Orban stöðvar 50 milljarða evru hjálparpakka ESB til Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2023 06:38 Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, styður ekki þá ákvörðun að Evrópusambandið hefji aðildarviðræður við Úkraínu. AP Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa stöðvað fyrirhugaðan 50 milljarða evru hjálparpakka Evrópusambandsins til Úkraínu. Ákvörðun Ungverja var tekin fáeinum klukkustundum eftir að samkomulag náðist um að hefja viðræður um aðild Úkraínu að sambandinu. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana. Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hafði áður sagt það vera fáránlegt að hefja aðildarviðræður. Það væri sömuleiðis ótækt að ríki, sem sé ekki aðili að ESB skuli fá háar fjárhæðir frá sambandinu. Upphæðin sem um ræðir samsvarar nú um 7.500 milljörðum íslenskra króna. „Samantekt fyrir næturvaktina: neitunarvaldi beitt gegn aukafjárveitingum til Úkraínu,“ sagði Orban eftir fund leiðtogaráðs ESB sem lauk í Brussel í nótt, að því er segir í frétt BBC. Úkraína er mjög háð fjárveitingum frá ESB og Bandaríkjunum vegna stríðsreksturs eftir innrás Rússa í landið í febrúar 2022. Viðræðum fram haldið á næsta ári Aðrir leiðtogar aðildarríkja sögðu að viðræður um aðstoð til Úkraínu myndu halda áfram snemma á næsta ári. „Við erum enn með nokkurn tíma. Fjármagn Úkraínu mun ekki þrjóta á næstu vikum,“ sagði Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands. „Samkomulag náðist milli 26 ríkja. Viktor Orban, Ungverjaland, eru hins vegar ekki enn reiðubúin til þess. Ég er nokkuð öruggur um að við munum ná samkomulagi snemma á næsta ári. Við erum þá að hugsa um lok janúar.“ Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, eftir fundinn í nótt.AP Yfirgaf fundarsalinn Fyrr um daginn hafði samkomulag náðst um að ESB myndi hefja aðildarviðræður við bæði Úkraínu og Moldóvu og veita Georgíu stöðu umsóknarríkis. Ungverjaland, sem hefur viðhaldið tengslum við stjórnvöld í Rússlandi eftir innrás, hefur um langt skeið talað gegn aðild nágrannaríkis síns, Úkraínu. Orban og ungversk stjórnvöld beittu hins vegar ekki neitunarvaldi sínu í því máli, en greint var frá því að Orban hafi yfirgefið fundarsalinn þegar ákvörðunin var tekin. Lýsti Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, því svo yfir að ákvörðunin hafi verið einróma. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur verið á ferðalagi síðustu daga í þeim tilgangi að biðja um aukið fjármagn til stríðsrekstursins. Til umræðu hefur verið á bandaríska þinginu hvort veita skuli Úkraínumönnum 61 milljarða dali, en enn á eftir að taka ákvörðun um slíkt vegna deilna Demókrata og Repúblikana.
Ungverjaland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. 14. desember 2023 19:08