Hvar stendur Framsókn? Yousef Ingi Tamimi skrifar 6. desember 2023 11:00 „Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
„Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.“ - Framsóknarflokkurinn, 2021. Þann 9 nóvember síðastliðinn samþykkti ríkisstjórn Íslands samhljóða ályktun um ákall til vopnahlés. Að fjórum vikum liðnum frá samþykki ályktunarinnar hefur ástandið versnað til muna en íslenskir ráðamenn hafa ennþá ekki séð ástæðu til að setja meiri þrýsting á ísraelsku ríkisstjórnina. Nú hafa árásirnar á Gaza staðið yfir í 9 vikur. Fleiri en 15.500 almennir borgarar á Gaza hafa verið drepnir í árásum ísraelska hersins - þúsundir liggja ennþá undir rústum húsa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir að hungursneyð sé yfirvofandi en nær allur flutningur á mat, vatni og rafmagni síðastliðna tvo mánuði hefur verið stöðvaður. Síðustu daga hefur Ísrael fært stórsókn sína lengra suður á það svæði sem það sannfærði Palestínumenn að væri öruggt. Nú er því 1,8 milljón Palestínumanna á vergangi, helmingur þeirra eru börn, innilokuð á svæði sem er minni en alþjóðflugvöllurinn Heathrow i London og sprengjum rignir linnulaust á þau og allt í kringum þau. Sjúkrahús, flóttamannabúðir, háskólar og jafnvel bakarí hafa miskunnarlaust verið sprengt í loft upp. Það virðist nokkuð ljóst að leiðtogar ríkisstjórnar okkar hafa brugðist. Það tók langan tíma til að bregðast við þeim árásum Ísraels á Gaza á meðan það tók þau innan við sólarhring að bregðast við árásum Hamas á Ísrael. Á Gaza hafa 15 sinnum fleiri verið drepnir í miskunnarlausum sprengjuárásum ísraelska hersins - þjóðarmorð sem hefur átt sér stað frá því 7 október. Þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað síðastliðin 75 ár. Í allri umræðunni gleymist það að Ísrael er að hernema annað land og hefur gert það í yfir 75 ár. Það gleymist að minnast á að árlega handtekur og fangelsar Ísrael milli 500-700 börn - fangelsisdómur fyrir að kasta stein í átt að ísraelskum hermanni getur verið allt að 20 ár. Það gleymist í umræðunni að ítrekað hafa palestínskar konur verið beittar kynferðisofbeldi af hálfu ísraelskra hermanna. Það gleymist oft að landræningjar ráðast ítrekað á landsvæði og drepa Palestínumenn, brenna þau lifandi, eyðileggja uppskeru og eignir. Ísrael rýmdi Al-Nasr barnasjúkrahúsið með vopnavaldi og lofaði brottflutningi á börnum sem þurftu meðferð í hitakössum. Raunin var önnur og skildi Ísrael börnin eftir til þess að deyja hægum og kvalarfullum dauðdaga. Ísrael ætlar ekki að sýna Palestínumönnum neina miskunn en opinbert markmið Ísrael er að jafna Gaza við jörðu. Ísrael hefur farið víða að reyna sannfæra arabaríkin og leiðtoga Evrópu að taka á móti Palestínufólkinu - þjóðernishreinsanir en undir nafninu “valfrjáls brottflutningur”. Morðæði Netanyahu á sér engin mörk og hafa Palestínumenn lýst skelfilegum aðstæðum þar sem börn eru sundurlimuð í sprengjuregni, skurðaðgerðir og keisaraskurðir framkvæmdar án viðeigandi verkjastillingar og matur og vatn af skornum skammti. Heilbrigðiskerfið er hrunið. Samfélagið er hrunið. En hvar er Framsókn? Undanfarnar mánuði hefur lítið heyrst í Framsóknarflokknum þrátt fyrir að sitja í ríkisstjórn. Þögn þeirra er þrúgandi og gefur til kynna að ætla mætti að Framsókn styðji með óbeinum hætti aðgerðir Ísraels gegn saklausum borgurum í Palestínu. Ef raunin er sú þá væri það stefnubreyting hjá flokknum en við vitum að árið 2021 fordæmdu þau árásir Ísraels á Gaza og Framsókn hefur lengi talað fyrir frelsi og réttlæti fyrir íbúa Palestínu. Í raun með þeim áhersluþunga að tveir fyrrverandi forsætisráðherra og Framsóknarmenn, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson fóru á fund með Arafat, sá fyrrnefndi í Túnis og hin seinni í Ramallah. Nú þegar tala látinna og myrtra barna í Palestínu hækkar. Nú þegar Ísrael viljandi skilur börn eftir til að deyja. Nú þegar yfirvofandi er hungursneyð í Palestínu. Nú þegar milljónir eru á flótta. Nú þegar Ísrael jafnar Gaza við jörðu. Þá er spurning hvort að Framsókn standi með eða gegn þjóðarmorðum á Palestínsku þjóðinni? Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun