Al Ittihad tók forystuna á 29. mínútu með marki frá Romarinho áður en N'Golo Kanté tvöfaldaði forystu liðsins fimm mínútum síðar.
Karim Benzema skoraði svo þriðja mark liðsins þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan var því 3-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Hvorugu liðinu tókst hins vegar að skora í seinni hálfleik og niðurstaðan varð því 3-0 sigur Al Ittihad sem er á leið í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða þar sem liðið mætir egypska liðinu Al Ahly.