Góðu fréttirnar sem gleymast... Sandra B. Franks skrifar 28. desember 2023 09:00 Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera eðli fjölmiðla að einblína á hið neikvæða í heiminum. Stríð, slys, glæpir, verðbólga, loftslagsbreytingar, Pisa-kannanir og allskonar átök. Það gleymist því oft að margt jákvætt gerist líka í þessari veröld. Til dæmis hefur dregið úr sárafátækt í heiminum, heilsufar fer almennt séð batnandi og fólk lifir lengur, leiðtogar heimsins sammæltust um að hætta að reiða sig á jarðefnaeldsneyti í náinni framtíð. Framfarir í heilbrigðisvísindum Á þessum tímum erum að upplifa ótrúlegar framfarir í erfðafræði ekki síst í svokallaðri CRISPR tækni sem gerir breytingar á genum mögulegar. Það getur virkað sem öflug vörn gegnum ýmsum sjúkdómum og kvillum. Ónæmisfræðin er jafnframt að taka miklum framförum og ekki síst þegar kemur að mRNA bóluefnatækni. Mikilvæg skref hafa náðst í baráttunni gegn Alzheimer, Parkinson og ýmsum krabbameinum sem verða algjör bylting innan tíðar. Svo er það auðvitað gervigreindin sem með réttri notkun getur virkað gríðarlega vel sem virkur samstarfsaðili innan heilbrigðisvísinda. Fjarheilbrigðisþjónusta er eitthvað sem við á Íslandi erum farin að sjá í auknum mæli og líklega líður ekki langt þar til slík þjónusta verði veitt almenningi. Áskoranir og vandamál Auðvitað blasa við allskonar áskoranir og vandamál hjá mannkyninu. Hér á Íslandi tökumst við á okkar úrlausnarefni og við höfum líka tækifæri til að takast á við þau. Við erum rík þjóð af mannauði og náttúruauðlindum. Við erum land sem tugir þúsunda vilja árlega búa og vinna á. Við erum tiltölulega öruggt samfélag þar sem nálægðin við náungann er mikil. Og við erum 10. ríkasta þjóð í heimi, þar sem hlutfall atvinnuþáttöku kvenna er mest á heimsvísu. Þess vegna er það stundum dapurlegt að við náum ekki að leysa úr hvað mest aðkallandi vandamálum þjóðarinnar. Við erum enn með of marga sem þurfa lifa á of litlu. Við erum þjóð vaxandi eignaójöfnuðar þar sem miklir fjármunir færast á milli kynslóða næstu árin. Við erum með allt of stóran hóp efnilegra drengja sem finna sig ekki í skólakerfinu og við erum enn að kljást við kynbundið ofbeldi sem aldrei á að líðast. Við erum jafnframt með brotakennt heilbrigðiskerfi sem keyrt er á örþreyttu starfsfólki og skammtímareddingum. Og þá glímum við enn við kynskipta vinnumarkaðinn sem nærir hinn kynbundna launamun. Finnum leið til betri vegar Framundan eru ekki bara nýir kjarasamningar heldur einnig ný fjármálaáætlun stjórnvalda til fimm ára. Hvernig væri að við myndum nýta þessi tæki og setja fókusinn á heilbrigði og velferð, og þá hópa sem eiga það skilið. Forgangsraða fjármunum ríkissjóðs í þágu velferðar landsmanna og leiðrétta kerfisbundin launamismun. Já, og hvernig væri að fjölmiðlar settu fókusinn á það jákvæða af og til, og gæfi þannig samborgurum okkar uppbyggilega hvatningu og von, í stað þess að elta upp það neikvæða og tilnefna einstaklinga ársins sem jafnvel hafa gerst brotlegir við lög? Fjölmiðlar móta viðhorf og skoðanir fólks, og þess vegna þarf líka að miðla því sem jákvætt er í þessum heimi. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar