Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 10:30 Ómar Ingi Magnússon á æfingu landsliðsins í Þýskalandi. Það kemur mikið til með að mæða á honum á EM. VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita