Sniðgöngum Kærleikskúluna Einar Örn Jónsson skrifar 10. desember 2023 09:30 Það er sárt að sjá að ágóði af sölu Kærleikskúlunnar 2023 skuli renna til sumarbúðanna í Reykjadal. Það er ástæða til að rifja upp að Kærleikskúlan er gefin út af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF) sem einnig rekur téðar sumarbúðir. Stutt er síðan starfsmaður búðanna beitti níu ára stúlku sem þar dvaldi kynferðisofbeldi. Aðstandendum Kærleikskúlunnar ætti því að vera fullkunnugt um hvernig starfsmenn sumarbúðanna brugðust við glæpnum sem hefði auðvitað aldrei átt að eiga sér stað. Starfsmenn spilltu vettvangi glæpsins, komu geranda undan og kölluðu hvorki til lögreglu né barnavernd eins og þeim bar að gera lögum samkvæmt. Þannig brugðust þeir algerlega þolanda og aðstandendum hans. Enn hefur enginn axlað ábyrgð á kynferðisofbeldinu í Reykjadal sumarið 2022. Hvorki þáverandi framkvæmdastjóri Reykjadals, Vilmundur Gíslason, né forstöðumaður Reykjadals, Andrea Rói Sigurbjörns, voru látin taka pokann sinn í kjölfar atviksins. Þegar Vilmundur hætti fyrir aldurs sakir löngu síðar var honum þvert á móti þakkað fyrir 25 „farsæl“ ár í starfi á vef SLF. Þá situr Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar SLF, enn í formannstól en hann þaggaði svo vel niður glæpinn að hann upplýsti ekki einu sinni alla stjórnarmenn um hann. Þeir starfsmenn og stjórnarmenn SLF sem vissu um glæpinn brugðust einnig forráðamönnum annarra barna í Reykjadal með því að upplýsa þá ekki strax um hvað gerst hafði. Það var ekki fyrr en aðstandendur þolanda í málsins fóru með málið í fjölmiðla mörgum mánuðum síðar að þeir neyddust til þess. Í kjölfar atviksins í Reykjadal var farið í úttekt á verkferlum í Reykjadal og komið upp viðbragðsáætlun í samstarfi við Barnaheill og er það vel. Hafa skal hugfast að SLF var nauðugur einn kostur að fara í þá vinnu því annars átti félagið yfir höfði sér að rekstrarleyfið yrði tekið af þeim og skellt í lás í Reykjadal. Okkur aðstandendum þolandans í málinu finnst hins vegar ótækt að SLF sé að fara í fjáröflun og ímyndarherferð á þessum tíma meðan enginn innan félagsins hefur axlað raunverulega ábyrgð á því sem þar gerðist sumarið 2023. Við hvetjum því fólk til að sniðganga Kærleikskúluna 2023. Ef fólk vill láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla hvetjum við það til að styrkja Stígamót í staðinn þetta árið. Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Maður sem er sagður hafa brotið á stúlku vinnur enn í kringum börn Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla þar sem börn sækja námskeið. 28. júní 2023 23:28 „Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sárt að sjá að ágóði af sölu Kærleikskúlunnar 2023 skuli renna til sumarbúðanna í Reykjadal. Það er ástæða til að rifja upp að Kærleikskúlan er gefin út af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF) sem einnig rekur téðar sumarbúðir. Stutt er síðan starfsmaður búðanna beitti níu ára stúlku sem þar dvaldi kynferðisofbeldi. Aðstandendum Kærleikskúlunnar ætti því að vera fullkunnugt um hvernig starfsmenn sumarbúðanna brugðust við glæpnum sem hefði auðvitað aldrei átt að eiga sér stað. Starfsmenn spilltu vettvangi glæpsins, komu geranda undan og kölluðu hvorki til lögreglu né barnavernd eins og þeim bar að gera lögum samkvæmt. Þannig brugðust þeir algerlega þolanda og aðstandendum hans. Enn hefur enginn axlað ábyrgð á kynferðisofbeldinu í Reykjadal sumarið 2022. Hvorki þáverandi framkvæmdastjóri Reykjadals, Vilmundur Gíslason, né forstöðumaður Reykjadals, Andrea Rói Sigurbjörns, voru látin taka pokann sinn í kjölfar atviksins. Þegar Vilmundur hætti fyrir aldurs sakir löngu síðar var honum þvert á móti þakkað fyrir 25 „farsæl“ ár í starfi á vef SLF. Þá situr Hörður Sigurðsson, formaður stjórnar SLF, enn í formannstól en hann þaggaði svo vel niður glæpinn að hann upplýsti ekki einu sinni alla stjórnarmenn um hann. Þeir starfsmenn og stjórnarmenn SLF sem vissu um glæpinn brugðust einnig forráðamönnum annarra barna í Reykjadal með því að upplýsa þá ekki strax um hvað gerst hafði. Það var ekki fyrr en aðstandendur þolanda í málsins fóru með málið í fjölmiðla mörgum mánuðum síðar að þeir neyddust til þess. Í kjölfar atviksins í Reykjadal var farið í úttekt á verkferlum í Reykjadal og komið upp viðbragðsáætlun í samstarfi við Barnaheill og er það vel. Hafa skal hugfast að SLF var nauðugur einn kostur að fara í þá vinnu því annars átti félagið yfir höfði sér að rekstrarleyfið yrði tekið af þeim og skellt í lás í Reykjadal. Okkur aðstandendum þolandans í málinu finnst hins vegar ótækt að SLF sé að fara í fjáröflun og ímyndarherferð á þessum tíma meðan enginn innan félagsins hefur axlað raunverulega ábyrgð á því sem þar gerðist sumarið 2023. Við hvetjum því fólk til að sniðganga Kærleikskúluna 2023. Ef fólk vill láta gott af sér leiða í aðdraganda jóla hvetjum við það til að styrkja Stígamót í staðinn þetta árið. Höfundur er foreldri.
Maður sem er sagður hafa brotið á stúlku vinnur enn í kringum börn Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, vinnur í dag í reiðskóla þar sem börn sækja námskeið. 28. júní 2023 23:28
„Þetta hefur hangið yfir okkur mjög lengi og valdið okkur mikilli vanlíðan“ Faðir stúlku með fötlun sem sagði þroskaskertan starfsmann sumarbúðanna í Reykjadal hafa brotið á sér kynferðislega síðasta sumar segir nýútkomna skýrslu um málið vera lið í því að ljúka málinu af hálfu fjölskyldunnar. Málið hafi tekið mikið á fjölskylduna. 2. júní 2023 12:36
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar