„Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. janúar 2024 23:07 Lalli fer yfir málin með sínum konum í Smáranum fyrr í vetur Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“ Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum sáttur með sigurinn og þann karakter sem hans lið sýndi þegar á móti blés. „Mér fannst við detta alltof mikið niður um tíma. Haukarnir eru með alveg hörkulið, vel rútíneraðar og nýttu sér vel mistökin sem við vorum að gera, bara mjög vel. Við vorum að gera mjög mikið af mistökum varnarlega. Vorum ekki alveg að standa það sem við áttum að gera og ekki að gera nógu vel það sem við lögðum upp með.“ „Við erum pínu að breyta svo að það er kannski eðlilegt en ég er virkilega ánægður með að við sýndum karakter sem sýnir kannski styrk liðsins og hvað stelpurnar eru góðar. Þær brotna ekkert þó á móti blási. Þannig að ég er bara virkilega ánægður með sigurinn.“ Fyrir leik var Þorleifur spurður hvort hann hefði engar áhyggjur af því að það yrði svokallaður haustbragur á liðinu eftir langa pásu, sem hann hafði ekki áhyggjur af þá en viðurkenndi eftir leik að það hefði sannarlega komið á daginn. „Klárlega, mér fannst það. Það er rétt hjá þér! Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Svo er náttúrulega Sarah ný. Þó svo að hún sé góð þá er hún að koma inn í lið og það er alveg verið að fikra sig áfram hvað hún vill gera og hún líka hvað þær vilja gera. Þannig að það var klárlega haustbragur á þessu og ég gerði mér bara ekki alveg grein fyrir því hversu mikil áhrif þetta hafði á okkur. Við erum með níu stoðsendingar og látum boltann ekki ganga nógu vel. Ýmislegt sem var ekki gott en frábær sigur samt.“ Sarah Mortensen kom virkilega sterk inn í lið Grindavíkur, skoraði 25 stig og tók átta fráköst. Hún kann greinilega körfubolta og mun væntanlega nýtast liðinu vel það sem eftir lifir móts? „Já, engin spurning en lendir bara í villuvandræðum. Kann körfuboltann mjög vel, hittin og klár. Hún á eftir að hjálpa okkar alveg rosalega mikið restina af tímabilinu.“
Körfubolti Subway-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Meistarasigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Sjá meira