„Það hefur enginn beðið um þessa bók“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 12:14 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir enga eftirspurn vera eftir bókinni. Vísir/Samsett Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir ummæli Þorsteins V. Einarssonar varðandi sölu á bók sinni og konu hans Huldu Tölgyes dæma sig sjálf. Mikið hefur verið talað um þriðju vaktina svokölluðu en hugtakið lýsir því ólaunuða og oft vanmetna hugarálagi heimilisskipulagsins svo sem utanumhald og yfirsýn fremur en að framkvæma heimilisverkin sem myndi flokkast undir aðra vaktina. Nafngreindi starfsmann og sigaði fylgjendum sínum á hann Hjónin skrifuðu bók um þriðju vaktina sem kom út í vetur en verslunarrisinn Bónus tók þá ákvörðun að bókin yrði ekki seld þar á bæ um jólin. Þorsteinn birti í kjölfarið færslu á Instagram þar sem hann sagði bókinni hafa verið hafnað af „tilfinningalegum og huglægum ástæðum en ekki málefnalegum ástæðum.“ Í færslunni nafngreindi hann starfsmanninn sem átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti þúsundir fylgjendur sína til að senda á hann tölvupóst og krefja hann um að selja bókina í versluninni. „Hann kaus að fara þessa leið“ Guðmundur Marteinsson segir að brosað sé að þessu innanhús og að það sé aldrei hægt að gera öllum til hæfis. „Hann kaus að fara þessa leið og gera þetta með þessum hætti. Það er bara hann. Ég stend bara með Ester,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Ester er nafn starfsmannsins sem hafi tekið ákvörðunina. Guðmundur segir málið vera einfalt og að ákvörðunin hafi ekkert með tilfinningar viðkomandi starfsmanns að gera. „Þetta snýst um það að við höfum lítið pláss fyrir bækur og þurfum að vanda valið á því sem er tekið inn. Við hlustum á útgefendurna og með hverju þeir mæla. Svo ef það koma fyrirspurnir frá kúnnum þá tökum við hana inn, þannig virkar kerfið. Við erum bara með takmarkaðan fjölda sem við getum tekið inn,“ segir hann. Eftirspurnir ekki borist Jafnframt segir hann að alltaf sé rúm til endurskoðunar á slíkum ákvörðununm ef kúnnar verslunarinnar biðji um að seld sé tiltekin bók eða vara en að slíkar eftirspurnir hafi ekki borist. „Svo er það bara þannig að ef það er eftirspurn eftir bókinni frá neytendum, þá er það endurskoðað og metið en það hefur ekki verið í þessu tilfelli. Það hefur enginn beðið um þessa bók. Það er staðan,“ segir Guðmundur. Jafnréttismál Jól Matvöruverslun Verslun Bókaútgáfa Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Mikið hefur verið talað um þriðju vaktina svokölluðu en hugtakið lýsir því ólaunuða og oft vanmetna hugarálagi heimilisskipulagsins svo sem utanumhald og yfirsýn fremur en að framkvæma heimilisverkin sem myndi flokkast undir aðra vaktina. Nafngreindi starfsmann og sigaði fylgjendum sínum á hann Hjónin skrifuðu bók um þriðju vaktina sem kom út í vetur en verslunarrisinn Bónus tók þá ákvörðun að bókin yrði ekki seld þar á bæ um jólin. Þorsteinn birti í kjölfarið færslu á Instagram þar sem hann sagði bókinni hafa verið hafnað af „tilfinningalegum og huglægum ástæðum en ekki málefnalegum ástæðum.“ Í færslunni nafngreindi hann starfsmanninn sem átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti þúsundir fylgjendur sína til að senda á hann tölvupóst og krefja hann um að selja bókina í versluninni. „Hann kaus að fara þessa leið“ Guðmundur Marteinsson segir að brosað sé að þessu innanhús og að það sé aldrei hægt að gera öllum til hæfis. „Hann kaus að fara þessa leið og gera þetta með þessum hætti. Það er bara hann. Ég stend bara með Ester,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Ester er nafn starfsmannsins sem hafi tekið ákvörðunina. Guðmundur segir málið vera einfalt og að ákvörðunin hafi ekkert með tilfinningar viðkomandi starfsmanns að gera. „Þetta snýst um það að við höfum lítið pláss fyrir bækur og þurfum að vanda valið á því sem er tekið inn. Við hlustum á útgefendurna og með hverju þeir mæla. Svo ef það koma fyrirspurnir frá kúnnum þá tökum við hana inn, þannig virkar kerfið. Við erum bara með takmarkaðan fjölda sem við getum tekið inn,“ segir hann. Eftirspurnir ekki borist Jafnframt segir hann að alltaf sé rúm til endurskoðunar á slíkum ákvörðununm ef kúnnar verslunarinnar biðji um að seld sé tiltekin bók eða vara en að slíkar eftirspurnir hafi ekki borist. „Svo er það bara þannig að ef það er eftirspurn eftir bókinni frá neytendum, þá er það endurskoðað og metið en það hefur ekki verið í þessu tilfelli. Það hefur enginn beðið um þessa bók. Það er staðan,“ segir Guðmundur.
Jafnréttismál Jól Matvöruverslun Verslun Bókaútgáfa Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira