Árétta að nægt vatn sé í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 15:11 Ferðamönnum hefur farið fjölgandi í Eyjum undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjarbær áréttar að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins. Þar segir að almannavarnayfirvöld hafi sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand sé í Vestmannaeyjum vegna þessa. Unnið sé að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Núverandi vatnslögn tryggi nægilegt vatnsrennsli til heimila og fyrirtækja enn sem komið er og unnið sé markvisst að því að svo verði áfram. „Áætlanir miða að því að vatnsleiðslan verði tryggilega fest þannig að óveður muni ekki geta skemmt hana frekar en orðið er. Nokkrar leiðir eru til skoðunar svo að lögnin haldi þar til ný verður lögð, sem stjórnvöld segja að sé forgangsmál. Ástandið sem nú hefur skapast hefur því sett nauðsynlegan þrýsting á að varanlegri lausn verði hrint í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir á vef bæjarins. Á sama tíma sé til staðar áætlun um að tryggja afhendingu vatns til skamms tíma muni lögnin rofna. „Ljóst er að svigrúm er til að bregðast tímanlega við og tryggja að vatn berist heimilum og fyrirtækjum komi til skerðingar. Varaforði vatns er til staðar í bænum auk þess sem Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að vatn yrði flutt til Eyja rofni leiðslan. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú þegar undirbúið kaup á síubúnaði sem framleiðir vatn úr sjó sem góð reynsla er komin á erlendis. Með þessu verður vinnsla tryggð þar til ný vatnslögn verður lögð.“ Á næstu dögum sé stefnt að því að ganga frá pöntun á nýrri vatnsleiðslu sem ætti að vera komin í notkun í síðasta lagi næsta sumar. „Samhliða þessum verkefnum, sem eru þegar komin í ferli, eru bæjaryfirvöld að njóta liðsinnis hæfustu manna hjá Almannavörnum við að skipuleggja hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp við þessar aðstæður.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Almannavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Þar segir að almannavarnayfirvöld hafi sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand sé í Vestmannaeyjum vegna þessa. Unnið sé að því að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist. Núverandi vatnslögn tryggi nægilegt vatnsrennsli til heimila og fyrirtækja enn sem komið er og unnið sé markvisst að því að svo verði áfram. „Áætlanir miða að því að vatnsleiðslan verði tryggilega fest þannig að óveður muni ekki geta skemmt hana frekar en orðið er. Nokkrar leiðir eru til skoðunar svo að lögnin haldi þar til ný verður lögð, sem stjórnvöld segja að sé forgangsmál. Ástandið sem nú hefur skapast hefur því sett nauðsynlegan þrýsting á að varanlegri lausn verði hrint í framkvæmd sem allra fyrst,“ segir á vef bæjarins. Á sama tíma sé til staðar áætlun um að tryggja afhendingu vatns til skamms tíma muni lögnin rofna. „Ljóst er að svigrúm er til að bregðast tímanlega við og tryggja að vatn berist heimilum og fyrirtækjum komi til skerðingar. Varaforði vatns er til staðar í bænum auk þess sem Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna, greindi frá því í samtali við fjölmiðla að vatn yrði flutt til Eyja rofni leiðslan. Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin hafa nú þegar undirbúið kaup á síubúnaði sem framleiðir vatn úr sjó sem góð reynsla er komin á erlendis. Með þessu verður vinnsla tryggð þar til ný vatnslögn verður lögð.“ Á næstu dögum sé stefnt að því að ganga frá pöntun á nýrri vatnsleiðslu sem ætti að vera komin í notkun í síðasta lagi næsta sumar. „Samhliða þessum verkefnum, sem eru þegar komin í ferli, eru bæjaryfirvöld að njóta liðsinnis hæfustu manna hjá Almannavörnum við að skipuleggja hinar ýmsu sviðsmyndir sem gætu komið upp við þessar aðstæður.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Almannavarnir Tengdar fréttir Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34 Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01 Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Til skoðunar hvort bilun eða mistök hafi valdið skaðanum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur til skoðunar hvort einhver bilun hafi orði í tækjabúnaði eða mistök gerð þegar akkeri um borð í Hugin VE féll frá borði með þeim afleiðingum að neysluvatnslögn Eyjamanna varð fyrir skemmdum. Hættustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna stöðunnar. 29. nóvember 2023 16:34
Flogið daglega til Eyja á meðan Herjólfur er í slipp Icelandair mun fljúga daglega til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur fer í slipp. Gerður hefur verið samningur við Vegagerðina þess efnis. Gert er ráð fyrir því að Herjólfur sigli að nýju til Eyja um miðja næsta viku. 29. nóvember 2023 15:01
Lítið þurfi til að hin laskaða lögn rofni Ekki er talið óhætt að reyna að gera við neysluvatnslögnina til Vestmannaeyja sem skemmdist gríðarlega fyrr í mánuðinum. Nú er unnið að því að reyna að festa hana til að koma í veg fyrir að hún rofni. Til skoðunar eru leiðir til að flytja vatn ef lögnin rofnar. 29. nóvember 2023 13:32