Vafasamt lögmæti niðurfellingar persónuafsláttar öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar 4. janúar 2024 09:00 Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagsmál Skattar og tollar Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Ég get ekki sagt annað en að það var afskaplega lélegt af fjármálaráðuneytinu að fella niður persónuafslátt öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis. Rökin fyrir þessu standast ekki nánari athugun og þetta flækir eingöngu lífið hjá þessu fólki, þar sem það er verið að bæta við skriffinnsku hjá Íslenska ríkinu og auka þannig kostnað upp á milljónir króna. Þar sem núna þurfa þúsundir manna að sækja um að halda persónuafslættinum árlega til Íslenska skattins svo að þeir lendi ekki í fullri skattheimtu upp á 31,55% til 37,95%, annars er verið að taka frá 70.000 kr og yfir 100.000 kr á mánuði í skatta af þessu fólki eftir upphæðum og hvaðan greiðslur koma, hvort það er frá Tryggingarstofnun og síðan lífeyrissjóðum á Íslandi. Lögmæti þessar lagabreytingar er einnig mjög vafasöm. Röksemdafærslan sem var sett í upprunalega frumvarpinu, fyrir umfjöllun og endanlegar breytingar er þessi hérna. „Þá er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt öryrkja og fólk sem er á ellilífeyri sem búsettir eru erlendis en persónuafsláttur er almennt eingöngu í boði fyrir þá sem teljast heimilisfastir (búsettir) hér á landi. Ekki er gert ráð fyrir að breytingin hafi mikil fjárhagsáhrif í för með sér þar sem flestir tvísköttunarsamningar Íslands heimila eingöngu heimilisfestarríki skattlagningarrétt á lífeyri.“ Allt hérna er rangt í þessari röksemdafærslu Fjármálaráðuneytisins, efnislega rangt og ekki í samræmi við neinar staðreyndir. Áhrif þessara breytinga eru mikil fjárhagslega. Það er einnig sem ekki hefur verið nefnt í þessu og það er í tvísköttunarsamningum milli Íslands og Norðurlandanna, þar sem í þeim tvísköttunarsamningum er rétturinn á skattinum fyrir lífeyrisgreiðslur á Íslandi. Þessu er ekki hægt að breyta. Hvar rétturinn á skattinum á lífeyrisgreiðslum hefur alltaf verið ákveðinn almennt í tvísköttunarsamningum og það er því óeðlilegt þessu skuli vera breytt með lögum á Íslandi. Þetta hefur einnig áhrif á þá öryrkja og ellilífeyrisþega sem búa í ríkjum sem eru án tvísköttunarsamnings við Íslands. Þar sem Ísland hefur eingöngu gert 23 tvísköttunarsamninga, þá er það mikið af ríkjum og talsvert af fólki sem þetta hefur áhrif á. Þessari lagasetningu verður að breyta til baka. Þar sem þetta skapar eingöngu vandræði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir erlendis og þá nær eingöngu fólk sem er búsett á Norðurlöndunum. Þar sem tvísköttunarsamninga setja þá skyldu á Ísland að skattskyldan er þar en ekki í því ríki sem þetta fólk býr í tilfelli öryrkja og lífeyrisþega. Í öðrum ríkjum innan ESB, þar er skattskyldan almennt hjá því ríki sem fólk býr í. Það fólk getur sótt um skattleysi á Íslandi á móti þessari kröfu. Það er ekki í boði fyrir fólk sem býr á Norðurlöndunum samkvæmt svari sem ég fékk frá Skattinum. Það þýðir að ef þessi lagabreyting tekur gildi þann 1. Janúar 2025. Þá munu tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega sem eru búsettir á Norðurlöndum skerðast mjög mikið vegna aukinna skatta á Íslandi. Launafólk sem vinnur frá Íslandi greiðir alla sína skatta í því ríki sem það býr, samkvæmt tvísköttunarsamningum. Hvort sem það er búsett á Norðurlöndunum eða í öðrum ríkjum Evrópu. Væntanlega er svipað kerfi fyrir þá sem eru búsettir í ríkjum utan Evrópu, hafi Ísland tvísköttunarsamning við viðkomandi ríki. Þannig að ljóst er að hérna er eingöngu verið að gera líf öryrkja og ellilífeyrisþega erfiðara og lækka tekjur þessa hóps með þessari breytingu. Ef Íslenska ríkið vill auka tekjur sínar. Þá er einfaldast að hækka skattana á ríka fólkið. Þannig er hægt að fá milljarða í tekjur og lækka þannig hallann á fjárlögunum hratt og örugglega. Ég er alveg viss um að ríka fólkið er ekki að fara að svelta þó skattar verði hækkaði um 5 til 10%. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar