Er ráðherra hafinn yfir lög? Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 10. janúar 2024 08:31 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga. Því fólki sem hingað inn er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins.“ Í nágrannalöndum okkar bera stjórnmálamenn mikla virðingu fyrir því trausti sem almenningur veitir þeim. Í fyrra sagði Anette Trettebergstuen af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs þegar hún var ásökuð að hafa skipað vini og fyrrverandi flokksystkin í stjórnir ríkisstofnana. Benny Engelbrecht, fyrrverandi samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína árið 2022 eftir að í ljós kom að hann hafði ekki upplýst danska þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við samgönguáætlun, sem hann hafði áður sagt að yrði fyrsta kolefnishlutlausa samgönguáætlunin í sögu Danmerkur. Hér á Íslandi horfum við upp á dvínandi traust til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar firra sig ábyrgð þegar í ljós kemur að þeir hafa brotið gegn lögum. Hver á að bera virðingu fyrir lögum ef ekki löggjafinn sjálfur? Hvaða hagsmunir eru í forgangi þegar ráðherrar neita að axla ábyrgð á eigin gjörðum? Við í Flokki fólksins munum leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þann 22. jan. n.k. hafi ráðherrann þá ekki þegar sagt af sér ráðherradómi. Það er hafið yfir allan vafa að ráðherrann fór ekki að lögum við setningu reglugerðar um hvalveiðar síðasta vor. Við teljum mikilvægt að hún axli ábyrgð. Ráðherrann hefur rýrt orðspor Alþingis og hugsanlega bakað íslenskum skattgreiðendum skaðabótaskyldu upp á hundruð milljóna króna. Við teljum það grafalvarlegt mál þegar handhafi framkvæmdarvalds brýtur lögmætisregluna og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherra setur reglugerð án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hvað þá ef það er gegn betri vitund. Slík háttsemi er valdníðsla. Vegna þess hefur Flokkur fólksins tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn núverandi matvælaráðherra. Ef fulltrúar Alþingis vilja kalla eftir trausti, þurfum við sjálf að sýna starfi okkar tilhlýðilega virðingu. Til að endurreisa traust almennings á Alþingi þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Svandís Svavarsdóttir á að segja af sér sem matvælaráðherra. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021. „Það er heiður að vera alþingismaður Íslendinga. Því fólki sem hingað inn er kosið er sýndur mikill trúnaður. Því er falin mikilvægasta samfélagsþjónusta lýðræðisfyrirkomulagsins.“ Í nágrannalöndum okkar bera stjórnmálamenn mikla virðingu fyrir því trausti sem almenningur veitir þeim. Í fyrra sagði Anette Trettebergstuen af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs þegar hún var ásökuð að hafa skipað vini og fyrrverandi flokksystkin í stjórnir ríkisstofnana. Benny Engelbrecht, fyrrverandi samgönguráðherra Danmerkur, tilkynnti um afsögn sína árið 2022 eftir að í ljós kom að hann hafði ekki upplýst danska þingið að fullu um raunverulega kolefnislosun í tengslum við samgönguáætlun, sem hann hafði áður sagt að yrði fyrsta kolefnishlutlausa samgönguáætlunin í sögu Danmerkur. Hér á Íslandi horfum við upp á dvínandi traust til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og ráðherrar ríkisstjórnarinnar firra sig ábyrgð þegar í ljós kemur að þeir hafa brotið gegn lögum. Hver á að bera virðingu fyrir lögum ef ekki löggjafinn sjálfur? Hvaða hagsmunir eru í forgangi þegar ráðherrar neita að axla ábyrgð á eigin gjörðum? Við í Flokki fólksins munum leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, þann 22. jan. n.k. hafi ráðherrann þá ekki þegar sagt af sér ráðherradómi. Það er hafið yfir allan vafa að ráðherrann fór ekki að lögum við setningu reglugerðar um hvalveiðar síðasta vor. Við teljum mikilvægt að hún axli ábyrgð. Ráðherrann hefur rýrt orðspor Alþingis og hugsanlega bakað íslenskum skattgreiðendum skaðabótaskyldu upp á hundruð milljóna króna. Við teljum það grafalvarlegt mál þegar handhafi framkvæmdarvalds brýtur lögmætisregluna og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherra setur reglugerð án þess að hafa heimild til þess í lögum. Hvað þá ef það er gegn betri vitund. Slík háttsemi er valdníðsla. Vegna þess hefur Flokkur fólksins tekið skýra og ákveðna afstöðu gegn núverandi matvælaráðherra. Ef fulltrúar Alþingis vilja kalla eftir trausti, þurfum við sjálf að sýna starfi okkar tilhlýðilega virðingu. Til að endurreisa traust almennings á Alþingi þurfum við að taka öðruvísi á málunum. Svandís Svavarsdóttir á að segja af sér sem matvælaráðherra. Það er hið eina rétta í stöðunni. Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun