Sjálftaka eða gertæki Sigurður H. Guðjónsson skrifar 9. janúar 2024 07:31 Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Réttlæti seint er réttlæti gleymt Enginn er dómari í eigin sök. Enginn má taka lögin í sínar hendur. Gildir einu þótt viðkomandi eigi skýlausan rétt og réttleysi gagnaðila sé augljóst. Á þetta reynir í málum af ýmsum toga, en einkum þó í húsaleigumálum. Yfirleitt er dómstólaleiðin seinfarin, tafsöm, kotnaðarsöm og þyrnum stráð. Það getur tekið marga mánuði fyrir leigusala að ná umráðum fasteignar þrátt fyrir miklar og óumdeildar vanefndir leigjanda, bæði greiðslufall á húsaleigu og skemmdarverk af hans völdum á hinu leigða húsnæði. Er þá oft grunnt á því góða og fólk grípur til örþrifa ráða til að ná til að ná rétti sínu en er þá voðinn vís. Það er óþolandi og með ólíkindum að saklaust og heiðarlegt fólk sé nauðbeygt að þrauka mánuðum efir úrlausn dómstóla í borðleggjandi málum og verða auk þess fyrir miklum útlátum við að ná fram rétti sínum Það misbýður að vonum réttlætiskennd flestra. Hér er ekki við húsleigulögin að sakast, þau eru í góðu lagi og skýlaus, heldur réttarframkvæmdina. Þessi augljósu mál eiga heima í flýtimeðferð en ekki lulla í hægagangi mánuðum saman í réttarkerfinu. Því miður eru þess mörg dæmi að brotlegir leigjendur skáki hér í skjóli og noti undarbrögð og fresti til að draga mál á langinn. Það býður hættunni heim. Húseigendafélagið gætir m.a. hagsmuna leigusala og kallar eftir breyttri framkvæmd að þessu leyti. Það ætti að vera einfalt mál og yrði til mikilla réttarbóta. Að gefnum tilefnum er rétt er að brýna fyrir leigusölum, að þótt menn eigi rétt og réttur sér á þeim brotinn þá mega þeir ekki taka lögin í sínar hendur og framfylgja þeim. Þjóðfélag sem leyfði slíkt myndi fljótlega loga í illindum þar sem hver væri dómari í sinni sök. Slíkt er kallað skeggöld og skálmöld. Sá sem fer sjálfur á stúfana til að ná rétti sínum eða til að binda endi á ólögleg ástand og athafnir sem skerða eða meiða rétt hans, getur því sjálfur orðið sekur um refsivert brot. Er þá réttlætinu illilega snúið við. Slíkt brot kallast ólögmæt sjálftaka eða gertæki og er refsivert samkvæmt hegningarlögum. Menn geta sem sagt skaðað góðan málstað og réttarstöðu og gert illt verra með því að freista þess að taka rétt sinn sjálf. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar