera í símanum Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. 29. október 2023 08:00 Vill frekar banna síma utan en innan skóla Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma. 16. október 2023 11:10 Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Langflestir skólar hafa sett reglur um símanotkun nemenda og nemendur komið að gerð reglnanna í rúmlega helmingi þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umboðsmanni barna en embættið framkvæmdi í október könnun meðal allra grunnskóla á landinu þar sem spurt var um reglur varðandi farsíma í skólum. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í skýrslu um stöðu barna sem var lögð fram fyrir barnaþing 2023. Í tilkynningu umboðsmanns segir að af 129 grunnskólum á landinu sem svöruðu könnun voru reglur í 126 þeirra. Nemendur komu að gerð reglnanna í 72 skólum eða 59 prósent þeirra. Símar voru leyfðir í 70 skólum eða 54 prósent þeirra en samkvæmt könnuninni er algengara að nemendur í 8. til 10. bekk megi nota síma. Alls er það heimilt í 65 skólum fyrir 8. bekk og 66 skólum fyrir 9. og 10. bekk. Í aðeins 22 skólum eru símar leyfðir fyrir nemendur í 1. til 7. bekk. Rúmur helmingur nemenda kom að gerð reglna um farsímanotkun. Umboðsmaður barna Þá kom einnig fram í könnuninni að notkunin væri oft háð takmörkunum, leyfð á ákveðnum tímum og skilgreindum svæðum. Þá er það oft þannig að nemendur megi koma með símann en að hann eigi að vera í tösku nemanda og slökkt á honum á skólatíma. Í nokkrum svörum voru nefndar ástæður þess að nemendum sé heimilt að taka síma með sér í skólann og kom þar til dæmis fram að nemendur séu í sumum tilfellum með strætókort og greiðslukort í símunum og þá liggi ákveðin öryggissjónarmið þar að baki fyrir nemendur á leið í og úr skóla. Í einhverjum skólum eru símar alveg bannaðir en svo voru einhver dæmi um það að einn dagur í viku væri símalaus eða jafnvel einn mánuður. Farsímanotkun er aðeins leyft í 22 prósent skóla fyrir börn í 1. til 7. bekk. Umboðsmaður barna Þá segir í tilkynningu umboðsmanns að nokkur samhljómur hafi verið í svörum um mikilvægi þess að reglur um símanotkun á skólatíma séu samdar í samráði við starfsfólk, nemendur og foreldra. „Niðurstöður könnunarinnar bera það með sér að nær allir grunnskólar hafi sett reglur um notkun farsíma og er það von umboðsmanns barna að nemendur taki ávallt þátt í því að endurskoða og semja slíkar reglur í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Enda er það réttur barna að vera höfð með í ráðum og skylda stjórnvalda að veita þeim raunveruleg tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif,“ segir í tilkynningunni og að nemendaráð geti gegnt mikilvægu hlutverki í að upplýsa nemendur og hvetja þá til þess að taka þátt í samráði og samtali við stjórnendur og starfsfólk skóla.
Réttindi barna Fjarskipti Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Síminn vandamál en unnið að lausn Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. 30. október 2023 15:33 Bannað að vera í símanum Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. 29. október 2023 08:00 Vill frekar banna síma utan en innan skóla Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma. 16. október 2023 11:10 Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Síminn vandamál en unnið að lausn Forstjóri hjúkrunardeildar Hrafnistu segir að síminn sé nauðsynlegur í starfsemi stofnunarinnar en viðurkennir þó að of mikil símanotkun á vinnutíma sé vandamál og skerði þjónustu við íbúa. Unnið sé að lausn í málinu. 30. október 2023 15:33
Bannað að vera í símanum Nýjar reglur hafa tekið gildi á hjúkrúnarheimilunum Eir, Skjóli og Hömrum þar sem starfsmönnum er ekki lengur heimilt að vera í símanum í sameiginlegum rýmum stofnananna jafnt á vinnutíma og í kaffipásum. 29. október 2023 08:00
Vill frekar banna síma utan en innan skóla Formaður Kennarasambands Íslands segir það enga töfralausn að banna símanotkun barna í grunnskólum. Félagskvíði sé til að mynda vandamál meðal stúlkna allt niður í þriðja bekk og það komi ekki til vegna síma. 16. október 2023 11:10
Símanotkun í skólum stórt vandamál Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. 8. ágúst 2023 20:03