Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 09:31 Everage Lee Richardson í leik með Breiðabliksliðinu þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Vísir/Bára Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. Richardson er með íslenskt ríkisfang og hann hefur spilað frábærlega með Breiðabliki undanfarin ár. „Það er allt að verða vitlaust í botnbaráttunni í þessari deild. Blikar unnu frábæran sigur á Haukum í síðustu umferð,“ sagði Stefán Árni Pálsson og beindi síðan umræðunni að Everage sem var mjög góður í leiknum. „Hans langbesti leikur í langan tíma,“ sagði Tómas Steindórsson en Everage skoraði 25 stig í sigri Blika á móti Haukum. „Það eru vendingar í gangi,“ sagði Stefán. „Ég fer alltaf upp með símann, ég hringi í gárungana og fer með eyrað að götunni. Það sem gatan segir núna er það að Everage Richardson ákvað það fyrir þennan leik að hann ætlaði losa sig frá Blikum,“ sagði Tómas. „Hann vildi ekki vera þarna áfram og samkvæmt mínum heimildum þá var hann búinn að segja Blikunum það að hann vildi fara um áramótin. Blikarnir sögðu þá ekkert mál: Ef þú vilt ekki spila hérna þá viljum við ekki halda þér hérna,“ sagði Tómas. „Svo kemur hann með pappírana um félagsskiptin en þar stendur Haukar,“ sagði Tómas en er hann þá á leiðinni í Hauka? „Nei. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. Blikar sitja í fallsæti en eru aðeins tveimur stigum á eftir Haukum. Það stefnir því í harða fallbaráttu á milli félaganna tveggja. „Þegar þú ert í fallbaráttu þá er ein leiðin að taka bara besta leikmanninn úr hinu liðinu til þín. Mjög góð taktík,“ sagði Stefán Árni. „Nú heyrist mér að Blikarnir ætli ekki að hleypa honum neitt. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. „Nú er algjör pattstaða en vitum að Everage hefur spilað fyrir Maté Dalmay í mörg tímabil og hann bara að fara þangað. Það er ekki búið að krota undir neitt og það verður forvitnilegt að sjá hvort Everage verði með Blikum eða hvort hann sé farinn í verkfall,“ sagði Tómas. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Framtíðin hjá Everage Subway-deild karla Breiðablik Haukar Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Richardson er með íslenskt ríkisfang og hann hefur spilað frábærlega með Breiðabliki undanfarin ár. „Það er allt að verða vitlaust í botnbaráttunni í þessari deild. Blikar unnu frábæran sigur á Haukum í síðustu umferð,“ sagði Stefán Árni Pálsson og beindi síðan umræðunni að Everage sem var mjög góður í leiknum. „Hans langbesti leikur í langan tíma,“ sagði Tómas Steindórsson en Everage skoraði 25 stig í sigri Blika á móti Haukum. „Það eru vendingar í gangi,“ sagði Stefán. „Ég fer alltaf upp með símann, ég hringi í gárungana og fer með eyrað að götunni. Það sem gatan segir núna er það að Everage Richardson ákvað það fyrir þennan leik að hann ætlaði losa sig frá Blikum,“ sagði Tómas. „Hann vildi ekki vera þarna áfram og samkvæmt mínum heimildum þá var hann búinn að segja Blikunum það að hann vildi fara um áramótin. Blikarnir sögðu þá ekkert mál: Ef þú vilt ekki spila hérna þá viljum við ekki halda þér hérna,“ sagði Tómas. „Svo kemur hann með pappírana um félagsskiptin en þar stendur Haukar,“ sagði Tómas en er hann þá á leiðinni í Hauka? „Nei. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. Blikar sitja í fallsæti en eru aðeins tveimur stigum á eftir Haukum. Það stefnir því í harða fallbaráttu á milli félaganna tveggja. „Þegar þú ert í fallbaráttu þá er ein leiðin að taka bara besta leikmanninn úr hinu liðinu til þín. Mjög góð taktík,“ sagði Stefán Árni. „Nú heyrist mér að Blikarnir ætli ekki að hleypa honum neitt. Hann er samningsbundinn Blikum,“ sagði Tómas. „Nú er algjör pattstaða en vitum að Everage hefur spilað fyrir Maté Dalmay í mörg tímabil og hann bara að fara þangað. Það er ekki búið að krota undir neitt og það verður forvitnilegt að sjá hvort Everage verði með Blikum eða hvort hann sé farinn í verkfall,“ sagði Tómas. Það má sjá alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld Extra: Framtíðin hjá Everage
Subway-deild karla Breiðablik Haukar Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira