Utan vallar: Tími til að láta verkin tala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 12:01 Strákarnir á æfingu í Ólympíuhöllinni í gær. vísir/vilhelm Það er janúar. Handboltamánuðurinn mikli þar sem gjörsamlega allt snýst um strákana okkar. Sama hvernig gengur. Allir elska að tala um liðið og allir hafa skoðanir. Strákarnir okkar sameina þjóðina betur en flest annað. Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Leik lokið: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti