Hættum að brenna olíu og tíma! Haraldur Þór Jónsson skrifar 11. desember 2023 22:30 Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar. Fyrir 60 árum lögðum við grunn að því raforkukerfi sem við þekkjum í dag. Það gerðum við með því að undanskilja raforkuframleiðslu frá öllum sköttum ríkis og sveitarfélaga, nema því að borga fasteignagjöld af húsum. Orkuframleiðslan var skilgreind þjóðhagslega mikilvæg og ekki byggð upp til að skila arði. Fyrir 20 árum síðan var raforkulögunum breytt og framleiðsla og sala á raforku var gerð að samkeppnismarkaði. Arðsemiskrafa var sett á orkuframleiðslu og því engin forsenda lengur fyrir undanþágum frá lögboðnum tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga. Þá var búið að afnema allar undanþágur orkufyrirtækjanna frá sköttum til ríkisins en eftir sátu undanþágur orkumannvirkja frá fasteignamati og því að greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga. Í dag er takmarkaður ávinningur fyrir sveitarfélög til þess að heimila uppbyggingu á orkumannvirkjum. Slík staða getur ekki gengið lengur. Það verður að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna til þess að tryggja nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegan ávinning í frekari grænni orkuframleiðslu sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna á þessu ári og lagt fram fullmótaðar og sanngjarnar hugmyndir um hvernig afnema megi síðustu undanþágu orkuvinnslu frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna. Með því móti kæmust sveitarfélögin á Íslandi á sambærilegan stað og sveitarfélög í Noregi hafa verið í um áratuga skeið, enda hafa byggst upp öflug sveitarfélög í Noregi þar sem orkuframleiðsla á sér stað, annað en á Íslandi. Þann 7. júní síðastliðinn skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn á að skila af sér í þessari viku. Mikilvægt er að niðurstaðan leiði til þess að frekari græn orkuframleiðsla skili efnahagslegum ávinningi í nærumhverfið. Á alþingi í dag kom hver stjórnarandstöðuflokkurinn á fætur öðrum upp í pontu og lýsti yfir stuðningi við allar þær aðgerðir sem myndu auka græna orkuframleiðslu. Sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins eins og allar aðrar atvinnugreinar þurfa að greiða mun tryggja aukna græna orkuvinnslu og á sama tíma tryggja öflug samfélög á landsbyggðinni þar sem orkuframleiðslan á sér stað. Ekki ætti að vera erfitt að koma slíku frumvarpi í gegnum Alþingi miðað við stuðningsyfirlýsingar stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í dag. Hættum að brenna olíu og tíma, hefjum uppbyggingu aukinnar grænnar orkuframleiðslu og á sama tíma byggjum upp öflug og eftirsóknarverð samfélög í nærumhverfi orkuframleiðslu. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar. Fyrir 60 árum lögðum við grunn að því raforkukerfi sem við þekkjum í dag. Það gerðum við með því að undanskilja raforkuframleiðslu frá öllum sköttum ríkis og sveitarfélaga, nema því að borga fasteignagjöld af húsum. Orkuframleiðslan var skilgreind þjóðhagslega mikilvæg og ekki byggð upp til að skila arði. Fyrir 20 árum síðan var raforkulögunum breytt og framleiðsla og sala á raforku var gerð að samkeppnismarkaði. Arðsemiskrafa var sett á orkuframleiðslu og því engin forsenda lengur fyrir undanþágum frá lögboðnum tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga. Þá var búið að afnema allar undanþágur orkufyrirtækjanna frá sköttum til ríkisins en eftir sátu undanþágur orkumannvirkja frá fasteignamati og því að greiða fasteignagjöld til sveitarfélaga. Í dag er takmarkaður ávinningur fyrir sveitarfélög til þess að heimila uppbyggingu á orkumannvirkjum. Slík staða getur ekki gengið lengur. Það verður að afnema undanþágu orkufyrirtækjanna frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna til þess að tryggja nærumhverfi orkuvinnslu efnahagslegan ávinning í frekari grænni orkuframleiðslu sem nauðsynlegt er að ráðast í strax. Sveitarfélögin hafa unnið heimavinnuna á þessu ári og lagt fram fullmótaðar og sanngjarnar hugmyndir um hvernig afnema megi síðustu undanþágu orkuvinnslu frá lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaganna. Með því móti kæmust sveitarfélögin á Íslandi á sambærilegan stað og sveitarfélög í Noregi hafa verið í um áratuga skeið, enda hafa byggst upp öflug sveitarfélög í Noregi þar sem orkuframleiðsla á sér stað, annað en á Íslandi. Þann 7. júní síðastliðinn skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp til að endurskoða skattaumhverfi orkuvinnslu á Íslandi. Starfshópurinn á að skila af sér í þessari viku. Mikilvægt er að niðurstaðan leiði til þess að frekari græn orkuframleiðsla skili efnahagslegum ávinningi í nærumhverfið. Á alþingi í dag kom hver stjórnarandstöðuflokkurinn á fætur öðrum upp í pontu og lýsti yfir stuðningi við allar þær aðgerðir sem myndu auka græna orkuframleiðslu. Sanngjarnar tekjur til nærsamfélagsins eins og allar aðrar atvinnugreinar þurfa að greiða mun tryggja aukna græna orkuvinnslu og á sama tíma tryggja öflug samfélög á landsbyggðinni þar sem orkuframleiðslan á sér stað. Ekki ætti að vera erfitt að koma slíku frumvarpi í gegnum Alþingi miðað við stuðningsyfirlýsingar stjórnarandstöðuflokka á Alþingi í dag. Hættum að brenna olíu og tíma, hefjum uppbyggingu aukinnar grænnar orkuframleiðslu og á sama tíma byggjum upp öflug og eftirsóknarverð samfélög í nærumhverfi orkuframleiðslu. Höfundur er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar