Erfitt að vera alltaf illt en lausnin vonandi fundin Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 22:46 Kári Jónsson hefur komið við sögu í fjórum leikjum með Val í vetur en verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir bæði hann og Val. vísir/Anton Kári Jónsson, einn albesti leikmaður Subway-deildarinnar í körfubolta, spilar hugsanlega ekki meira með liði Vals á þessari leiktíð, eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna meiðsla í fæti. Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“ Subway-deild karla Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
Í aðgerðinni var bútur tekinn af hælbeini Kára og beinið slípað til, svo að það hætti að nuddast í hásinina, og særa hana. Kári segir meiðslin hreint ekki ný af nálinni en að þau hafi ágerst og orðið ef slæm nú í haust. „Þetta er svipað og ég hef verið með í mörg ár, sömu meiðsli og ég fór í aðgerð vegna þegar ég spilaði á Spáni 2018,“ segir Kári við Vísi, en hann var þá á mála hjá spænska stórveldinu Barcelona og lék með varaliði félagsins. Kári segir að þó að meiðslin stöðvi hann aftur núna, næstu mánuðina, þá sé ekki hægt að segja að mistök hafi verið gerð í fyrri aðgerðinni 2018. Búinn að eiga við meiðslin lengi „Nei. Það var bara ekki alveg vitað hvað þetta væri. Það var ekki gert alveg nóg og þetta hefur svo þróast svona með tímanum. Einkennin voru aðeins önnur þá en á sama svæði. Ég er búinn að díla við þetta lengi en þetta varð extra slæmt eftir síðasta tímabil, og ég fann þegar ég fór aftur af stað eftir sumarfríið að það yrði að gera eitthvað í þessu. Það er búið að reyna nokkra hluti og þetta varð því miður lokaniðurstaðan, en þetta er skynsamlegt til að þetta lagist,“ segir Kári. Svekktur og vill hjálpa mjög spennandi liði „Vonandi verður maður bara eins og nýr,“ segir Kári en hann segir enn óljóst hve lengi hann verði frá keppni. Það er þó talið í mánuðum og svo gæti farið að tímabilinu sé lokið en Kári vonast að sjálfsögðu til að geta tekið þátt í titilbaráttu Valsmanna. „Maður er mest svekktur og fúll núna, því maður vill auðvitað vera með og spila og hjálpa liðinu. Mér finnst við vera með mjög spennandi lið og hóp sem er virkilega gaman að vera í, en á sama tíma er þreytandi og andlega erfitt að vera alltaf illt. Ef maður lítur á björtu hliðarnar þá er þetta vonandi einhver lausn á þessum vanda. Vonandi verður maður verkjalaus, eða verkjaminni, eftir þetta.“
Subway-deild karla Valur Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira