Ívar: Everage er ekki óánægður og ekki á förum frá Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 12:32 Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur með fréttina um leikmanninn sinn á Vísi í morgun. Vísir/Hulda Margrét Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, er ekki sáttur við umræðu um leikmann hans Everage Richardson í Körfuboltakvöldi Extra í gær og í framhaldinu síðan frétt um þá umræðu inn á Vísi í dag. Í Körfuboltakvöldi Extra í gær kom fram að Everage vildi fara frá Breiðabliki til Hauka en Ívar segir að það sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi hefur Everage ekki verið óánægður hjá okkur. Hann hefur aldrei beðið um að fara,“ sagði Ívar Ásgrímsson. „Það er birt fyrirsögn um að hann sé óánægður. Ég næ þessu ekki,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur við fréttina á Vísi sem var það fyrsta sem hann frétti af þessari umræðu því Ívar segist ekki horfa á Körfuboltakvöld. „Hann er á samningi hjá Breiðabliki. Haukarnir ræddu við hann og buðu honum hærri laun. Þeir ræddu við samningsbundinn leikmann og reyndu að koma upp óánægju hjá honum með því að reyna að bjóða honum meiri pening,“ sagði Ívar. „Það er þeirra leið til þess að falla ekki. Ekki að gera liðið sitt betra. Þeir treysta hvorki sínum leikmönnum né þjálfara í þessa baráttu sem framundan er,“ sagði Ívar. Haukar og Breiðablik munu berjast um það að falla ekki úr Subway deildinni í vor. „Það er hundrað prósent öruggt. Það er bara barátta á milli þessara tveggja liða. Það var líka ljóst að við myndum falla ef við hefðum tapað á móti Haukum,“ sagði Ívar um mikilvæga leikinn í síðustu umferð. Everage var frábær þegar Blikarnir unnu Hauka og héldu sér á lífi í fallbaráttunni. Ívar segir að Breiðablik hafi staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum. „Everage er atvinnumaður og hann leggur sig fram. Ég held að það hafi allir séð það í leiknum. Hann hefur alltaf fengið greitt ,“ sagði Ívar. „Þetta er bara leið Hauka að veikja okkur. Þeir sjá að við erum á uppleið en þeir á niðurleið,“ sagði Ívar. „Ég vildi að ég væri að reyna að fella eitthvað annað lið en Hauka. Ég vil ekki að Haukar fari niður en ég er þjálfari Breiðabliks og geri allt til þess að mitt lið verði uppi,“ sagði Ívar. Ívar veit ekki hvað Breiðablik geti gert í þessu máli. „Þeir segja að Everage hafi haft samband við þá í sumar og það sé þeirra afsökun. Það er allt annað hvort menn skipti á sumri eða skipti í febrúar þegar þeir eru í baráttu við okkur,“ sagði Ívar. „Þarna er verið að ræða við mann sem er á samning. Þarna er lið í órétti að það er ljóst að það er mikill skjálfti á Ásvöllum,“ sagði Ívar. Subway-deild karla Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Í Körfuboltakvöldi Extra í gær kom fram að Everage vildi fara frá Breiðabliki til Hauka en Ívar segir að það sé ekki rétt. „Í fyrsta lagi hefur Everage ekki verið óánægður hjá okkur. Hann hefur aldrei beðið um að fara,“ sagði Ívar Ásgrímsson. „Það er birt fyrirsögn um að hann sé óánægður. Ég næ þessu ekki,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur við fréttina á Vísi sem var það fyrsta sem hann frétti af þessari umræðu því Ívar segist ekki horfa á Körfuboltakvöld. „Hann er á samningi hjá Breiðabliki. Haukarnir ræddu við hann og buðu honum hærri laun. Þeir ræddu við samningsbundinn leikmann og reyndu að koma upp óánægju hjá honum með því að reyna að bjóða honum meiri pening,“ sagði Ívar. „Það er þeirra leið til þess að falla ekki. Ekki að gera liðið sitt betra. Þeir treysta hvorki sínum leikmönnum né þjálfara í þessa baráttu sem framundan er,“ sagði Ívar. Haukar og Breiðablik munu berjast um það að falla ekki úr Subway deildinni í vor. „Það er hundrað prósent öruggt. Það er bara barátta á milli þessara tveggja liða. Það var líka ljóst að við myndum falla ef við hefðum tapað á móti Haukum,“ sagði Ívar um mikilvæga leikinn í síðustu umferð. Everage var frábær þegar Blikarnir unnu Hauka og héldu sér á lífi í fallbaráttunni. Ívar segir að Breiðablik hafi staðið við allt sitt gagnvart leikmanninum. „Everage er atvinnumaður og hann leggur sig fram. Ég held að það hafi allir séð það í leiknum. Hann hefur alltaf fengið greitt ,“ sagði Ívar. „Þetta er bara leið Hauka að veikja okkur. Þeir sjá að við erum á uppleið en þeir á niðurleið,“ sagði Ívar. „Ég vildi að ég væri að reyna að fella eitthvað annað lið en Hauka. Ég vil ekki að Haukar fari niður en ég er þjálfari Breiðabliks og geri allt til þess að mitt lið verði uppi,“ sagði Ívar. Ívar veit ekki hvað Breiðablik geti gert í þessu máli. „Þeir segja að Everage hafi haft samband við þá í sumar og það sé þeirra afsökun. Það er allt annað hvort menn skipti á sumri eða skipti í febrúar þegar þeir eru í baráttu við okkur,“ sagði Ívar. „Þarna er verið að ræða við mann sem er á samning. Þarna er lið í órétti að það er ljóst að það er mikill skjálfti á Ásvöllum,“ sagði Ívar.
Subway-deild karla Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. 10. janúar 2024 09:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 86-95 | Mikilvægur sigur gestanna Breiðablik vann afar mikilvægan níu stiga sigur er liðið heimsótti Hauka í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-95. 4. janúar 2024 21:04