Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. desember 2023 14:31 Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Rekstur hins opinbera Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Hagsmunavarsla verkalýðshreyfingarinnar fyrir umbjóðendur sína nær til fleiri þátta en kjarasamninga og réttinda launafólks í landinu. Sem sterkasta afl breytinga og umbóta þarf verkalýðshreyfingin ekki síður að standa vörð um hagsmuni almennings gagnvart ríki og sveitarfélögum; „hinu opinbera”. Sú varðstaða þarf ekki síst að beinast að stjórnmálamönnum sem á stundum virðast hvorki hafa skilning né áhuga á afleiðingum eigin ákvarðana. Hækkun skatta og gjalda Dýrtíðin sem landsmenn upplifa þessi misserin hefur valdið verulegri kaupmáttarskerðingu og alþekkt er hvernig verðbólgan eykur lánakostnað heimilanna í formi verðtryggingar og hærri vaxta. Senn líður að áramótum og þá mun hið opinbera enn á ný seilast í vasa launafólks eftir meiri fjármunum með hækkunum á gjöldum og sköttum af ýmsum toga. Þær hækkanir munu ekki aðeins auka bein útgjöld heimilanna; þær munu keyra upp verðbólguna og þar með verðtryggð lán landsmanna. Um síðustu áramót hækkuðu krónutöluskattar ríkisins um 7,7%. Þessi galna hagstjórn olli beinni hækkun verðbólgu upp á 1% í janúar og jók þannig verðtryggðar skuldir landsmanna um milljarða króna. Nú stendur til að hækka þessa skatta minna en með sömu, alþekktu afleiðingum. Sveitarfélögin ætla hvergi að gefa eftir sinn hlut og boða mikla hækkun á gjaldskrám sínum. Barnafólk mun þurfa að reiða fram meira fé vegna leik- og grunnskóla. Sorphirðan verður allt að 40% dýrari, fasteignagjöldin hækka, fráveitugjöldin, vatnið, orkan og þannig mætti lengi áfram telja. Fyrir utan að skerða enn frekar kaupmátt launafólks eru gjaldskrárhækkanir sveitarfélaga tvíeggja sverð. Flest eru þau skuldum vafin og með því að kynda undir verðbólgu auka þau beinlínis vandann sem þau eiga við að glíma þar sem lán þeirra munu hækka sem því nemur. Leiða má að því líkur að ávinningurinn sé minni en hækkun skuldastabbans. Álögur sem stjórnmálamenn ákveða munu keyra kaupmáttinn enn frekar niður eftir fjórar vikur eða svo. Lán landsmanna munu hækka, eignamyndun minnka, afkoman verða erfiðari. Háir vextir, þyngri greiðslubyrði og minni kaupmáttur hrekur sífellt fleiri aftur yfir í verðtryggðu Íslandslánin með tilheyrandi eignaleysi og skuldafjötrum. Opinberar hækkanir munu auðvelda versluninni að fylgja í kjölfarið. Almenningur varnarlaus Almenningur í þessu landi er varnarlaus með öllu þegar kemur að sköttum og gjöldum. Íslenskt launafólk greiðir mjög háa skatta og fær fyrir þá sífellt minna m.a. sökum fjölgunar sérgjalda og tekjustofna hins opinbera. Almenningur í landinu getur ekki lengur staðið undir endalausum hækkunum opinberra gjalda og skatta. Á sama tíma er heilu atvinnugreinunum hlíft við sköttum og hækkunum gjalda að ekki sé minnst á fjármagnseigendur sem njóta sérstakrar verndar. Lengi hefur blasað við að þessi stefna fær ekki staðist. Nú segir launafólk stopp og krefst þess að skatta- og gjaldabyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að þeir sem græða á tá og fingri verði loks krafðir um eðlileg framlög í sameiginlega sjóði. Verkalýðshreyfingin búin undir harða baráttu Samningar verða lausir i lok janúarmánaðar. Hækkanir skatta og gjalda um ármót munu augljóslega hafa neikvæð áhrif á komandi kjaraviðræður. Hyggist stjórnvöld ekki hverfa frá þeirri stefnu að sækja sífellt fleiri aura í launaumslög landsmanna er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf að búa sig undir harða kjarabaráttu. Launafólk mun ekki taka því þegjandi að stjórnvöld keyri eina ferðina enn upp verðlag í landinu, rýri kaupmáttinn, næri verðbólguna og hækki lánin. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar