Tap og fjórði markalausi leikurinn í röð hjá United 23. desember 2023 14:27 Jarrod Bowen fagnar marki sínu fyrir framan ánægða stuðningsmenn West Ham. Vísir/Getty West Ham vann góðan 2-0 heimasigur á Manchester United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. United hefur nú spilað fjóra leiki án þess að skora mark. Leikurinn í dag var ekki sá fjörlegasti. Ekkert mark kom í fyrri hálfleikinum og bæði liðin voru þétt fyrir varnarlega og náðu lítið að ógna marki andstæðinganna. Síðari hálfleikur byrjaði á svipaðan hátt. Á 72. mínútu náði Jarrod Bowen hins vegar að brjóta ísinn fyrir West Ham. Hann fékk þá frábæra sendingu yfir vörn United frá Lucas Paqueta og náði að skora í annarri tilraun framhjá Andre Onana í markinu. Mohammed Kudus fagnaði marki sínu á skemmtilegan hátt.Vísir/Getty Skömmu síðar tvöfaldaði West Ham forystuna. Hinn ungi Kobbie Mainoo missti boltann þá klaufalega á eigin vallarhelmingi. Boltinn endaði hjá Mohammed Kudus sem var ekki lengi að nýta sér mistökin og skoraði með góðu skoti í fjærhornið framhjá Onana. Leikmönnum United tókst lítið að ógna marki heimamanna það sem eftir var. Lokatölur 2-0 og West Ham fer því uppfyrir United í töflunni. Liðið er nú í 6 sæti með 30 stig en Untited með tveimur stigum minna í 8. sæti. 11 - Jarrod Bowen has scored 11 Premier League goals this season, the joint-most by a West Ham player before Christmas in a season in the competition, alongside John Hartson in 1997-98. Hammer. pic.twitter.com/oX5FarZt9O— OptaJoe (@OptaJoe) December 23, 2023 Þetta er fjórði leikurinn í röð sem liði Manchester United tekst ekki að skora. Liðið skoraði síðast mark þegar þeir mættu Chelsea þann 6. desember. Ítalski boltinn
West Ham vann góðan 2-0 heimasigur á Manchester United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. United hefur nú spilað fjóra leiki án þess að skora mark. Leikurinn í dag var ekki sá fjörlegasti. Ekkert mark kom í fyrri hálfleikinum og bæði liðin voru þétt fyrir varnarlega og náðu lítið að ógna marki andstæðinganna. Síðari hálfleikur byrjaði á svipaðan hátt. Á 72. mínútu náði Jarrod Bowen hins vegar að brjóta ísinn fyrir West Ham. Hann fékk þá frábæra sendingu yfir vörn United frá Lucas Paqueta og náði að skora í annarri tilraun framhjá Andre Onana í markinu. Mohammed Kudus fagnaði marki sínu á skemmtilegan hátt.Vísir/Getty Skömmu síðar tvöfaldaði West Ham forystuna. Hinn ungi Kobbie Mainoo missti boltann þá klaufalega á eigin vallarhelmingi. Boltinn endaði hjá Mohammed Kudus sem var ekki lengi að nýta sér mistökin og skoraði með góðu skoti í fjærhornið framhjá Onana. Leikmönnum United tókst lítið að ógna marki heimamanna það sem eftir var. Lokatölur 2-0 og West Ham fer því uppfyrir United í töflunni. Liðið er nú í 6 sæti með 30 stig en Untited með tveimur stigum minna í 8. sæti. 11 - Jarrod Bowen has scored 11 Premier League goals this season, the joint-most by a West Ham player before Christmas in a season in the competition, alongside John Hartson in 1997-98. Hammer. pic.twitter.com/oX5FarZt9O— OptaJoe (@OptaJoe) December 23, 2023 Þetta er fjórði leikurinn í röð sem liði Manchester United tekst ekki að skora. Liðið skoraði síðast mark þegar þeir mættu Chelsea þann 6. desember.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti