Fyrsta HM félagsliða með 32 liðum verður sumarið 2025 Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 23:01 Gianni Infantino forseti FIFA á blaðamannafundinum í Sádi Arabíu í dag. Vísir/Getty FIFA hefur staðfest að fyrsta 32-liða heimsmeistaramót félagsliða fari fram sumarið 2025 í Bandaríkjunum. Gagnrýnisraddar eru þegar á lofti vegna aukins álag á leikmenn. Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira
Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum. Greint var frá hugmyndum um nýtt fyrirkomulag í fyrra. FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí. Chelsea, Real Madrid og Manchester City hafa nú þegar tryggt sér sæti á mótinu með sigri í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú tímabilin. Þá hafa Bayern Munchen, PSG, Inter Milan, Porto og Benfica sömuleiðis tryggt sér sæti í gegnum stöðu á stigalista UEFA. Gianni Infantino staðfesti fréttir af nýju fyrirkomulagi á fundi í Sádi Arabíu í dag. Mótið mun fara fram á fjögurra ára fresti á þeim tímapunkti þar sem FIFA hélt áður Álfukeppnina, ári fyrir heimsmeistaramót landsliða. FIFA segir að þessi tími hafi verið valinn þar sem hann passar vel við alþjóðlega leikdaga og til að tryggja að leikmenn fái næga hvíld áður en deildakeppnir hefjast á ný. Engin virðing borin fyrir fjölskyldulífi leikmanna Þessi ákvörðun FIFA hefur engu að síður hlotið töluverða gagnrýni, bæði í dag sem og á síðustu mánuðum þegar fregnir bárust af fyrirætlununum. Formaður leikmannasamtakanna á Englandi segir að ákvörðun FIFA að láta verða af stækkun mótsins sýni að þeim sé sama um velferð leikmanna. „Leikmenn eru orðnir að peðum í valdabaráttu ráðandi afla í knattspyrnuheiminum. Það er enginn tilbúinn að taka eitt skref til baka eða vinna saman að því að búa til sjálfbært dagatal knattspyrnumanna.“ Hann segir að ákvarðanirnar hafi bæði áhrif á leikmenn sem og framtíð stórmótanna. FIFA confirm the Club World Cup in USA will debut from 15 June to 13 July 2025. Clubs confirmed via UCL pathway: Man City, Real Madrid, Chelsea. Clubs confirmed via ranking: Bayern, PSG, Inter, Benfica, Porto. 4 Four more club will be confirmed soon. pic.twitter.com/GzxYnBzXT2— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 17, 2023 „Leikmenn meiðast eða draga sig úr leikmannahópum til að geta tekið eigin ákvarðanir þegar kröfurnar eru orðnar svona miklar.“ Alþjóðlegu leikmannasamtökin Fifpro segir að engin virðing sé borin fyrir fjölskyldulífi leikmannanna. „Stækkun mótsins mun þýða minni hvíld og tíma til endurheimtar fyrir leikmennina í lok tímabilsins 2024-25. Þetta mun einnig hafa áhrif á mörkin á milli móta félagsliða og landsliða.“ Um leið og FIFA greindi frá fyrirætlunum um stækkun heimsmeistaramóts félagsliða sagði sambandið að frá og með desember á næsta ári færi fram leikur á milli sigurvegara Meistaradeildar Evrópu og liðs sem kæmi í gegnum alþjóðlega undankeppni hinna álfusambandanna.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Sjá meira