„Hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana“ Siggeir Ævarsson skrifar 7. desember 2023 22:46 Það er álag á Jóhann Þór og Grindvíkinga þessa dagana Vísir/Vilhelm Grindvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á „heimavelli“ gegn Stjörnunni í leik sem varð æsispennandi en lokatölur leiksins urðu 87-88. Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn. Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Grindvíkingar fengu 14 sekúndur eftir leikhlé til að tryggja sér sigurinn en lokasóknin leit ekki vel út og virtist leikkerfið sem Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, teiknaði upp ekki hafa gengið upp í framkvæmd. Jóhann staðfesti það í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að „hunt switch-a“ Hlyn. Hann [Dedrick Basile] átti að ráðast á hann í staðinn fyrir að bakka aftur út. Ég er bara svekktur sko.“ Grindvíkingar voru komnir í nokkuð djúpa holu eftir fyrri hálfleik og munaði þar mestu um að liðið hitti aðeins úr tveimur þriggjastiga skotum í 22 tilraunum. Jóhann tók undir þá greiningu að ef liðið hefði hitt á þó ekki nema undir meðallagi skotdag hefði leikurinn þróast all öðruvísi. „Algjörlega. Við erum ennþá að skjóta boltanum mjög illa og erum held ég fimm af þrjátíu og eitthvað í þriggjastiga. Erum ósáttir mögulega við 6-7 skot en það er bara körfubolti. Við vorum öfugmegin við strikið í kvöld og hlutirnir virðast ekki falla með okkur þessa dagana. Það er fúlt en við getum ekkert staldrað við þetta. Erum að spila risa leik á mánudaginn og það bara áfram gakk.“ Jóhann var þó ánægður með margt í leik sinna manna og þetta væri eitthvað til að byggja á fyrir næsta leik. „Klárlega ákveðin framför, klárlega frammistaða. En það eru samt einstaklingar sem eru ennþá að ströggla og eiga greinilega erfitt með að fóta sig í nýjum aðstæðum og allt það. En það er bara eins og það er. Við vorum klárlega talsvert betri núna og þetta er eitthvað í áttina í það sem við viljum standa fyrir heldur en það sem var. Miðað við þessa frammistöðu er fullt af góðum hlutum sem við getum tekið með okkur inn í mánudaginn.“ Næsti leikur og síðasti deildarleikur Grindavíkur fyrir jólafrí er gegn Haukum en Jóhann virðist eiga í einhverjum vandræðum með að muna hvað þjálfari Hauka heitir. Það var því ekki annað hægt en að enda viðtalið á að spyrja Jóhann hvort hann væri komið með nafnið á hreint. „Eeeeh, Maté?“ - svaraði Jóhann að lokum og glotti við tönn.
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Stjarnan 87-88 | Stjarnan hafði sigur á rafmögnuðum lokamínútum Grindavík og Stjarnan höfðu bæði tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Subway-deild karla og það var því hart barist í Smáranum í kvöld. Stjörnumenn höfðu að lokum eins stigs sigur í hörkuspennandi leik. 7. desember 2023 23:26