Þrjú rauð spjöld fóru á loft í uppbótartíma í 1-0 sigri Lazio sem er komið áfram í undanúrslit bikarkeppninnar.
Bjórflösku var líka kastað í Rómverjann Edoardo Bove þegar honum var skipt af velli á 76. mínútu. Flöskunni var kastað í hnakka Bove sem féll við. Hann stóð svo upp og kastaði flöskunni í burtu.
Mattia Zaccagni skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var afar ósáttur við dóminn.
Lazio mætir annað hvort Juventus eða Frosinone í undanúrslitum bikarkeppninnar.