Áskorun um áramót Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 29. desember 2023 07:31 Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við áramót lítum við í eigin barm og spyrjum; Hverju hef ég áorkað? Á hvaða vegferð er ég? Hver er minn áfangastaður? Veit ég það? Get ég gert betur? Hvað bíður mín? Það er öllum hollt að líta um öxl og spyrja àleitinna spurninga um eigið líf og vegferð. Reyna að horfa fram á veg og setja sér markmið. Verða betri á morgun en í gær. Hlaupa lengra, klifra hærra er sumum mikilvægt en öðrum að íhuga meira og finna innri frið. Markmiðin eru ólík og væntingarnar líka mismunandi. Það væri ekkert spennandi ef allir væru að keppa að sama hlutnum. Við þessi áramót er öllum hollt að staldra við og rifja upp erfiða atburði eins og jarðhræringar à Reykjanesskaga þar sem Grindavík var rýmd vegna jarðskjálfta og eldgoss, Íslendingar á flótta í eigin landi. Stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs, í Úkraínu og víðar sem einnig hrekja fólk á flótta frá sínum heimaslóðum. Við sem sofum í okkar rúmum og höfum í okkur og à, þurfum að staldra við og stoppa til að reyna að setja okkur í spor þessa fólks. Þá verður allt kapp um frekari afrek og àskoranir tilgangslaust. Við þessi áramót er nauðsynlegt að íhuga stöðu ungra drengja en helmingur þeirra geta ekki lesið sér til gagns skv. Pisa könnun þrátt fyrir 10 ára skólaskyldu. Hvernig má þetta vera ? Vandinn er ekki skólans heldur er hann heima fyrir og kannski er agaleysi og skjánotkun um að kenna. Eða hafa þeir ekki nóg að gera til að fá útrás fyrir sína orkulosun og hreyfiþörf því tölvan á þeirra hug ? Við þessi áramót verðum við að huga að okkar eldri borgurum sem byggðu upp okkar samfélag með striti og staðfestu um betri heim. Svo þegar heilsan bregst þá bíða bara biðlistar og fràflæðisvandi. Við getum svo miklu betur og verðum að gera svo til að okkar besta fólk megi njóta seinni hálfleiks með reisn og virðingu. Við þessi áramót hugsum við til þeirra sem ekki nà endum saman við að framfleyta sjálfum sér og börnum sínum. Fátækt er böl sem oft er erfitt að brjótast út úr, veldur vanlíðan sem enginn vill upplifa. Aldrei hafa hjálparstofnanir gefið meir en nú um þessi jól og nýlunda er hérlendis að sjá fólk biðja um stuðning fyrir utan verslanir eins og víða má sjá erlendis. Við þessi áramót skulum við líta í eigin barm og hlusta. Lítum í spegilinn og spyrjum; Á hvaða vegferð erum við ? Við ættum að huga að því sem við getum gert til að hjálpa okkar minnstu bræðrum. Slökkvum á símum og leggjum frá okkur tölvuna. Tölum saman, lesum fyrir börnin, göngum saman, hlægjum og leikum okkur eins og börn. Gefum því það er sælla að gefa en þiggja. Munum að þakka allt sem liðið er og fögnum nýju ári með fallegum markmiðum og áskorunum um betri heim. Gleðilegt nýtt ár. Höfundur er fæðinga og kvensjúkdómalæknir.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun