Leynigöngum gyðinga í Brooklyn lokað og níu handteknir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. janúar 2024 22:25 Stórt gat var gert á vegginn á sýnagógunni, sem var endastöð ganganna. AP Lögreglan í Brooklyn í New York-borg handtók níu meðlimi hasidíska gyðingasamfélagsins á mánudag vegna leyniganga sem þeir höfðu grafið frá höfuðstöðvum Chabad-Lubavitch-hreyfingarinnar að sögufrægri sýnagógu. Til átaka kom þegar borgaryfirvöld New York-borgar og leiðtogar hreyfingarinnar hugðust loka göngunum eftir að upp komst um göngin, sem eru ólöglega byggð. Að sögn Rabbi Motti Seligson, talsmanns Chabad-Lubavitch, sem heyrir undir hasidíska gyðingasamfélagið, bar hópur öfgafullra námsmanna ábyrgð á tilurð ganganna. Mennirnir níu eru ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, að hafa stefnt sér og öðrum í ófyrirleitna hættu og fyrir að hafa hindrað aðgerðir yfirvalda. Níu voru handteknir í átökunum. AP Tilgangurinn ráðgáta Leynigöngin voru byggð undir fjölfarinni götu í Brooklyn þar sem höfuðstöðvar hreyfingarinnar eru staðsettar auk áðurnefndrar sýnagógu. Seligson segir mennina hafa grafið neðanjarðargöngin frá höfuðstöðvunum, undir röð skrifstofubygginga í götunni og inn í hlið sýnagógunnar, sem var endastöð ganganna. Tilgangur ganganna liggur þó ekki fyrir. Hér að neðan má sjá myndband þar sem einn notenda þeirra er gripinn glóðvolgur við að yfirgefa þau í gegnum eins konar ræsi meðan á rannsókn lögreglu stendur. Secret tunnel from inside the Jewish synagogue leads to secret get away pic.twitter.com/uj7AQ7AQeV— Insider Corner (@insiderscorner) January 9, 2024 Eyðileggingin við enda ganganna er talsverð.AP Frétt The Guardian um málið má nálgast hér og myndband af átökunum frá miðlinum má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0D4XIaat268">watch on YouTube</a> Trúmál Bandaríkin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Til átaka kom þegar borgaryfirvöld New York-borgar og leiðtogar hreyfingarinnar hugðust loka göngunum eftir að upp komst um göngin, sem eru ólöglega byggð. Að sögn Rabbi Motti Seligson, talsmanns Chabad-Lubavitch, sem heyrir undir hasidíska gyðingasamfélagið, bar hópur öfgafullra námsmanna ábyrgð á tilurð ganganna. Mennirnir níu eru ákærðir fyrir glæpsamlegt athæfi, að hafa stefnt sér og öðrum í ófyrirleitna hættu og fyrir að hafa hindrað aðgerðir yfirvalda. Níu voru handteknir í átökunum. AP Tilgangurinn ráðgáta Leynigöngin voru byggð undir fjölfarinni götu í Brooklyn þar sem höfuðstöðvar hreyfingarinnar eru staðsettar auk áðurnefndrar sýnagógu. Seligson segir mennina hafa grafið neðanjarðargöngin frá höfuðstöðvunum, undir röð skrifstofubygginga í götunni og inn í hlið sýnagógunnar, sem var endastöð ganganna. Tilgangur ganganna liggur þó ekki fyrir. Hér að neðan má sjá myndband þar sem einn notenda þeirra er gripinn glóðvolgur við að yfirgefa þau í gegnum eins konar ræsi meðan á rannsókn lögreglu stendur. Secret tunnel from inside the Jewish synagogue leads to secret get away pic.twitter.com/uj7AQ7AQeV— Insider Corner (@insiderscorner) January 9, 2024 Eyðileggingin við enda ganganna er talsverð.AP Frétt The Guardian um málið má nálgast hér og myndband af átökunum frá miðlinum má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0D4XIaat268">watch on YouTube</a>
Trúmál Bandaríkin Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira