Öryggisráð? Ólafur Aron Sveinsson skrifar 18. desember 2023 18:31 Þrátt fyrir eldfjallahættu, storma og aðra áhættuþætti er Ísland talið eitt öruggasta landsvæði í heimi fyrir fólk að búa. Öruggt að því leitinu til að mönnum virðist ekki stafa eins mikil hætta af okkar eigin tegund eins og víða annars staðar í heiminum. Að annars landfræðilega óöruggt landsvæði skuli skv. ýmsum samfélagslegum mælikvörðum (*GPI) verið talið öruggasta land heims finnst mér áhugaverð tilhugsun. Öryggisvitundin kemur m.a fram í því að þegar raunveruleg vá ógnar öryggi landsbúa, verður samstaðan áþreifanleg og augljós – án frekari málalenginga. Af hverju? Held að það sé m.a vegna þess að öryggi samborgara okkar skiptir okkur máli – er hluti af okkar eigin öryggiskennd. Sást nýverið í Grindavík. Í sama skyni má ætla að foreldrar eða aðstandendur sem varðveita börn í hjarta sér, hafi einnig börn annarra í sjónlínu sinni. Í hluttekningu við mannlegan veruleika - mannlegur eiginleiki sem ræðst ekki beint af pólitík, þó að fólk geri eðlilega þá grunngröfu að pólitísk öfl taki tillit til þessa grundvallar þáttar í hvers kyns framvindu mála. Hvað yrði um mannlegt samfélag til legnri tíma annars? Í því skyni myndi maður halda að velferðarríki nútímann varði vel slíkar grunnþarfir eða gildi sem forsenda sínss eigin samfélags. Ýmsir þar til gerðir alþjóðlegir sáttmálar og viðmið hafa verið sett í gegnum tíðinna, en virðast undanfarin misseri verið einfaldlega virtir að vettugi af aþjóðasamfélaginu. Engin yfirlýst afstaða tekin, á meðan voðaverk eru framin undir berum himni í miðausturlölndum. Heyra má í fréttaflutningi að það eigi sér stað undir því yfirskyni að óvinurinn feli sig þar sem börn og óbreyttir borgarar hafi sig við. En er það nóg til að réttlæta athæfið? Er þegar öllu er á botninn hvolft ekki allt ofbeldi blindað af einhvers konar sjálfs réttlætanlegri afstöðu, gegnur fram án tillits til tilveru réttar annarra? Verður fólk, eða ríki sem verða vitni af slíku ekki einfaldlega að bíða með að stilla saman strengjum pólitískra- eða viðkiptalegra hagsmuna, þangað til grundvallar mannréttindi eru tryggð? Er staðan eins og hún er orðin ekki jafn einföld og ef kvika myndi ryðja sér til rúms undir fótum okkar? Ekkert annað að gera enn að ýta afdráttarlaust á rauða takkann? Að því loknu ræða hlutina á pólitískum vettvangi? Liggur ekki beinast við að það sé í höndum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að brugðist sé við í nafni heildarhagsmuna og mannréttinda? Ef leikreglur aþjóðasamfélagsins eru ekki brotnar með fjöldadauða varnarlausra borgara, hvenær er þá farið út fyrir mörkin? Hvar eru mörkin í samstöðu eða hlutleysi, þannig það grafi ekki undan okkar eigin grunngildium? Er það í raun pólitískt álitamál hvort það sé ásættanlegt að fórna lífi óbreytta borgara í þúsundatali? Hvert er hlutverk alþjóðasamfélagsins, sbr öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef það er ekki að minnsta kosti varða öryggi barna þessa heims? Höfundur er leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir eldfjallahættu, storma og aðra áhættuþætti er Ísland talið eitt öruggasta landsvæði í heimi fyrir fólk að búa. Öruggt að því leitinu til að mönnum virðist ekki stafa eins mikil hætta af okkar eigin tegund eins og víða annars staðar í heiminum. Að annars landfræðilega óöruggt landsvæði skuli skv. ýmsum samfélagslegum mælikvörðum (*GPI) verið talið öruggasta land heims finnst mér áhugaverð tilhugsun. Öryggisvitundin kemur m.a fram í því að þegar raunveruleg vá ógnar öryggi landsbúa, verður samstaðan áþreifanleg og augljós – án frekari málalenginga. Af hverju? Held að það sé m.a vegna þess að öryggi samborgara okkar skiptir okkur máli – er hluti af okkar eigin öryggiskennd. Sást nýverið í Grindavík. Í sama skyni má ætla að foreldrar eða aðstandendur sem varðveita börn í hjarta sér, hafi einnig börn annarra í sjónlínu sinni. Í hluttekningu við mannlegan veruleika - mannlegur eiginleiki sem ræðst ekki beint af pólitík, þó að fólk geri eðlilega þá grunngröfu að pólitísk öfl taki tillit til þessa grundvallar þáttar í hvers kyns framvindu mála. Hvað yrði um mannlegt samfélag til legnri tíma annars? Í því skyni myndi maður halda að velferðarríki nútímann varði vel slíkar grunnþarfir eða gildi sem forsenda sínss eigin samfélags. Ýmsir þar til gerðir alþjóðlegir sáttmálar og viðmið hafa verið sett í gegnum tíðinna, en virðast undanfarin misseri verið einfaldlega virtir að vettugi af aþjóðasamfélaginu. Engin yfirlýst afstaða tekin, á meðan voðaverk eru framin undir berum himni í miðausturlölndum. Heyra má í fréttaflutningi að það eigi sér stað undir því yfirskyni að óvinurinn feli sig þar sem börn og óbreyttir borgarar hafi sig við. En er það nóg til að réttlæta athæfið? Er þegar öllu er á botninn hvolft ekki allt ofbeldi blindað af einhvers konar sjálfs réttlætanlegri afstöðu, gegnur fram án tillits til tilveru réttar annarra? Verður fólk, eða ríki sem verða vitni af slíku ekki einfaldlega að bíða með að stilla saman strengjum pólitískra- eða viðkiptalegra hagsmuna, þangað til grundvallar mannréttindi eru tryggð? Er staðan eins og hún er orðin ekki jafn einföld og ef kvika myndi ryðja sér til rúms undir fótum okkar? Ekkert annað að gera enn að ýta afdráttarlaust á rauða takkann? Að því loknu ræða hlutina á pólitískum vettvangi? Liggur ekki beinast við að það sé í höndum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að brugðist sé við í nafni heildarhagsmuna og mannréttinda? Ef leikreglur aþjóðasamfélagsins eru ekki brotnar með fjöldadauða varnarlausra borgara, hvenær er þá farið út fyrir mörkin? Hvar eru mörkin í samstöðu eða hlutleysi, þannig það grafi ekki undan okkar eigin grunngildium? Er það í raun pólitískt álitamál hvort það sé ásættanlegt að fórna lífi óbreytta borgara í þúsundatali? Hvert er hlutverk alþjóðasamfélagsins, sbr öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef það er ekki að minnsta kosti varða öryggi barna þessa heims? Höfundur er leiðbeinandi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar