Breiðfylking að myndast til að ná niður vöxtum og verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2023 11:54 Ragnar Þór Ingólfsson segir að nú þegar sé búin að mynda breiðfylkingu innan verkalýðshreyfingarinnar sem ætti að geta náð samningum við SA, með aðkomu stjórnvalda, í næsta mánuði. Stöð 2/Arnar Formaður VR er bjartsýnn á að breiðfylking stéttarfélaga nái að gera sögulega kjarasamninga í janúar sem stuðli að verðbólguhjöðnun og vaxtalækkunum. Það skipti meira máli en nokkrir þúsundkallar til eða frá í launahækkunum. Formenn landsambanda verkalýðsfélaga og stærstu félaganna á almenna vinnumarkaðnum funduðu í gær þar sem ekki tókst að ná samstöðu allra innan Alþýðusambandsins um stefnuna í komandi kjarasamningum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að engu að síður væri breiðfylking að myndast. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu, eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ segir Ragnar Þór. Innan verkalýðshreyfingarinnar er ríkur vilji til að líta til lífskjarasamninganna svo kölluðu sem gerðir voru árið 2019 og tryggðu launafólki aukinn kaupmátt.Vísir/Vilhelm Þannig ætli fjölmennustu félögin VR og Efling, ásamt Landsambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn að halda hópinn. Einhver félög innan samtaka iðnaðarmanna muni væntanega einnig slást í för. Komandi kjarasamningar til nokkurra ára snúist ekki um krónutölur. „Þetta snýst í rauninni um að gera kjarasamning sem vinnur niður verðbólgu og vaxtastigið. Þar eru langmestu hagsmunirnir. Síðan fjöldamörg önnur mál sem snúa að kerfisbreytingum, til dæmis varðandi húsnæðislánamarkaðinn. Síðan tilfærslukerfin. Þar eru stóru tölurnar og þar er miklu meira undir en krónur eða þúsundkallar til eða frá í launahækkanir,“ segir formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir skipta höfuðmáli að gera samninga sem nái niður verðbólgu og vöxtum. Vísir/Vilhelm Fyrst þurfi að ná samningum við Samtök atvinnulífsins en síðan verði stjórnvöld og Seðlabanki að koma að málum. „Ef við náum nægilega stórum hópi til að vinna að þessu markmiði þá gætum við mögulega gert tímamótasamning í janúar,“ segir Ragnar Þór. Misjöfn sjónarmið væru vissulega uppi innan verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir eða blandaða leið. En það væri miklu meira undir í komandi kjarasamningum sem skipti miklu meira máli. „Og ef við getum náð árangri bæði varðandi tilfærslukerfin, vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfin, barnabætur, húsnæðismarkaðinn og sömuleiðis húsnæðislánakerfið okkar. Miklu fleiri atriði sem við erum að ræða sem eru risastór hagsmunamál almennings, þá á launaliðurinn ekki að vera ágreiningsefni eins og hann er og hefur verið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn ASÍ Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki samstaða innan ASÍ um áherslur í komandi kjaraviðræðum Ekki tókst að ná samstöðu um að landsambönd og félög innan Alþýðusambandsins fari sameiginlega fram í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Forseti ASÍ segir samningaviðræður geta orðið flóknari fyrir vikið en vonar engu að síður að nýir samningar náist áður en núgildandi samningar renna út í lok janúar. 19. desember 2023 15:19 Frost í viðræðum flugumferðarstjóra og SA Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Sáttasemjari segir að litið sé til þess að gera skammtímasamning. 18. desember 2023 19:21 Regluleg heildarlaun voru hæst hjá ríkisstarfsmönnum Á fyrri helmingi þessa árs dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 2,7 prósent á milli ára en laun á mann hækkuðu um 8,6 prósent á fyrri helming 2023. Regluleg heildarlaun voru almennt hæst hjá ríkisstarfsmönnum í maí eða 880 þúsund krónur. Launin voru 29 þúsund krónum hærri en þegar litið er til heildarlauna allra hópa. 18. desember 2023 16:16 Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. 18. desember 2023 11:48 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Formenn landsambanda verkalýðsfélaga og stærstu félaganna á almenna vinnumarkaðnum funduðu í gær þar sem ekki tókst að ná samstöðu allra innan Alþýðusambandsins um stefnuna í komandi kjarasamningum. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að engu að síður væri breiðfylking að myndast. „Við erum, hvað á ég að segja, 95 prósent af Alþýðusambandinu, eða félögum innan Alþýðusambandsins sem ætlum að halda þessari vinnu áfram. Það er mun stærri og öflugri hópur en var til dæmis á bakvið lífskjarasamninginn 2019,“ segir Ragnar Þór. Innan verkalýðshreyfingarinnar er ríkur vilji til að líta til lífskjarasamninganna svo kölluðu sem gerðir voru árið 2019 og tryggðu launafólki aukinn kaupmátt.Vísir/Vilhelm Þannig ætli fjölmennustu félögin VR og Efling, ásamt Landsambandi íslenskra verslunarmanna, Starfsgreinasambandinu og Samiðn að halda hópinn. Einhver félög innan samtaka iðnaðarmanna muni væntanega einnig slást í för. Komandi kjarasamningar til nokkurra ára snúist ekki um krónutölur. „Þetta snýst í rauninni um að gera kjarasamning sem vinnur niður verðbólgu og vaxtastigið. Þar eru langmestu hagsmunirnir. Síðan fjöldamörg önnur mál sem snúa að kerfisbreytingum, til dæmis varðandi húsnæðislánamarkaðinn. Síðan tilfærslukerfin. Þar eru stóru tölurnar og þar er miklu meira undir en krónur eða þúsundkallar til eða frá í launahækkanir,“ segir formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir skipta höfuðmáli að gera samninga sem nái niður verðbólgu og vöxtum. Vísir/Vilhelm Fyrst þurfi að ná samningum við Samtök atvinnulífsins en síðan verði stjórnvöld og Seðlabanki að koma að málum. „Ef við náum nægilega stórum hópi til að vinna að þessu markmiði þá gætum við mögulega gert tímamótasamning í janúar,“ segir Ragnar Þór. Misjöfn sjónarmið væru vissulega uppi innan verkalýðshreyfingarinnar um krónutöluhækkanir eða blandaða leið. En það væri miklu meira undir í komandi kjarasamningum sem skipti miklu meira máli. „Og ef við getum náð árangri bæði varðandi tilfærslukerfin, vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfin, barnabætur, húsnæðismarkaðinn og sömuleiðis húsnæðislánakerfið okkar. Miklu fleiri atriði sem við erum að ræða sem eru risastór hagsmunamál almennings, þá á launaliðurinn ekki að vera ágreiningsefni eins og hann er og hefur verið,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Efnahagsmál Verðlag Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn ASÍ Stéttarfélög Tengdar fréttir Ekki samstaða innan ASÍ um áherslur í komandi kjaraviðræðum Ekki tókst að ná samstöðu um að landsambönd og félög innan Alþýðusambandsins fari sameiginlega fram í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Forseti ASÍ segir samningaviðræður geta orðið flóknari fyrir vikið en vonar engu að síður að nýir samningar náist áður en núgildandi samningar renna út í lok janúar. 19. desember 2023 15:19 Frost í viðræðum flugumferðarstjóra og SA Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Sáttasemjari segir að litið sé til þess að gera skammtímasamning. 18. desember 2023 19:21 Regluleg heildarlaun voru hæst hjá ríkisstarfsmönnum Á fyrri helmingi þessa árs dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 2,7 prósent á milli ára en laun á mann hækkuðu um 8,6 prósent á fyrri helming 2023. Regluleg heildarlaun voru almennt hæst hjá ríkisstarfsmönnum í maí eða 880 þúsund krónur. Launin voru 29 þúsund krónum hærri en þegar litið er til heildarlauna allra hópa. 18. desember 2023 16:16 Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. 18. desember 2023 11:48 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Ekki samstaða innan ASÍ um áherslur í komandi kjaraviðræðum Ekki tókst að ná samstöðu um að landsambönd og félög innan Alþýðusambandsins fari sameiginlega fram í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í komandi kjaraviðræðum. Forseti ASÍ segir samningaviðræður geta orðið flóknari fyrir vikið en vonar engu að síður að nýir samningar náist áður en núgildandi samningar renna út í lok janúar. 19. desember 2023 15:19
Frost í viðræðum flugumferðarstjóra og SA Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Sáttasemjari segir að litið sé til þess að gera skammtímasamning. 18. desember 2023 19:21
Regluleg heildarlaun voru hæst hjá ríkisstarfsmönnum Á fyrri helmingi þessa árs dróst kaupmáttur ráðstöfunartekna saman um 2,7 prósent á milli ára en laun á mann hækkuðu um 8,6 prósent á fyrri helming 2023. Regluleg heildarlaun voru almennt hæst hjá ríkisstarfsmönnum í maí eða 880 þúsund krónur. Launin voru 29 þúsund krónum hærri en þegar litið er til heildarlauna allra hópa. 18. desember 2023 16:16
Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. 18. desember 2023 11:48