Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2023 08:05 Maðurinn hafði falið efnin í farangri og í pakkningum innan klæða. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með flugi til Keflavíkurflugvallar 20. febrúar 2023. Hann hafði falið efnin í tveimur pakkningum í farangri og svo tveimur pakkningum innan klæða. Maðurinn játaði brot sitt án undandráttar. Um var að ræða 475 töflur af Oxycontin (80 mg), 207 töflur af Mdikinet (60 mg), 966 töflur af Alprazolam Krka, 148 töflur af Stesolid og 174 töflur af Stilnoct sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Oxycontin er verkjalyf, Medikinet örvandi lyf skylt amfetamíni, Stesolid og Alprazolam Krka róandi og kvíðastillandi lyf og Stilnoct svefnlyf. Í dómnum er meðal annars vísað til bréfs frá embætti landlæknis þar sem farið er yfir skaðsemi Oxycontin og andlát þeim tengdum. Fram kemur að magn efnanna sem maðurinn hafi flutt til landsins hafi verið umtalsvert og að um hafi verið að ræða hættuleg efni til söludreifingar. „Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi innflutningsins en hefur hann samþykkt að flytja efnin til landsins. Aðkoma hans er þó ómissandi liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.“ Dómari taldi að sakaferill mannsins hefði ekki teljandi þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu sem var talin hæfileg fimmtán mánaða fangelsi. Var ekki alið efni til þess að skilorðsbinda refsinguna líkt og verjandi í málinu hafði krafist. Manninum var jafnframt gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með flugi til Keflavíkurflugvallar 20. febrúar 2023. Hann hafði falið efnin í tveimur pakkningum í farangri og svo tveimur pakkningum innan klæða. Maðurinn játaði brot sitt án undandráttar. Um var að ræða 475 töflur af Oxycontin (80 mg), 207 töflur af Mdikinet (60 mg), 966 töflur af Alprazolam Krka, 148 töflur af Stesolid og 174 töflur af Stilnoct sem ætluð voru til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Oxycontin er verkjalyf, Medikinet örvandi lyf skylt amfetamíni, Stesolid og Alprazolam Krka róandi og kvíðastillandi lyf og Stilnoct svefnlyf. Í dómnum er meðal annars vísað til bréfs frá embætti landlæknis þar sem farið er yfir skaðsemi Oxycontin og andlát þeim tengdum. Fram kemur að magn efnanna sem maðurinn hafi flutt til landsins hafi verið umtalsvert og að um hafi verið að ræða hættuleg efni til söludreifingar. „Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna eða skipuleggjandi innflutningsins en hefur hann samþykkt að flytja efnin til landsins. Aðkoma hans er þó ómissandi liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.“ Dómari taldi að sakaferill mannsins hefði ekki teljandi þýðingu við ákvörðun refsingar í málinu sem var talin hæfileg fimmtán mánaða fangelsi. Var ekki alið efni til þess að skilorðsbinda refsinguna líkt og verjandi í málinu hafði krafist. Manninum var jafnframt gert að greiða tæplega 700 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Fréttir af flugi Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Sjá meira