Binda enda á 27 ára samstarf sitt Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2024 07:45 Tiger Woods með Nike-derhúfu á MBC Raon Invitational árið 2004. EPA Bandaríski íþróttavörurisinn Nike og bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafa bundið enda á samstarf sitt sem staðið hefur síðastliðinn 27 ár. Greint var frá þessu í gær. Woods, sem er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. Woods sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær að þetta tímabil hafi verið uppfullt af stórkostlegum augnablikum og minningum. „Ef ég myndi byrja að nefna þau þá gæti ég haldið áfram endalaust,“ sagði Woods sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferli sínum. Að sama skapi segir í yfirlýsingu frá Nike að það hafi verið mikill heiður að starfa með „einum af stærstu íþróttamönnum sögunnar“. pic.twitter.com/at0tSskmRm— Tiger Woods (@TigerWoods) January 8, 2024 Woods skrifaði árið 1996, þegar hann var tvítugur og gerðist atvinnumaður, undir fimm ára auglýsinga- og samstarfssamning við Nike sem hljóðaði upp á fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, en Nike hafði á þeim tíma ekki náð mikilli fótfestu innan golfíþróttarinnar. Samningurinn átti eftir að verða einn sá farsælasti í sögu íþrótta, enda bar Woods höfuð og herðar yfir aðra kylfinga um langt tímabil. Áttu Woods og Nike meðal annars eftir að ná saman um tíu ára samstarfssamning þar sem 200 milljónir dala komu í hlut Woods. Woods, sem nú er 48 ára gamall, skipar nú annað sæti yfir þá sem hafa unnið flest stórmót í golfi, en einungis Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Tiger Woods vann síðast stórmót árið 2019 þegar lann landaði titlinum á US Masters á Augustavellinum. Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Golf Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Greint var frá þessu í gær. Woods, sem er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. Woods sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær að þetta tímabil hafi verið uppfullt af stórkostlegum augnablikum og minningum. „Ef ég myndi byrja að nefna þau þá gæti ég haldið áfram endalaust,“ sagði Woods sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferli sínum. Að sama skapi segir í yfirlýsingu frá Nike að það hafi verið mikill heiður að starfa með „einum af stærstu íþróttamönnum sögunnar“. pic.twitter.com/at0tSskmRm— Tiger Woods (@TigerWoods) January 8, 2024 Woods skrifaði árið 1996, þegar hann var tvítugur og gerðist atvinnumaður, undir fimm ára auglýsinga- og samstarfssamning við Nike sem hljóðaði upp á fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, en Nike hafði á þeim tíma ekki náð mikilli fótfestu innan golfíþróttarinnar. Samningurinn átti eftir að verða einn sá farsælasti í sögu íþrótta, enda bar Woods höfuð og herðar yfir aðra kylfinga um langt tímabil. Áttu Woods og Nike meðal annars eftir að ná saman um tíu ára samstarfssamning þar sem 200 milljónir dala komu í hlut Woods. Woods, sem nú er 48 ára gamall, skipar nú annað sæti yfir þá sem hafa unnið flest stórmót í golfi, en einungis Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Tiger Woods vann síðast stórmót árið 2019 þegar lann landaði titlinum á US Masters á Augustavellinum.
Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Golf Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira