Óskhyggja er ekki skjól Hörður Arnarson skrifar 9. desember 2023 10:01 Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Hörður Arnarson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Við vinnum eins mikla raforku og virkjanir okkar og vatnsbúskapur framast leyfa. Nýjar virkjanir eru löngu klárar á teikniborðinu en þær skila ekki orku til samfélagsins fyrr en að nokkrum árum liðnum. Erfitt er að tímasetja það með vissu, þar sem þær velkjast enn í löngu og flóknu leyfisveitingaferli. Við þessar aðstæður er raforkuöryggi heimilanna í landinu ógnað. Ekki bara heimilanna, heldur líka fyrirtækjanna sem kaupa raforku á sama markaði. Það eru öll smærri fyrirtæki landsins og um leið lang flest fyrirtæki og atvinnurekendur. Ýmsir lýsa furðu á þessari stöðu. Hún kemur okkur hjá Landsvirkjun ekkert á óvart, enda höfum við árum saman varað við þessari atburðarás. Við sáum að eftirspurnin jókst sífellt á sama tíma og leyfisveitingaferli nýrra virkjana, sem alltaf hefur verið langt og tyrfið, varð enn tímafrekara og flóknara. Við bentum á að orkuvinnslan gæti ekki mætt eftirspurn eftir rafmagni fyrir eðlilegan vöxt atvinnulífsins og margboðuð orkuskipti. Hörð samkeppni um orkuna Nú er svo komið að orkan er uppseld. Við þurfum að hafna mörgum góðum hugmyndum um áhugaverða uppbyggingu í atvinnulífinu af því að rafmagnið er ekki til. Það er nógu slæmt í sjálfu sér. Hitt er verra, að sívaxandi eftirspurn eftir rafmagni þýðir að heimili og smærri fyrirtæki mæta allt í einu harðari samkeppni um orkuna á heildsölumarkaði sem hingað til hefur verið örugg og þeim öllum tryggð. Það er við þessar aðstæður sem Alþingi ætlar að grípa í taumana og setja lög um raforkuöryggi. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Orkustofnun fái heimild til að grípa inn í raforkumarkaðinn til að tryggja að ekki verði gengið á hlut heimila og smærri fyrirtækja, þannig að þau geti áfram treyst á örugga afhendingu orku á stöðugu verði. Ekki er um nein afskipti af sölu til stórnotenda að ræða, þeir munu áfram keppa um raforkuna á markaðsforsendum. Önnur leið væri að láta markaðslögmálin einfaldlega ráða. Sú færa leið myndi leiða til mikillar hækkunar á raforkuverði, a.m.k. þar til nýjar virkjanir kæmu í rekstur eftir 3-4 ár. Á því tímabili væri reyndar alls óvíst hvort öll heimili og smærri fyrirtæki fengju yfir höfuð raforku ef aðrir, t.d. aðilar sem stunda rafmyntagröft, byðu betur í þá orku sem fengist á markaði. Þessa leið eru án efa fáir ábyrgir stjórnmálamenn tilbúnir að styðja. Vandi nútíðar Að sjálfsögðu hefði verið ákjósanlegt að leysa vandann með því að tryggja nægilega uppbyggingu orkuvinnslu, fremur en með lagasetningu af þessu tagi. Það er þó því miður of seint í rassinn gripið, því jafnvel þótt Alþingi setti núna lög til að tryggja aukna orkuvinnslu myndu nokkur ár líða þar til ný virkjun yrði gangsett, hvers eðlis sem hún væri. Á þeim árum væri orkuöryggi heimila og smærri fyrirtækja ógnað. Við hjá Landsvirkjun höfum árum saman varað við þessum framtíðarvanda, sem er núna orðinn nútíðarvandi. Hann hefur þegar raungerst. Heimili og smærri fyrirtæki eru óvarin og Alþingi hefur kosið að koma þeim til varnar. Allir sem að málum koma vona auðvitað að ekki komi til þess að beita þurfi ákvæðum væntanlegra laga með inngripum á markaði. Við getum hins vegar ekki látið óskhyggjuna vera eina skjól þeirra sem eiga rétt á tryggri orku í daglegu lífi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun