Leigubílstjórar fá ekki árskort og kostnaður gæti margfaldast Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2024 11:02 Stjórar þessara leigubifreiða við Leifsstöð hafa vafalítið margir verið handhafar árskorts. Vísir/Vilhelm Isavia hefur gert breytingar á gjaldheimtu á leigubílastæðinu við Leifsstöð. Stakt gjald fyrir innakstur á stæðið helst óbreytt en árskort standa ekki lengur til boða. Ljóst er að kostnaður leigubílstjóra sem vinna mikið við að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli gæti margfaldast. Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“ Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Eftir að breytingarnar tóku gildi frá og með 8. janúar kostar 490 krónur að aka inn á leigubílastæðið í hvert skipti. Áður hafi staðið til boða að kaupa árskort inn á stæðið fyrir aðeins 120 þúsund krónur. Einfaldur útreikningur sýnir fram á að árskortið borgaði sig fyrir þá leigubílstjóra sem fóru 245 sinnum eða oftar inn á stæðið á ári. Nokkur fjöldi leigubílstjóra vinnur mikið við það að aka fólki til og frá Keflavíkurflugvelli, enda er mikið um viðskipta á þeim bænum. Ef gert er ráð fyrir því að leigubílstjóri vinni álíka mikið og meðalmaðurinn, um 220 daga á ári, og aki fjórum sinnum á dag inn á leigubílastæði við Leifsstöð, greiðir hann um 430 þúsund krónur á ári fyrir aðgang að stæðinu. Þar með er ekki sagt að ímyndaði leigubílstjórinn í dæminu hér að ofan þurfi að bera allan kostnaðinn sjálfur. Eftir gildistöku nýrra laga um leigubifreiðaakstur er heimilt að smyrja kostnaðinum ofan á svokallað startgjald leigubifreiðarinnar og þar með koma honum yfir á neytandann. Þurftu áður að greiða inni í flugstöðinni Í svari Isavia, sem rekur leigubílastæðið við Keflavíkurflugvöll, við fyrirspurn Vísis um breytinguna segir að breytingin sé tvenns konar. Annars vegar sæki leigubílstjórar nú um aðgang að leigubílastæði Keflavíkurflugvallar rafrænt en áður hafi það verið gert með því að mæta í flugstöðina og borga þar. „Hins vegar þá var greitt frá og með deginum í gær – 8. janúar 2024 – fyrir hverja innkeyrslu inn á leigubílasvæðið sama verð og var áður fyrir hverja ferð þannig að engin breyting er á því. Breytingin er hins vegar sú að ekki er lengur hægt að kaupa nokkurra skipta kort eða árskort inn á svæðið eins og áður.“ Nýtt og skilvirkara kerfi Þessi síðari breyting hafi verið gerð þar sem búið sé að setja upp bílastæðakerfi sem er með sama sniði og annars staðar á flugvallarsvæðinu. Það hafi verið gert á grundvelli útboðs sem fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu á síðasta ári þar sem Autopay varð hlutskarpast. „Með breytingunni erum við að taka upp nýtt og skilvirkt kerfi sem býður upp á utanumhald á notkun leigubílasvæðisins sem áður var ekki mögulegt. Samgöngustofa hefur fylgst með breytingaferlinu og lýst yfir ánægju með nýja kerfi. Við höfum einnig fengið jákvæð viðbrögð frá hagaðilum sem við höfum upplýst um breytinguna.“
Leigubílar Keflavíkurflugvöllur Neytendur Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira