Grafið í gömlum gögnum um ferli og ferla vegna starfa Paolo Macchiarini á Karolinska Ingunn Björnsdóttir skrifar 12. janúar 2024 16:30 Fyrir tæpum 2 árum, þegar öldurnar gengu nokkuð hátt vegna launagreiðslna til mjög virts stjórnanda og ráðgjafa fyrir ráðgjöf til heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu stakk ég niður penna til að rökstyðja að mun betra væri að málið var rætt opinskátt en ef pukrast með það. Það styrkir ekki beinlínis stjórnanda ef hvíslað er og pukrast með eitthvað varðandi hann en getur styrkt hann að rætt sé opinskátt um það sem ágreiningur kann að vera um. Auk þess sem nauðsynlegt er að virða tjáningarfrelsi. Dæmið sem ég valdi til að rökstyðja það að leyndarhyggja væri ekki af hinu góða var um fyrri stjórnanda á Karolinska sjúkrahúsinu, Birgi Jakobsson. Nú er komið á daginn með dómi að sú ákvörðun sem Birgir átti þátt í og ég ræddi í greininni var hreint ekki með þeim farsælli. Og eins og alltaf þegar eitthvað er rætt opinberlega kom ýmislegt í ljós í tengslum við þær öldur sem undanfarið hafa gengið hátt, nefnilega umræðu um skurðlæknahrappinn Paolo Macchiarini. Þó hefur enginn öldugangur verið opinberlega á Íslandi um ákvarðanir Birgis í málinu. Ég tel því rétt að stinga aftur niður penna. Vísað er í fyrri grein, «Tjáningarfrelsið okkar allra». Tímalínan sem ég birti með fyrri grein er birt aftur í greinarlok, uppfærð með nafni yfirlæknis háls-, nef- og eyrnadeildarinnar á Karolinska sjúkrahúsinu (KS), stjórnandans sem dró að skrifa undir í 2 mánuði og 4 daga eftir að Birgir Jakobsson forstjóri hafði manna fyrstur skrifað undir. En bæta mætti þeim punkti framan við á tímalínunni að umræddur yfirlæknir hafði ekki hafið störf fyrr en 1. september 2010, 6 dögum áður en Birgir skrifaði undir. Nú er hægt að ná ýmsu á 6 dögum og meðal fyrstu verka nýráðna yfirlæknisins var að leitast við að nýta sambönd sín til að afla upplýsinga um þennan Macchiarini sem margir virtust binda vonir við að gæti orðið rannsóknum á KI og aðgerðum á KS mikil lyftistöng. Í Svíþjóð átti að satsa mikið í rannsóknum og vísindamenn í sviðsljósinu voru því eftirsóttir. Þannig hafði nafn Macchiarini komið inn í umræðuna á Karolinska en óformlegar fyrirspurnir um hann höfðu um sumarið skilað nokkuð ólíkum niðurstöðum varðandi vísindalega færni hans, samstarfshæfileika og hæfileika til að fylgja reglum. Í bók Bosse Lindquist um Macchiarinimálið kom ýmislegt fram um þetta (um er að ræða sama Bosse Lindquist og nýverið komst á blað fyrir lítillegt ósamkomulag við starfsmanneskju á RUV). Þar er meðal annars komið inn á netskeytasamskipti tveggja áhrifamanna á KI (Karolinska stofnuninni, háskólahluta Karolinska), þeirra Cardell og Dahlén, sem áttu sér stað 5. september 2010. Þar tjáði Cardell Dahlén vissar efasemdir sínar en kvað jafnframt tvo yfirlækna á KS, þá Kuylenstierna og Holmström (sem var nýráðni yfirlæknirinn) hafa sagst treysta sér til að ráða við Macchiarini. Cardell taldi því óhætt að halda áfram með ráðningarferlið án ítarlegri bakgrunnsskoðunar. Birgir skrifaði undir 2 dögum síðar. Hvort Birgir hafi verið einangraður í skrifstofu sinni og ekkert vitað af þessum efasemdum liggur ekki fyrir. Birgir skrifaði einnig, fyrir hönd Karolinska sjúkrahússins, undir samning (dagsettan 6. júní 2011) um að Sjúkratryggingar Íslands myndu borga talsvert af kostnaðinum við aðgerðina á Andemariam Beyene. Þáverandi forstjóri Sjúkratrygginga Íslands skrifaði undir fyrir hönd Sjúkratrygginga, eins og Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður nefndi réttilega í nýrri grein í Heimildinni. Þennan samning fékk ég nýlega tækifæri til að skoða, eins og Ingi Freyr hefur sýnilega einnig fengið. Í samningnum kom fram að um tilraunaaðgerð væri að ræða, óvíst væri um árangur hennar og hluti hennar væri alveg nýr, hefði aldrei verið framkvæmdur áður, sá hlutinn sem snéri að stofnfrumuböðun. Upphæðin var allt að 700.000 sænskar krónur ef ekki næðist fullur árangur en allt að 1.200.000 sænskar krónur ef fullur árangur næðist. KS tók samkvæmt samningnum ábyrgð á að siðanefndarleyfi yrði fengið og að sjúklingur gæfi upplýst skriflegt samþykki, sem og kostnaðinn vegna þess hluta aðgerðarinnar sem teldist tilraunaaðgerð, þ.e. hefði aldrei áður verið gerður. Tilvísandi íslenskur læknir var sagður samábyrgur með læknunum á Karolinska fyrir samskiptum Karolinska sjúkrahússins og Landspítalans og fyrir eftirfylgninni á Íslandi og samskiptum við viðeigandi stofnanir vegna hennar. Tilvísandi íslenskur læknir var ekki nafngreindur og skrifaði ekki undir. Líklega þyrfti að birta samninginn í heild sinni, með svert yfir þær persónuupplýsingar um sjúklinginn sem viðkvæmar teldust og ekki hefðu þegar komið fram í fjölmiðlum (það eintak sem ég sá var þannig svert). Er ekki kominn tími til að leyndarhjúpnum sé varpað af þessu ferli og fullt gagnsæi verði um það? Tímalína undirskrifta við ráðningu Paolo Macchiarini á Karolinska spítalann og stofnunina Birgir Jakobsson forstjóri KS skrifar undir 7. september 2010 Ráðningarnefnd KI samþykkir ráðningu 22. september 2010 Harriet Wallberg rektor KI skrifar undir 5. október 2010 Jan Andersson prorektor KI undirritar ráðningarsamning 5. október 2010 Paolo Macchiarini undirritar ráðningarsamning 5. október 2010 Mats Holmberg, nýr* yfirlæknir á HNE** á KS undirritar ráðningarsamning 11. nóvember 2010 Höfundur er áhugamaður um siðfræði. *hóf störf 1. september 2010 *HNE stendur fyrir háls-, nef- og eyrna- Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Plastbarkamálið Landspítalinn Svíþjóð Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum 2 árum, þegar öldurnar gengu nokkuð hátt vegna launagreiðslna til mjög virts stjórnanda og ráðgjafa fyrir ráðgjöf til heilbrigðisráðuneytisins um hagræðingu stakk ég niður penna til að rökstyðja að mun betra væri að málið var rætt opinskátt en ef pukrast með það. Það styrkir ekki beinlínis stjórnanda ef hvíslað er og pukrast með eitthvað varðandi hann en getur styrkt hann að rætt sé opinskátt um það sem ágreiningur kann að vera um. Auk þess sem nauðsynlegt er að virða tjáningarfrelsi. Dæmið sem ég valdi til að rökstyðja það að leyndarhyggja væri ekki af hinu góða var um fyrri stjórnanda á Karolinska sjúkrahúsinu, Birgi Jakobsson. Nú er komið á daginn með dómi að sú ákvörðun sem Birgir átti þátt í og ég ræddi í greininni var hreint ekki með þeim farsælli. Og eins og alltaf þegar eitthvað er rætt opinberlega kom ýmislegt í ljós í tengslum við þær öldur sem undanfarið hafa gengið hátt, nefnilega umræðu um skurðlæknahrappinn Paolo Macchiarini. Þó hefur enginn öldugangur verið opinberlega á Íslandi um ákvarðanir Birgis í málinu. Ég tel því rétt að stinga aftur niður penna. Vísað er í fyrri grein, «Tjáningarfrelsið okkar allra». Tímalínan sem ég birti með fyrri grein er birt aftur í greinarlok, uppfærð með nafni yfirlæknis háls-, nef- og eyrnadeildarinnar á Karolinska sjúkrahúsinu (KS), stjórnandans sem dró að skrifa undir í 2 mánuði og 4 daga eftir að Birgir Jakobsson forstjóri hafði manna fyrstur skrifað undir. En bæta mætti þeim punkti framan við á tímalínunni að umræddur yfirlæknir hafði ekki hafið störf fyrr en 1. september 2010, 6 dögum áður en Birgir skrifaði undir. Nú er hægt að ná ýmsu á 6 dögum og meðal fyrstu verka nýráðna yfirlæknisins var að leitast við að nýta sambönd sín til að afla upplýsinga um þennan Macchiarini sem margir virtust binda vonir við að gæti orðið rannsóknum á KI og aðgerðum á KS mikil lyftistöng. Í Svíþjóð átti að satsa mikið í rannsóknum og vísindamenn í sviðsljósinu voru því eftirsóttir. Þannig hafði nafn Macchiarini komið inn í umræðuna á Karolinska en óformlegar fyrirspurnir um hann höfðu um sumarið skilað nokkuð ólíkum niðurstöðum varðandi vísindalega færni hans, samstarfshæfileika og hæfileika til að fylgja reglum. Í bók Bosse Lindquist um Macchiarinimálið kom ýmislegt fram um þetta (um er að ræða sama Bosse Lindquist og nýverið komst á blað fyrir lítillegt ósamkomulag við starfsmanneskju á RUV). Þar er meðal annars komið inn á netskeytasamskipti tveggja áhrifamanna á KI (Karolinska stofnuninni, háskólahluta Karolinska), þeirra Cardell og Dahlén, sem áttu sér stað 5. september 2010. Þar tjáði Cardell Dahlén vissar efasemdir sínar en kvað jafnframt tvo yfirlækna á KS, þá Kuylenstierna og Holmström (sem var nýráðni yfirlæknirinn) hafa sagst treysta sér til að ráða við Macchiarini. Cardell taldi því óhætt að halda áfram með ráðningarferlið án ítarlegri bakgrunnsskoðunar. Birgir skrifaði undir 2 dögum síðar. Hvort Birgir hafi verið einangraður í skrifstofu sinni og ekkert vitað af þessum efasemdum liggur ekki fyrir. Birgir skrifaði einnig, fyrir hönd Karolinska sjúkrahússins, undir samning (dagsettan 6. júní 2011) um að Sjúkratryggingar Íslands myndu borga talsvert af kostnaðinum við aðgerðina á Andemariam Beyene. Þáverandi forstjóri Sjúkratrygginga Íslands skrifaði undir fyrir hönd Sjúkratrygginga, eins og Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður nefndi réttilega í nýrri grein í Heimildinni. Þennan samning fékk ég nýlega tækifæri til að skoða, eins og Ingi Freyr hefur sýnilega einnig fengið. Í samningnum kom fram að um tilraunaaðgerð væri að ræða, óvíst væri um árangur hennar og hluti hennar væri alveg nýr, hefði aldrei verið framkvæmdur áður, sá hlutinn sem snéri að stofnfrumuböðun. Upphæðin var allt að 700.000 sænskar krónur ef ekki næðist fullur árangur en allt að 1.200.000 sænskar krónur ef fullur árangur næðist. KS tók samkvæmt samningnum ábyrgð á að siðanefndarleyfi yrði fengið og að sjúklingur gæfi upplýst skriflegt samþykki, sem og kostnaðinn vegna þess hluta aðgerðarinnar sem teldist tilraunaaðgerð, þ.e. hefði aldrei áður verið gerður. Tilvísandi íslenskur læknir var sagður samábyrgur með læknunum á Karolinska fyrir samskiptum Karolinska sjúkrahússins og Landspítalans og fyrir eftirfylgninni á Íslandi og samskiptum við viðeigandi stofnanir vegna hennar. Tilvísandi íslenskur læknir var ekki nafngreindur og skrifaði ekki undir. Líklega þyrfti að birta samninginn í heild sinni, með svert yfir þær persónuupplýsingar um sjúklinginn sem viðkvæmar teldust og ekki hefðu þegar komið fram í fjölmiðlum (það eintak sem ég sá var þannig svert). Er ekki kominn tími til að leyndarhjúpnum sé varpað af þessu ferli og fullt gagnsæi verði um það? Tímalína undirskrifta við ráðningu Paolo Macchiarini á Karolinska spítalann og stofnunina Birgir Jakobsson forstjóri KS skrifar undir 7. september 2010 Ráðningarnefnd KI samþykkir ráðningu 22. september 2010 Harriet Wallberg rektor KI skrifar undir 5. október 2010 Jan Andersson prorektor KI undirritar ráðningarsamning 5. október 2010 Paolo Macchiarini undirritar ráðningarsamning 5. október 2010 Mats Holmberg, nýr* yfirlæknir á HNE** á KS undirritar ráðningarsamning 11. nóvember 2010 Höfundur er áhugamaður um siðfræði. *hóf störf 1. september 2010 *HNE stendur fyrir háls-, nef- og eyrna-
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar