Lentu vélinni eftir að gat kom á farþegarými Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. janúar 2024 08:29 Gatið var einkar stórt að þvermáli. Farþegaflugvél á leið frá Portland í Oregon ríki í Bandaríkjunum til Kaliforníu varð að lenda 35 mínútum eftir brottför eftir að hluti vélarinnar féll af vélinni með þeim afleiðingum að stórt gat myndaðist í farþegarýminu. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að 177 manns hafi verið um borð í vélinni sem er í eigu Alaska Airlines. Engan sakaði. Um var að ræða farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 Max 9. Haft er eftir bandarískum flugmálayfirvöldum að þrýstingur hafi fallið í farþegarýminu þegar atvikið átti sér stað, með þeim afleiðingum að farþegum var veitt súrefni í gegnum öndunargrímur vélarinnar. Vélin var í sextán þúsund feta hæð og sat enginn farþegi næst þeim hluta vélarinnar sem datt af. Um er að ræða hluta vélarinnar sem er fyrir aftan hreyfla hennar og vængi. Henni var snúið aftur við til Portland í kjölfarið og var lent þar rúmum hálftíma síðar. Í myndböndum sem farþegar tóku úr vélinni má sjá að vel sést í næturhimininn frá vélinni þó gustað hafi vel um farþega. Samkvæmt umfjöllun BBC hyggjast flugmálayfirvöld og framleiðandinn Boeing rannsaka atvikið í þaula. Þess er getið að Max vélar framleiðandans séu undir mesta eftirliti sem um getur í heiminum, eftir að vélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í eitt og hálft ár í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. NEW IMAGE from on board Alaska Airlines 1282 after ***part of the fuselage*** blew out mid-flight. Successful emergency return to Portland after 20 minutes in the air. 10-week-old (!) Boeing 737 Max 9. NTSB investigating. pic.twitter.com/qjX8fQ1br1— Pete Muntean (@petemuntean) January 6, 2024 Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að 177 manns hafi verið um borð í vélinni sem er í eigu Alaska Airlines. Engan sakaði. Um var að ræða farþegaflugvél af gerðinni Boeing 737 Max 9. Haft er eftir bandarískum flugmálayfirvöldum að þrýstingur hafi fallið í farþegarýminu þegar atvikið átti sér stað, með þeim afleiðingum að farþegum var veitt súrefni í gegnum öndunargrímur vélarinnar. Vélin var í sextán þúsund feta hæð og sat enginn farþegi næst þeim hluta vélarinnar sem datt af. Um er að ræða hluta vélarinnar sem er fyrir aftan hreyfla hennar og vængi. Henni var snúið aftur við til Portland í kjölfarið og var lent þar rúmum hálftíma síðar. Í myndböndum sem farþegar tóku úr vélinni má sjá að vel sést í næturhimininn frá vélinni þó gustað hafi vel um farþega. Samkvæmt umfjöllun BBC hyggjast flugmálayfirvöld og framleiðandinn Boeing rannsaka atvikið í þaula. Þess er getið að Max vélar framleiðandans séu undir mesta eftirliti sem um getur í heiminum, eftir að vélar af þeirri gerð voru kyrrsettar í eitt og hálft ár í mars 2019 eftir tvö mannskæð flugslys. NEW IMAGE from on board Alaska Airlines 1282 after ***part of the fuselage*** blew out mid-flight. Successful emergency return to Portland after 20 minutes in the air. 10-week-old (!) Boeing 737 Max 9. NTSB investigating. pic.twitter.com/qjX8fQ1br1— Pete Muntean (@petemuntean) January 6, 2024
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Tíu látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent